Kvikmyndasafnið óskar eftir sérfræðingi á skanner

Kvikmyndasafn Íslands hefur auglýst eftir sérfræðingi til starfa við nýja skannastöð safnsins sem nú er í mótun. Umsóknarfrestur rennur út 12. febrúar.

Í auglýsingunni segir meðal annars:

Starfssvið:
• Skönnun kvikmynda í nýjum ScanStation 5.1 K skanna safnins.
• Afritun kvikmynda af ýmsum tegundum myndmiðla, svo sem af myndbandsmasterum af ýmsum gerðum, hljóðfilmum, snældum, segulböndum o.s.frv.
• Litgreining kvikmynda sem safnið gerir upp.
• Tölvuhreinsun kvikmynda.
• Eftirvinnsla kvikmynda (samsetningar, kvikmyndaklipping, vinna með hljóð o.s.frv.)
• Vinna með stafrænar kvikmyndaskrár, flokkun þeirra, skráning í gagnagrunn safnsins og afritun til framtíðarvarðveislu (back-up).
• Vinnsla stafrænna ljósmynda.

Hæfniskröfur:
• Nám og/eða reynsla á sviði eftirvinnslu kvikmynda.
• Nám og/eða reynsla á sviði litgreiningar, almennt.
• Þekking á klippiforritum, sem og á ljósmynda-, ritvinnslu-, og töflureiknisforritum.
• Frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum ásamt hæfni í mannlegum samskiptum.

Æskilegt:
• Menntun á háskólastigi á einhverjum þeirra sviða sem tiltekin eru undir hæfniskröfum.
• Gott vald á íslensku máli, ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli.
• Reynsla af vinnu við gagnagrunna.
• Áhugi og þekking á kvikmyndamálum, þ. m. t. innlendri og erlendri kvikmyndasögu en einnig á íslenskri 20. aldar menningarsögu.
• Möguleiki á sveiganlegum vinnutíma.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðeigandi stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall er 100%.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Öllum umsækjendum verður svarað.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast með tölvupósti á es@kvikmyndasafn.is eða í venjulegum pósti til Kvikmyndasafns Íslands, Hvaleyrarbraut 13, 220
Hafnarfjörður.

Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða en umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Umsóknarfrestur og skil á umsóknum er til mánudagsins 12. febrúar n.k. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands (es@kvikmyndasafn.is).

Sjá nánar hér: SÉRFRÆÐISTARF HJÁ KVIKMYNDASAFNI ÍSLANDS | JOB.IS

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR