Hvernig þú finnur rétta framleiðandann

Kvikmyndamiðstöð stendur fyrir námskeiði ætlað handritshöfundum sem hlotið hafa styrk  um hvernig finna skal rétta framleiðandann.

Um þetta segir á vef Kvikmyndamiðstöðvar:

Námskeið á vegum KMÍ 7.-11. mars 2022 ætlað höfundum, í félagi við leikstjóra ef það á við, sem hafa fengið handritsstyrki frá KMÍ fyrir leikið efni og heimildamyndir, og hafa ekki enn gengið til samstarfs við framleiðanda.

Leiðbeinendur Gabriele Brunnenmeyer og Nicholas Davies. Þau hafa um árabil aðstoðað upprennandi handritshöfunda, leikstjóra og framleiðendur við að undirbúa verkefni sín fyrir markaðinn. Þátttakendur læra að greina og undirbúa kynningu á verkefnum sínum, bæði í ræðu og riti. Þátttakendur fá leiðsögn, bæði í hóp og eitt, við gerð einblöðunga og greiningu verkefninu, auk þess sem veitt verður innsýn í hið mikilvægasta; hvernig á að kynna „pitch-a“ og til hverra.

Í lok fimm daga vinnulotu kynna þátttakendur verkefni sín fyrir starfandi framleiðendum og fulltrúum sjónvarpstöðvanna.

Gert er ráð fyrir allt að 10 verkefnum, sem valin verða til þátttöku af leiðbeinendum úr innsendum umsóknum. Mikilvægt er að þátttakendur sjái sér fært að mæta alla dagana og umsækjendum er bent á að kynna sér vel dagskrá námskeiðsins.

Vekjum sérstaka athygli á því að fyrirlestrar leiðbeinenda fyrir hádegi 7. mars verða öllum opnir.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Staðsetning: Bíó Paradís.
Umsóknarfrestur 17. febrúar 2022.
Tilkynnt verður um val á þátttakendum 25. febrúar.
Námskeiðsgjald 15.000,- Innifalið léttur hádegisverður.
Greiða þarf námskeiðsgjald fyrir 28. febrúar.

Handritshöfundar, ásamt leikstjóra ef við á, geta sótt um með verkefni sem hlotið hafa að minnsta kosti einn handritsstyrk frá KMÍ, hvort heldur sem er leikið efni eða heimildamyndir

Skila skal umsóknum á ensku á netfangið – umsoknir@kvikmyndamidstod.is.
Frekari upplýsingar veitir Svava Lóa – svavaloa@kvikmyndamidstod.is

Skila þarf neðangreindum gögnum í einu PDF skjali (20 MB hámark) og allt þarf að vera á ensku

● Söguþráður í einni setningur (logline) og stuttur sögurþráður (short                    synopsis) ½ – 1 bls

● Ítarlegur söguþrárður (treatment) 8-15 bls.

● Greinargerð höfundar: af hverju viltu segja þessa sögu? ½ – 1 bls

● Ferilskrá – einkum að geta um störf í kvikmyndagerð

● Tenglar á fyrri verk, ef við á (allt að 2)

● Stutt bréf (motivation letter) sem skýrir af hverju þú vilt sækja námskeiðið          og hvað þú vonast til að fá út úr því (hám 1 bls)

● Stutt myndband (video presentation), 2-4 mín, þar sem þú kynnir söguna þína og skýrir af hverju þú þarft að segja hana. Við viljum kynnast þér og heyra um verkefnið, ekki hafa áhyggjur af tæknilegum gæðum myndbandsins, það er nægjanlegt að senda upptöku af síma.

Nánar má lesa um þetta á vef KMÍ.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR