HeimEfnisorðKvikmyndamiðstöð Íslands

Kvikmyndamiðstöð Íslands

Þegar stjórnvöld sigruðu menninguna

Hvernig þriðjungs niðurskurður Kvikmyndasjóðs er áframhaldandi vöxtur íslenskrar kvikmyndagerðar og sérstakar ívilnanir til erlendra stórverkefna er glæsilegur sigur íslenskrar menningar.

Niðurskurðurinn: Menningarlegt stórslys í aðsigi

Rætt var við Hilmar Sigurðsson og Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðendur í Lestinni á Rás 1 um stöðuna í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi eftir þriðjungs niðurskurð Kvikmyndasjóðs. „Ég bara held að þetta séu mistök hrein og klár,“ segir Hilmar.

Hilmar Sigurðsson: Þriðjungs niðurskurður kallaður vöxtur

Hilmar Sigurðsson forstjóri Sagafilm bregst við fréttatilkynnningu Menningar- og viðskiptaráðuneytisins um áframhaldandi vöxt íslenskrar kvikmyndagerðar á Fésbókarsíðu sinni og tekur fast til orða.

Laufey um fyrirhugaðan niðurskurð: Kemur sér mjög illa fyrir greinina

Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands ræddi við fréttastofu RÚV í kvöldfréttum útvarps um fyrirhugaðan niðurskurð til Kvikmyndamiðstöðvar.

Gert ráð fyrir verulegum niðurskurði á Kvikmyndasjóði í fjárlagafrumvarpi 2023

Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á framlögum til kvikmyndagerðar frá fyrra ári. Þá virðist ekki gert ráð fyrir mikilli aukningu í endurgreiðslum á næsta ári.

Tillögur að nýrri fjármögnun sjónvarpsþáttaraða í samráðsgátt

Menningarmálaráðuneytið hefur lagt drög að breytingum á kvikmyndalögum og reglugerð um Kvikmyndasjóð í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem óskað er eftir umsögnum.

Handritsstyrkir hækka um 15%

Frá og með 1. júní 2022 hækkar viðmiðunarfjárhæð handritsstyrkja. Um er að ræða hækkun sem ætlað er að koma til móts við verðlagsþróun frá síðustu breytingu á styrkfjárhæðum. 

Hvað á streymisveita íslenskra kvikmynda að heita?

Kvikmyndamiðstöð Íslands undirbýr opnun streymisveitu til að bæta aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi og hefur kallað eftir tillögum að nafni streymisveitunnar.

Ný bók um tengsl ferðamennsku og kvikmyndagerðar á Íslandi

Útgáfu bókarinnar Iceland on Screen eftir Wendy Mitchell, verður fagnað í Bíó Paradís, föstudaginn 25. mars klukkan 15.00, með dagskrá um tengsl kvikmynda og sjónvarpsefnis við ferðamennsku á Íslandi.

Milljarða velta í kvikmyndagerð og horfur góðar

Fréttastofa RÚV tekur púlsinn á íslenskri kvikmyndagerð þessa dagana og ræðir við Laufeyju Guðjónsdóttur, forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Laufey Guðjónsdóttir ræðir aukin umsvif Kvikmyndamiðstöðvar

Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræðir við Nordic Film and TV News um aukningu í opinberri fjárfestingu til kvikmyndagerðar sem og aukin umsvif stofnunarinnar í samræmi við nýja kvikmyndastefnu.

Fjórir nýir ráðgjafar til KMÍ

Baldvin Kári Sveinbjörnsson, Eva Maria Daniels, Helga Brekkan og Ottó Geir Borg hafa verið ráðin sem kvikmyndaráðgjafar hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og hafa þegar hafið störf.

Hvernig þú finnur rétta framleiðandann

Kvikmyndamiðstöð stendur fyrir námskeiði ætlað handritshöfundum sem hlotið hafa styrk  um hvernig finna skal rétta framleiðandann.

Margar umsagnir um reglugerðardrög Kvikmyndasjóðs, umsagnarfrestur rennur út í dag

Margar umsagnir hafa borist í samráðsgátt stjórnvalda varðandi drög að uppfærðri reglugerð um Kvikmyndasjóð, en frestur til að senda inn umsögn rennur út í dag, mánudag.

Í ljósi umræðu um streymisveitu með íslensku myndefni

Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu í fjölmiðlum í dag um fyrirhugaða streymisveitu með íslensku efni.

Ný reglugerð um Kvikmyndasjóð til umsagnar hagsmunaaðila

Drög að nýrri reglugerð um Kvikmyndasjóð hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér þau áður en frestur til umsagnar rennur út þann 13. desember næstkomandi.

Undirbúningur hafinn að stofnun streymisveitu íslenskra kvikmynda

Í Kvikmyndastefnu til ársins 2030 er gert ráð fyrir að unnið verði að stofnun streymisveitu með íslensku myndefni. Undirbúningsvinna slíkrar streymisveitu er hafin á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands og mun starfsfólk þess sinna þessari vinnu, en einnig hefur Ásgrímur Sverrisson verið ráðinn tímabundið til verkefnisins.

Fjárlög 2021: Gert ráð fyrir verulegri hækkun framlaga til kvikmyndagerðar

Gert er ráð fyrir 35% hækkun til Kvikmyndasjóðs í nýju fjárlagafrumvarpi og 88% hækkun til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar. Þetta tengist innleiðingu nýrrar kvikmyndastefnu sem verður kynnt fljótlega.

Ráðgjöfum fjölgað hjá Kvikmyndamiðstöð

Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur fjölgað ráðgjöfum með ráðningu leikstjóranna Grétu Ólafsdóttur og Guðnýjar Halldórsdóttur í störf kvikmyndaráðgjafa. Þá hefur Martin Schlüter einnig verið ráðinn til starfa sem framleiðandi hjá KMÍ.

Kvikmyndasjóður úthlutar 120 milljónum króna til 15 verkefna

Kvikmyndasjóður hefur úthlutað styrkjum af sérstakri 120 m.kr. fjárveitingu vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru. Stærsta styrkinn hlýtur bíómyndin Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur, 35 milljónir króna.

67 umsóknir vegna sérstaks átaksverkefnis

Alls bárust 67 umsóknir til sérstaks átaksverkefnis Kvikmyndasjóðs vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og alls var sótt um 904.098.288 kr. Umsóknarfresti lauk 10. maí, en gert er ráð fyrir að úthlutun verði lokið fyrir 1. júní.

Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir eftir styrkumsóknum

Kvikmyndamiðstöð hefur sent frá sér tilkynningu um tilhögum styrkja vegna sérstakrar fjárveitingar til átaksverkefna í ljósi kórónavírusfaraldurins.

Aðgerðir til stuðnings kvikmyndagerð kynntar, nánari útfærsla væntanleg

Vegna afleiðinga farsóttarinnar hafa stjórnvöld kynnnt aðgerðir til stuðnings listum og fela þær meðal annars í sér viðbótarframlag til Kvikmyndasjóðs uppá 120 milljónir, auk þess sem þeir framleiðendur sem þegar hafa fengið vilyrði um endurgreiðslu geta fengið hluta hennar fyrirfram. Von er á nánari útfærslu aðgerða á morgun.

Frá KMÍ vegna COVID-19

Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna kórórnaveirufaraldursins og þeirra áhrifa sem hann hefur á kvikmyndagerðina.

Ekki staðið að fullu við samkomulag um framlög til Kvikmyndamiðstöðvar

Alþingi og stjórnvöld ljúka síðasta legg Samkomulagsins 2016-2019 með því að skera niður hækkun þessa árs um rétt tæpar tíu milljónir króna. Ekki reyndist vilji fyrir sérstöku viðbótarframlagi uppá 250 milljónir króna á tímabilinu þrátt fyrir viljayfirlýsingu þar um í samkomulaginu.

Róbert Douglas ráðinn kvikmyndaráðgjafi

Róbert Ingi Douglas leikstjóri og handritshöfundur hefur verið ráðinn sem kvikmyndaráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Á sama tíma var gengið frá ráðningu Önnu Maríu Karlsdóttur framleiðanda, sem hefur starfað sem kvikmyndaráðgjafi hjá KMÍ í tímabundinni stöðu frá því í júní á þessu ári. Þá hefur Svava Lóa Stefánsdóttir verið ráðin í starf skrifstofumanns og hóf störf í október.

Anna María Karlsdóttir ráðin ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð, Martin Schlüter hættir

Anna María Karlsdóttir framleiðandi hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hún kemur í stað Martin Schlüter sem mun á næstunni láta af störfum.

