spot_img

Engar breytingar á framlögum til kvikmyndamála í nýju fjárlagafrumvarpi

Engar breytingar frá fyrra frumvarpi er að finna í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 varðandi framlög til kvikmyndamála, en hið nýja frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi af nýrri ríkisstjórn nú í desember.

Þetta kemur fram á vef Kvikmyndamiðstöðvar og þar er nánar útlistað hvernig framlög skiptast.

Þó er vakin athygli á breytingu sem varðar stöðu kvikmyndagreinarinnar og skapandi greina almennt. Hagstofa Íslands fær 50 m.kr. fjárheimild sem verja skal til þess að bæta hagtölur um húsnæðismál, ferðaþjónustu, menningarmál og skapandi greinar.

Sjá nánar hér: Nýtt fjárlagafrumvarp lagt fram á Alþingi | Fréttir | Kvikmyndamiðstöð Íslands

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR