Ingibjörg hefur reynslu af bæði stjórnun og listrænni stjórnun kvikmyndahátíða. Hún er einn stofnenda alþjóðlegu heimildamyndahátíðarinnar IceDocs á Akranesi og var stjórnandi hennar frá 2018-2024.
Ingibjörg hefur sinnt ráðgjöf á vinnustofum og setið í dómnefndum heimildamyndahátíða. Hún er einnig einn stofnenda alþjóðlega sölu og dreifingarfyrirtækisins Open Kitchen Films sem er með aðsetur í Marseille.