spot_img

Kvikmyndamiðstöð kynnir nýjan vef og breytingar á umsóknarferli

Kvikmyndamiðstöð Íslands kynnir nýjan vef og breytt fyrirkomulag við styrkveitingar föstudaginn 7. nóvember kl. 14 í Bíó Paradís.

Segir í tilkynningu:

Á nýjum vef Kvikmyndamiðstöðvar verður boðið upp á skýrari leiðir að efni, uppfærðar leiðbeiningar fyrir umsækjendur og styrkþega, ásamt betra yfirliti yfir starfsemi miðstöðvarinnar – allt innrammað í nýju viðmóti. Þá verða einnig kynntar breytingar sem unnið hefur verið að á undanförnum misserum með það að markmiði að auka gegnsæi og skilvirkni í úthlutun styrkja. Á kynningunni verður farið yfir helstu áherslur í þróun vefsins og hvernig hann þjónar bæði kvikmyndageiranum og áhugafólki um íslenskar kvikmyndir. Öll áhugasöm eru velkomin og léttar veitingar í boði.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR