Bergmál, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem er nú í þróun, hefur verið valin til þátttöku í Coproduction Village, samframleiðslumarkaði kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi sem fram fer uppúr miðjum desember. Frumraun Ólafar Birnu Torfadóttur, Hvernig á að vera klassa drusla, hefur einnig verið valin í hliðarprógramm sem helgað er fyrstu myndum leikstjóra.
Í nýju sérhefti Variety sem helgað er þeim kvikmyndum sem taka þátt í Óskarsvalinu á erlendri kvikmynd ársins er Þrestir Rúnars Rúnarssonar meðal þeirra sjö mynda sem þykja eiga mesta möguleika úr hópi evrópskra.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar hefur verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar er á meðal þeirra fimmtíu kvikmynda sem eru í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Listinn yfir myndirnar í forvalinu var opinberaður í gær.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar vann um helgina til sérstakra dómnefndarverðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu, sem fram fór í Cluj-Napoca í Rúmeníu. Þetta eru sjöundu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar á árinu en jafnframt sautjándu alþjóðlegu verðlaunin síðan myndin var frumsýnd í september í fyrra.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar hefur sópað að sér verðlaunum á alþjóðlegum hátíðum undanfarnar vikur. Um síðustu helgi hlaut hún aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Prag í Tékklandi, um þar síðustu helgi dómefndarverðlaunin í Mamers í Frakklandi og þar áður aðalverðlaun alþjóðlegu hátíðarinnar Spirit of Fire sem fram fór í borginni Khanty-Mansiysk í Síberíu, Rússlandi. Þrestir hefur nú unnið til alls 16 alþjóðegra verðlauna.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar hlaut FIPRESCI verðlaun Alþjóðasamtaka kvikmyndagagnrýnenda á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í kvöld. Myndin var einnig valin úr hópi tíu mynda til að taka þátt í Scope 100 verkefninu svokallaða sem snýst um nýja nálgun í dreifingu evrópskra mynda. Henni verður því dreift í kvikmyndahúsum í Noregi og Ungverjalandi.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar unnu til fernra verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Les Arcs í frönsku ölpunum. Myndin var valin besta mynd hátíðarinnar, Atli Óskar Fjalarsson var valinn besti leikarinn, þá var myndataka Sophiu Olsson verðlaunuð og myndin fékk auk þess pressuverðlaunin.
Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri ræðir Þresti, karlmennsku og fegurðina, auk ferilsins og vinnuaðferðir sínar í viðtali við Kristján Guðjónsson hjá DV.
Þrestir, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar,var um helgina verðlaunuð á Kvikmyndahátíðinni í Þessalóníku í Grikklandi fyrir framúrskarandi listrænt framlag.
Rúnar Rúnarsson leikstjóri og handritshöfundur Þrasta er í viðtali við IndieWire þar sem hann fjallar um stuttmyndir sínar og hvernig hann nýtti sér reynslu sína af kvikmyndahátíðum við undirbúning bíómynda sinna.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar var valin besta leikna myndin í flokki nýrra leikstjóra á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu. Einnig hlaut hún verðlaun fyrir besta handrit. Alls voru 13 íslenskar kvikmyndir í fullri lengd sýndar á hátíðinni.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar hlaut Silver Hugo verðlaunin í flokki nýrra leikstjóra á Chicago International Film Festival í gærkvöldi. Hátíðin er elsta og ein virtasta kvikmyndahátíðin í Bandaríkjunum.
"Þrestir er þroskasaga ungs manns, sem er að miklu leyti staðnaður sem barn, og myndin skoðar tímabil í lífi hans þar sem hann neyðist til að horfast í augu við fullorðinsárin, sama hversu glötuð þau kunna að virðast," segir Gunnar Theódór Eggertsson meðal annars í Víðsjá Rásar 1 um mynd Rúnars Rúnarssonar.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar hlaut aðalverðlaunin í svokölluðum 1-2 flokki á kvikmyndahátíðinni í Varsjá í Póllandi sem lauk í kvöld. 1-2 flokkurinn vísar í að myndin sé fyrsta eða önnur mynd leikstjóra.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Sao Paulo í Brasilíu stendur fyrir stærðarinnar norrænum fókus frá 22. október – 4. nóvember þar sem fjöldi kvikmynda frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi verða sýndar. Íslensku myndirnar eru 13 talsins.
Valur Gunnarsson fjallar um Þresti Rúnars Rúnarssonar í DV, en almennar sýningar á myndinni hefjast í kvöld. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur og segir hana skipa sér fremsta í flokk þeirra bíómynda sem fjalla um hrylling íslenskrar æsku í dag.
Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Þresti Rúnars Rúnarssonar í Morgunblaðið og gefur henni fjóra og hálfa stjörnu af fimm. Hún segir áhorfendur finna tilfinningaspennu magnast innra með sér og skynja illþyrmilega að slæmar aðstæður Ara komi til með að versna til muna áður en yfir lýkur.
Vala Hafstað hjá Iceland Review gefur Þröstum Rúnars Rúnarssonar fimm stjörnur af fimm og segir hana undurfallega mynd með djúpan skilning á mannssálinni.
Jason Gorber hjá Twitchfilm sparar ekki lýsingarorðin í umsögn sinni um Þresti Rúnars Rúnarssonar. Hann segir myndina vera eina af sárafáum uppgötvunum ársins og undirstriki áhrifamátt kvikmyndanna. "Hún hefur ríkulega merkingu og vekur sterkar tilfinningar, listrænn andi svífur yfir en einnig ögrun hrollvekjunnar."
Þrestir Rúnars Rúnarssonar var rétt í þessu valin besta myndin á San Sebastián kvikmyndahátíðinni. Rúnar veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í kvöld. San Sebastián hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ kvikmyndahátíðum og hafa aðeins örfáar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd unnið til aðalverðlauna á slíkum hátíðum.
"Rúnar Rúnarsson hefur gert yfirvegaða frásögn um breytinguna frá unglingsárum til fullorðinsára sem er miklu harkalegri og grimmdarlegri en virðist við fyrstu sýn," segir Alfonso Rivera hjá Cineuropa meðal annars um Þresti sem nú er sýnd á San Sebastian hátíðinni.
David D'Arcy hjá Screen International fjallar um Þresti Rúnars Rúnarssonar sem nú er sýnd á Toronto hátíðinni. D'Arcy segir trausta leikstjórn og stórkostlegt umhverfi lyfta myndinni hátt yfir hefðbundnar unglingamyndir, en ólíklegt sé að myndin nái út fyrir markað listrænna mynda þrátt fyrir aukinn áhuga á íslenskum kvikmyndum.
Jordan Mintzer hjá The Hollywood Reporter fjallar um Þresti Rúnars Rúnarssonar sem sýnd er á Toronto hátíðinni. Mintzer segir myndina frekar hefðbundna sögu sem lyft sé upp af fallegu myndefni og óvenjulegu sögusviði.
Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér söluréttinn á Þröstum Rúnars Rúnarssonar. Staðfest hefur verið að myndin verði frumsýnd á Íslandi á RIFF hátíðinni þann 30. september.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni sem fram fer dagana 10.-20. september. Myndin verður í kjölfarið sýnd á San Sebastian hátíðinni á Spáni eins og áður hefur komið fram. Hrútar Gríms Hákonarsonar hefur einnig verið valin á hátíðina en báðar myndirnar verða sýndar í Contemporary World Cinema flokknum.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni San Sebastian hátíðarinnar sem fram fer 18.-26. september. Myndin verður að líkindum frumsýnd á Íslandi á RIFF en almennar sýningar hefjast 16. október.
Tökur munu að mestu leyti fara fram á Vestfjörðum. Danska framleiðslufyrirtækið Nimbus framleiðir í samvinnu við Pegasus. Atli Óskar Fjalarsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson fara með aðalhlutverkin.