Tökur hafnar á þáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda

Tökur eru hafnar á heimildaþáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda. Gert er ráð fyrir að sýningar hefjist í byrjun árs 2020 á RÚV. Ásgrímur Sverrisson stjórnar gerð verksins og skrifar handrit. Guðbergur Davíðsson, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson framleiða fyrir Kvikmyndasögur ehf.

Frumvarp um breytingar á kvikmyndalögum lagt fram

Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp sem kveður á um breyt­ingar á kvik­mynda­lög­um. Þar er meðal annars skýrar en áður kveðið á um hverjir geta sótt um styrki og hverskonar verk má styrkja, þá er nýtt ákvæði um sýningarstyrki og ráðningartíma forstöðumanns auk þess sem lagðar eru til ítarlegri reglur um störf ráðgjafa.

Breytingar á kvikmyndalögum fyrirhugaðar, óskað eftir umsögnum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um breytingu á kvikmyndalögum. Drögin lúta sérstaklega að útfærslu ríkisaðstoðar til kvikmynda með tilliti til nýrra reglna frá ESB, en einnig er gerð tillaga um takmarkanir á skipunartíma forstöðumanns og staða Kvikmyndaráðs skýrð. Hægt er að senda inn umsagnir um frumvarpsdrögin til 19. febrúar.

Sigurrós Hilmarsdóttir ráðin framleiðslustjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands

Sigurrós Hilmarsdóttir hefur verið ráðin framleiðslustjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands frá og með næstu mánaðamótum. Starfið var auglýst laust til umsóknar í nóvember s.l. og var hún valin úr hópi 56 umsækjenda.

BÍL: Nauðsynlegt að gera nýja áætlun um eflingu Kvikmyndasjóðs

Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) hefur lagt fram umsögn sína um fjárlagafrumvarpið 2018. Meðal þess sem BÍL leggur til er að framlag til Kvikmyndasjóðs verði nær tvöfaldað og nái 2 milljörðum króna 2020 og að RÚV fái bætta þá skerðingu sem félagið hefur sætt á undanförnum árum.

Engar breytingar á framlögum til kvikmyndamála í nýju fjárlagafrumvarpi

Engar breytingar frá fyrra frumvarpi er að finna í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 varðandi framlög til kvikmyndamála, en hið nýja frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi af nýrri ríkisstjórn nú í desember.

Kvikmyndamiðstöð auglýsir eftir framleiðslustjóra

Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf framleiðslustjóra á vef sínum. Framleiðslustjóri annast umsýslu og afgreiðslu styrkumsókna sem berast stofnuninni vegna kvikmyndagerðar.

Jóhann Ævar: Fáránlegt að leggja handritaskrif fyrir kvikmyndir og sjónvarp að jöfnu

Jóhann Ævar Grímsson handritshöfundur og þróunarstjóri Sagafilm leggur útaf tilkynningu Kvikmyndamiðstöðvar um hækkanir á handrita- og þróunarstyrkjum á Facebook síðu sinni og er ekki sáttur við að sömu heildarupphæðir séu í boði fyrir handritaskrif kvikmynda og þáttaraða.

Hækkanir á handrits- og þróunarstyrkjum

Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur ákveðið að hækka upphæðir handrits- og þróunarstyrkja. Um er að ræða 28% hækkun á handritsstyrkjum fyrir leiknar kvikmyndir í fullri lengd og leikið sjónvarpsefni og 31%  hækkun á handrits- og þróunarstyrkjum fyrir heimildamyndir. Er þessi hækkun á styrkjum nokkuð umfram hækkanir á framlögum til Kvikmyndasjóðs frá árinu 2017 til 2018, sem er 9%.

Hvað með 250 milljón króna vilyrðið?

Hvergi bólar á þeim framlögum til sjóðsins sem vilyrði voru gefin um í Samkomulaginu 2016. Kristinn Þórðarson formaður SÍK segir félagið munu þrýsta á um þessi framlög. Ýmsir kvikmyndagerðarmenn tjá sig um frumvarpið og láta sér fátt um finnast.

Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar hækka samkvæmt samkomulaginu

Í fjárlagafrumvarpinu 2018 sem lagt var fram í dag er gert ráð fyrir að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hækki um 75,8 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs. Þar af hækka kvikmyndasjóðir um 80 milljónir (í samræmi við samkomulagið 2016-19) en rekstrarhlutinn lækkar um tæpar 4 milljónir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR