Segir á vef Kvikmyndamiðstöðvar:
Kvikmyndamiðstöð mun framvegis senda umsækjendum um styrki til kvikmyndagerðar listrænt mat ráðgjafa um leið og það liggur fyrir. Með þessari breytingu gefst umsækjendum tækifæri til að koma á framfæri skriflegum athugasemdum varðandi matið áður en forstöðumaður tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingu.
Fundir vegna umsókna einstakra verkefna í Kvikmyndasjóð leggjast af. Slíkir fundir geta torveldað framkvæmd leiðbeiningaskyldu innan ramma stjórnsýslulaga og skapað hættu á að jafnræðisregla sé ekki tryggð í samskiptum við umsækjendur. Af þessum sökum eru allar leiðbeiningar um umsóknarferlið veittar með almennum hætti, til að tryggja jafnræði og gagnsæi í meðferð umsókna.
Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði, með hliðsjón af öllum fyrirliggjandi gögnum, forgangsröðun og fjárhagsstöðu sjóðsins, sbr. 7.gr. kvikmyndalaga nr. 137/2001.
Hægt er að senda fyrirspurnir vegna fyrirhugaðrar breytingar á umsoknir@kvikmyndamidstod.is.