HeimEfnisorðUndir trénu

Undir trénu

„Undir trénu“ og „Kona fer í stríð“ í forvali Evrópuverðlauna

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson eru báðar í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, en þar er að finna 49 bíómyndir og 15 heimildamyndir.

„Undir trénu“ verðlaunuð í Rúmeníu

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hlaut aðalverðlaun Anonimul kvikmyndahátíðarinnar sem haldin var við Svartahafið í Rúmeníu um síðastliðna helgi. Verðlaunin voru veitt af áhorfendunum og var Hafsteinn Gunnar viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Þetta eru 8. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Fimm íslenskar bíómyndir og tvær þáttaraðir í alþjóðlegri dreifingu

Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson valin besti leikstjórinn fyrir „Undir trénu“ á Skip City hátíðinni í Japan

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hlaut leikstjórnarverðlaunin fyrir mynd sína Undir trénu á Skip City International D-Cinema Festival í Japan, sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru fimmtu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

„Undir trénu“ sýnd í kvikmyndahúsum víða um heim

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson má sjá í pólskum, norskum, sænskum, belgískum og hollenskum kvikmyndahúsum þessa dagana. Myndin hefur fengið mjög góðar viðtökur og fær meðal annars 5 stjörnur hjá gagnýnanda NRK í Noregi og 4 stjörnur í Aftenposten.

„Fangar“ með flestar Eddur

Þáttaröðin Fangar hlaut alls tíu Eddur á verðlaunaafhendingunni sem fram fór í gærkvöldi. Bíómyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. Guðný Halldórsdóttir hlaut heiðursverðlaun ÍKSA og konur í kvikmyndagerð fylktu liði undir merkinu #Égerhér.

79 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2017

Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.

Sjö íslensk verk til Gautaborgar – „Andið eðlilega“ í keppni

Kvikmyndirnar Andið eðlilega,  Undir trénuSvanurinn og Vetrarbræður ásamt þáttaröðinni Stellu Blómkvist og stuttmyndunum Frelsun og Cut taka þátt í Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar.

[Könnun] Veldu bestu íslensku myndirnar 2017

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.

„Undir trénu fær verðlaun í Denver

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar Denver Film Festival sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru fjórðu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Aðsókn | „Undir trénu“ komin yfir fjörtíu þúsund gesta markið eftir níu vikur

Rúmlega 40.000 gestir hafa nú séð Undir trénu eftir níundu sýningarhelgi og er hún því komin í hóp mest sóttu myndanna (nú í 13. sæti) frá því formlegar mælingar hófust.

„Undir trénu“ verðlaunuð í Zurich

Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Zurich Film Festival sem lýkur í kvöld. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Aðsókn | 30 þúsund á „Undir trénu“ eftir fjórðu helgi

Rúmlega 30 þúsund gestir hafa nú sé Undir trénu eftir fjórðu sýningarhelgi. Myndin er áfram í öðru sæti aðsóknarlistans. Vetrarbræður fer mjög rólega af stað en hún var frumsýnd á RIFF um helgina.

„Undir trénu“ fær leikstjórnarverðlaun á Fantastic Fest í Texas

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson var valinn besti leikstjóri gamanmyndar (Undir trénu) á Fantastic Fest hátíðinni í Austin, Texas sem lauk í gær. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Aðsókn | 26 þúsund á „Undir trénu“ eftir þriðju helgi

Undir trénu heldur áfram að gera það gott í kvikmyndahúsum en nú hafa 26 þúsund manns séð myndina eftir þriðju sýningarhelgi. Myndin er í öðru sæti aðsóknarlistans.

„Undir trénu“ framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands á Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári samkvæmt úrslitum kosningar meðlima Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni sem lauk á miðnætti í gær.

Variety um „Undir trénu“: Kolbikasvört úthverfakómedía

"Smáborgaraleg togstreita er skrúfuð upp í annarlegar öfgar þannig að maður stendur á öndinni," skrifar Guy Lodge frá Toronto hátíðinni í Variety um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar og bætir við: "Það sem myndina skortir í hinum fínni blæbrigðum bætir hún upp í einbeittum vilja til að láta allt flakka."

Aðsókn | 18 þúsund á „Undir trénu“ eftir aðra helgi

Undir trénu nýtur áfram góðrar aðsóknar en nú hafa um 18 þúsund manns séð myndina eftir aðra sýningarhelgi. Myndin fer úr öðru sæti í það fyrsta.

Lestin á Rás 1 um „Undir trénu“: Eins og tvær ólíkar kvikmyndir

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar í Lestinni á Rás 1 og segir meðal annars: "Ég fékk á tilfinninguna að myndin vissi ekki alveg hvaða sögu hún hafði meiri áhuga á að segja – þessa um unga manninn sem þarf að horfast í augu við skilnað eða þessa um erjurnar sem taka að snúast um margt annað en bara tignarlegt tréð."

Magnolia dreifir „Undir trénu“ í N-Ameríku

Dreifingarfyrirtækið Magnolia Pictures mun dreifa Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar í N-Ameríku á næsta ári. Fyrirtækið hefur getið sér gott orð á undanförnum árum og hefur meðal annars dreift fjölda norrænna kvikmynda.

RÚV um „Undir trénu“: Ástarsaga úr skandinavíska raunsæiseldhúsinu

Undir trénu er ástarsaga úr skandínavíska raunsæiseldhúsinu. Spurningar um eðli sambanda, væntingar til maka og fjölskyldu og lífsins sjálfs eru meðal þess sem er velt við og skoðað, og er spurningunum í einhverjum tilfellum svarað af mikilli næmni, en án allrar væmni," segir Nína Richter á Rás 2 RÚV meðal annars og gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu.

DV um „Undir trénu“: Hláturinn og samviskubitið

"Undir trénu snertir á flestum þeim mannlegu tilfinningum sem til eru. Maður hlær, verður sorgmæddur, verður vandræðalegur, fyllist óhug og meira segja ógleði," segir Kristinn H. Guðnason í DV.

Cineuropa um „Undir trénu“: Rústið náunga yðar

Vassilis Economou skrifar á Cineuropa um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar og segir hana þurra og dökka háðsádeilu um niðurbrot félagslegra og persónulegra samskipta.

Fréttablaðið um „Undir trénu“: Gott að eiga góða granna

Tómas Valgeirsson skrifar í Fréttablaðið um Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og segir hana brakandi ferska kómedíu í dekkri kantinum. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur.

Steve Gravestock: „2017 verður líklega minnst sem einstaks árs fyrir norrænar myndir“

Steve Gravestock dagskrárstjóri hjá Toronto hátíðinni fer yfir þær norrænu myndir sem taka þátt í hátíðinni nú í september. Hann telur úrvalið einstaklega gott að þessu sinni og segir að líklega muni þetta ár fara í annála fyrir gæði norrænna mynda. Þrjár íslenskar myndir, Undir trénu, Svanurinn og Vetrarbræður, verða sýndar á hátíðinni.

Screen um „Undir trénu“: Óvægin og gamansöm

Sarah Ward hjá Screen skrifar um Undir trénu Hafsteins Gunars Sigurðssonar frá Feneyjahátíðinni. Hún segir myndina meðal annars óvægna í skarpskyggni sini sem og skrautlega í gamanseminni. Þáttur Eddu Björgvinsdóttur er sérstaklega dregin fram.

„Undir trénu“ til Toronto

Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar hefur verið valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni í Kanada. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar. Hátíðin fer fram frá 7. til 17. september.

New Europe Film Sales kynnir þrjár myndir íslenskra leikstjóra í Haugasundi

New Europe Film Sales kynnir þrjár myndir íslenskra leikstjóra í Haugasundi dagana 19.-25. ágúst næstkomandi. Þetta eru Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason, Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Héraðið eftir Grím Hákonarson sem fer í tökur eftir áramót og er væntanleg ári síðar.

Grímar Jónsson ræðir um „Undir trénu“ og „Héraðið“

Grímar Jónsson framleiðandi er í viðtali við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um mynd sína Undir trénu sem Hafsteinn G. Sigurðsson leikstýrir og verður heimsfrumsýnd á Feneyjahátíðinni, sem og næsta verkefni, Héraðið, sem Grímur Hákonarson mun leikstýra.

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda á leiðinni uppá tjald á næstunni

Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.

„Undir trénu“ í keppni í Feneyjum

Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar hefur verið valin til þátttöku í Orrizonti keppni Kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum sem er hluti af aðaldagskrá hennar. Feneyjahátíðin er stofnuð 1932 og því sú elsta sinnar tegundar, ein af hinum þremur stóru ásamt Cannes og Berlín. Hún verður haldin í 74. skiptið í ár dagana 30. ágúst til 9. september.

[Stikla] „Undir trénu“ frumsýnd 23. ágúst

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, verður frumsýnd þann 23. ágúst næstkomandi. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð og má sjá hér.

Screen telur „Svaninn“, „Undir trénu“ og „Vetrarbræður“ koma til greina á Cannes

Screen fer yfir þær myndir sem miðillinn telur líklegar til að taka þátt í Cannes hátíðinni í maí. Meðal myndanna eru Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason sem er dönsk/íslensk samframleiðsla.

„Undir trénu“ og „Tom of Finland“ meðal 19 evrópskra titla sem freista munu hátíða á árinu

Screen birtir lista yfir 19 evrópskar myndir sem sagðar eru freista hátíða á árinu. Þeirra á meðal er væntanleg mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu og einnig finnska myndin Tom of Finland þar sem Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda.

Bac Films dreifa „Undir trénu“ í Frakklandi

New Europe Film Sales hefur selt dreifingarréttinn í Frakklandi á kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu til Bac Films, eins helsta dreifingaraðila þar í landi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR