Stuttmyndin O (Hringur) verðlaunuð í Tampere

Stuttmyndin O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson, hlaut áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Tampere í Finnlandi, sem er stærsta stuttmyndahátíðin á Norðurlöndum.

Verðlaunin voru afhent laugardaginn 8. mars. Þetta eru fjórðu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar og er hún í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025.

Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið. Framleiðandi myndarinnar er Heather Millard.

O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hefur verið á ferðalagi um heiminn síðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR