Fjölmargar kvikmyndir Kjartans Bjarnasonar frá miðbiki 20. aldar komnar á Ísland á filmu

Á vef Kvikmyndasafns Íslands, Ísland á filmu, má nú sjá verulegt magn af ýmsum kvikmyndum Kjartans Bjarnasonar sem teknar voru frá 1936 og fram yfir 1970.

Þá hefur Gunnar Tómas Kristófersson skrifað ítarlega grein um Kjartan, sem hann kallar Meistari rammans og lesa má hér.

Í myndefni Kjartans, sem finna má á islandafilmu.is, má finna fjölbreytt efni s.s.: skemmtiför ríkisprentsmiðjunnar Gutenbergs 1936, þjóðaratkvæðagreiðslan 1944, sumarbúðir Rauða krossins við Silungapoll 1945, lífið í eyjum landsins, knattspyrnuleikur Íslands og Dynamo Kiev árið 1957 og margt fleira.

Kjartan Ó. Bjarnason var fyrsti Íslendingurinn til að gera kvikmyndagerð að aðalstarfi þegar hann hætti sem prentari árið 1945. Kjartan skyldi ekki eftir sig margar fullbúnar kvikmyndir með titlum. Hann fluttist til Danmerkur og aflaði sér tekna með því að ferðast um Danmörku, og víðar, þar sem hann sýndi kvikmyndir frá Íslandi og talaði yfir þær. Þá fór hann margar sýningarferðir um Ísland en þær nýtti hann einnig til að taka upp frekara efni til sýninga ytra.

Ef slegið er inn leitarorðið Kjartan Ó. Bjarnason á Íslandi á filmu kemur upp mikið af nýju efni.

Hér eru hlekkir á nokkur dæmi:

Heklugosið 1947
https://www.islandpaafilm.dk/is/klip/heklugosid-arid-1947
Hluti af mynd sem Kjartan Ó. Bjarnason gerði fyrir Rangæingafélagið. Þetta stutta brot sýnir misvelbúið fólk ganga að gosinu áður en það prufar að nota hitann frá hrauninu til að kveikja m.a. í vindli

Eskifjörður
https://www.islandpaafilm.dk/is/klip/eskifjordur
Börn að leik á Eskifirði um 1950.

Ísland – Dynamo Kiev árið 1957
https://www.islandpaafilm.dk/is/klip/urvalslid-islendinga-gegn-dynamo-kiev-melavellinum
Knattspyrnuleikur íslenska landsliðsins (landsliðs Suð-Vesturlands í þessu tilviki) gegn sovéska liðinu Dynamo Kiev í ágúst árið 1957. Ísland sigraði 4:3 og á myndskeiðinu má sjá Skagamanninn Ríkharð Jónsson skora glæsilegt mark.

Börn að leik í snjó
https://www.islandpaafilm.dk/is/klip/born-ad-leik-i-snjo
Börn að leik í snjó við Arnarhól í kringum 1950.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR