Heim Bransinn Vinnusmiðja um þróun verkefna með auga á dreifingu

Vinnusmiðja um þróun verkefna með auga á dreifingu

-

 

Margaret Glover handritshöfundur og kennari hjá London Film School.
Margaret Glover handritshöfundur og kennari hjá London Film School.

Wift mun standa fyrir vinnusmiðjunni „Development for Distribution“ með Margaret Glover, handritshöfundi, framleiðanda og kennara við London Film School mánudaginn 18. nóvember n.k.

Markmið námskeiðsins er að læra að vera meðvitaður um áhorfendahóp verksins og hugsa um leið um dreifingarferlið stax í framleiðsluferlinu. Einnig er boðið upp á að koma sem áhorfandi til þess að læra og taka þátt í umræðum.

Námskeiðið er opið öllum og verður haldið á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, mánudaginn 18. nóvember næstkomandi og stendur yfir frá kl. 10 til 16 með hádegishlé þar sem hópurinn borðar saman á veitingastað í nágrenninu (hver greiðir fyrir sig) þar sem umræðum verður haldið áfram.

Hluti af námskeiðargjaldinu rennur beint til Wift.

Verð á námskeiðið er sem hér segir:

  • 5000 kr. fyrir áhorfanda
  • 9.700 kr fyrir verkefni ( allt að 3 meðlimir verkefnisins/myndarinnar geta tekið þátt)

Áhugasamir skrái sig hjá Dögg Mósesdóttur með því að smella hér.

Margaret Glover hefur unnið í Bandaríkjunum, Englandi og á Indandi í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum sem handrithöfundur, handritsráðgjafi og framleiðandi. Hún skrifaði m.a. handritið af Shadows in the Sun og hlaut verðlaun fyrir á Houston Worldfest 2009. Hún skrifaði einnnig handritið af myndinni Kisna fyrir indverska leikstjórann Subhash Ghai.

Sem yfirframleiðandi hefur hún haft umsjón með framleiðslu yfir 150 stuttmynda sem framleiðandi og fyrirlesari hjá London Film School. Auk þess hefur hún haft yfirumsjón með nokkrum fyrstu myndum nemenda í fullri lengd og má þar helst nefna Blackbird, sem var verðlaunamynd Edinburgh International Film Festival á ár auk myndarinnar Falling Leaves,sem verður frumsýnd á Montreal Film Festival.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.