Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra í þættinum Þetta helst á Rás 1 þriðjudag 1. október. Þar var hún spurð útí niðurskurðinn á Kvikmyndasjóði og þá gagnrýni sem hann sætir.
Kvikmyndagerðarmenn eru mjög uggandi yfir stöðunni í greininni vegna mikils og stöðugs niðurskurðar Kvikmyndasjóðs, meginstoðar íslenskrar kvikmyndagerðar.
Í Kvikmyndastefnunni frá 2020 var fyrsta mál að efla Kvikmyndasjóð, meginstoð íslenskrar kvikmyndagerðar. Það byrjaði vel en nú, fjórum árum síðar, hefur hann verið skorinn hressilega niður og hefur ekki verið minni síðan niðurskurðarárið 2014. Um leið hefur endurgreiðsluhlutfall verið hækkað verulega til að auka samkeppnishæfni Íslands varðandi erlend stórverkefni. Stækkun þessarar hliðarstoðar nýtur stuðnings í greininni en gríðarlegur niðurskurður Kvikmyndasjóðs er ekki það sem Kvikmyndastefnan gengur útá.
Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir á vefsíðu sinni að gert sé ráð fyrir að svokallað menningarframlag streymisveita muni fara að skila Kvikmyndasjóði fjármunum á árinu 2026 og er áætlað að framlagið muni skila sjóðnum 260 milljónum króna á ári.
Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025 eru áætluð framlög til Kvikmyndasjóðs 1.023,1 m.kr. Í fjárlögum ársins 2024 var framlagið 1.114,8 m.kr. Niðurskurðurinn nemur 8,2%.
Viðkomandi einstaklingur skal hafa faglegan styrk og þekkingu, metnað, frumkvæði, og framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni til að stýra aðkomu stofnunarinnar að framleiðslu og þróun á sviði kvikmyndagerðar.
Enn stendur til að skera niður Kvikmyndasjóð samkvæmt nýbirtri fjármálaáætlun. SÍK hefur sent frá sér tölur sem sýna að sjóðurinn hefur verið skorinn niður um helming á undanförnum árum.
Í samræmi við markmið Kvikmyndastefnu 2020-2030, um aukna sjálfbærni í kvikmyndagerð, hleypir Kvikmyndamiðstöð Íslands af stokkunum tilraunaverkefni til eins árs, þar sem markmiðið er að safna gögnum um kolefnislosun við framleiðslu á völdum verkefnum.
Menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Íslandsstofu og Kvikmyndamiðstöð Íslands stendur fyrir ráðstefnu um efnahagslegt mikilvægi og framtíð kvikmyndagerðar á Íslandi í Hörpu, 5. apríl kl 15:00 – 17:00.
Frumvarp menningar- og viðskiptaráðherra um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001 var samþykkt á Alþingi í gær. Breytingin staðfestir meðal annars nýjan styrkjaflokk innan Kvikmyndasjóðs til lokafjármögnunar á umfangsmiklum leiknum sjónvarpsþáttaröðum.
Í nýju frumvarpi sem Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur lagt fram, er meðal annars gert ráð fyrir starfslaunum til kvikmyndahöfunda. Frumvarpsdrög eru nú í samráðsgátt. Þá stendur yfir umræða á Alþingi um sérstakan sjónvarpssjóð innan kvikmyndasjóðs.
Noemi Ferrer Schwenk hefur verið ráðin sem kvikmyndaráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Noemi hefur starfað á vettvangi kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar í um 25 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af fjármögnun og dreifingu kvikmyndaverka auk ráðgjafar og áætlanagerðar.
Menningarmálaráðherra hefur lagt fram að nýju frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir nýjum styrkjaflokki vegna stærri þáttaraða.
Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar og Anton Máni Svansson formaður SÍK ræða við Nordic Film and TV News um fyrirhugaðan niðurskurð til Kvikmyndasjóðs.
Nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Gísli Snær Erlingsson, mun sitja fyrir svörum á Bransadögum RIFF 2. október kl. 16 í Norræna húsinu og meðal annars ræða sína framtíðarsýn.
Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 eru áætluð framlög til Kvikmyndasjóðs 1.114,3 m.kr. Í fjárlögum ársins 2023 var framlagið 1.288,9 m.kr. Niðurskurðurinn nemur 174,6 milljónum króna eða um 13,5%.
Kvikmyndamiðstöð Íslands óskar eftir að ráða fjölhæfan, áreiðanlegan og drífandi einstakling til að sinna fjölbreyttum verkefnum á skrifstofu miðstöðvarinnar í Reykjavík.
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt í styrkveitingum Kvikmyndamiðstöðvar til leikinna þáttaraða og að kvikmyndasjóður hafi verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið meðan engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk.
Laufey Guðjónsdótir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu viku.
Fjölþætt samskipti Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og hagsmunafélaga kvikmyndagreinarinnar við stjórnvöld fara að verulegu leyti fram í gegnum skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.
Í kjölfar kæru úrskurðaði mennta- og menningarmálaráðuneytið árið 2020 að ákvörðun Kvikmyndamiðstöðvar um að synja framleiðanda kvikmyndar um eftirvinnslustyrk árið 2017 skyldi felld úr gildi. Einnig var kvikmyndaráðgjafi verkefnisins úrskurðaður vanhæfur á grundvelli stjórnsýslulaga. Úrskurðurinn var fyrst opinberaður á dögunum.
Wendy Mitchell fjallar um nýafstaðna Stockfish hátíð í ScreenDaily og gerir meðal annars grein fyrir ávarpi Gísla Snæs Erlingssonar, nýs forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem opnaði sérstaka dagskrá um helstu stuðningskerfi íslensks kvikmyndaiðnaðar síðasta föstudag.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði í dag fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi um frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum fyrir ríkisstjórn. Breytingin varðar framleiðslustyrk til lokafjármögnunar.
Rætt var við Gísla Snæ Erlingsson, nýskipaðan forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, í Kastljósi RÚV í kvöld. Hann var meðal annars spurður um sína sýn á íslenska kvikmyndagerð, hvað væri gott og hverju hann vill breyta.
Grímur Hákonarson leikstjóri og handritshöfundur leggur út af viðtali við Laufeyju Guðjónsdóttur við Nordic Film and TV News þar sem hún ræðir feril sinn. Hann þakkar henni meðal annars fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar.
"Ég er þakklátur fyrir það traust sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur sýnt mér og ég hlakka til að takast á við þetta stóra verkefni," segir Gísli Snær Erlingsson, nýskipaður forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, í stuttu spjalli við Klapptré.
Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur skipað Gísla Snæ Erlingsson í stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hann hefur störf í apríl næstkomandi.
"Þetta hafa verið gefandi ár og ég þakka stjórnvöldum, sem og samstarfsfólki mínu í gegnum tíðina fyrir allt þeirra innlegg í starfsemi KMÍ," segir Laufey Guðjónsdóttir fráfarandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Í dag er síðasti starfsdagur Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, en hún hefur stýrt KMÍ frá 2003. Laufey ræddi við Nordic Film and TV News um reynslu sína.
Þessa dagana stendur yfir ráðningarferli nýs forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Kvikmyndaráð og sérstök hæfnisnefnd koma að ferlinu en endanleg ákvörðun er í höndum ráðherra. Klapptré fór yfir ferlið með Skúla Eggert Þórðarsyni ráðuneytisstjóra Menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
María Sólrún Sigurðardóttir leikstjóri, handritshöfundur og fyrrum ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands birtir grein þar sem hún veltir vöngum yfir því hvort stefnubreytingar sé að vænta í áherslum Kvikmyndamiðstöðvar.
Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.
Alls bárust 15 umsóknir um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Umsóknarfrestur rann út þann 12. desember síðastliðinn. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 18. febrúar 2023.
Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að stefnt sé að því að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs um 250 milljónir króna.
Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður hefur birt grein á Vísi þar sem hann gagnrýnir harðlega vinnubrögð Kvikmyndamiðstöðvar Íslands varðandi meðferð umsókna og ýmislegt annað.
Kvikmyndamiðstöð Íslands blæs til ráðstefnu dagana 27.-28. október þar sem margrómaðir fræðimenn, framleiðendur og þróunarstjórar beggja vegna Atlantsála veita leiðsögn og innsýn í þróun og framleiðslu barnaefnis.
Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent.
Dagana 7.-9. desember fer fram námskeið í Reykjavík um sjálfbærni í kvikmyndagerð. Green Film og Torino Film Lab standa fyrir námskeiðinu, í samstarfi við Creative Europe, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Íslandsstofu og Film in Iceland.
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segir í viðtali við fréttastofu RÚV að hún sé að skoða hvernig sé hægt að tryggja að innlend kvikmyndaverkefni sem þegar eru komin af stað stöðvist ekki.
Ingibjörg Reynisdóttir leikari og rithöfundur með meiru hefur sent frá sér langa grein þar sem hún lýsir samskiptum sínum við Kvikmyndasjóð undanfarin áratug.
Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti heiðursverðlaun ÍKSA og kynnti framlag Íslands til Óskarsins á Edduverðlaununum í gærkvöldi. Hún byrjaði á því að ávarpa kvikmyndabransann í tengslum við þann mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu.