Hér að neðan er að finna samantekt á alþjóðlegum verðlaunum til íslenskra kvikmynda 2024.
Leiknar kvikmyndir
Ljósbrot
- Sophia Olsson kvikmyndatökustjóri hlaut Golden Rooster verðlaun Kínversku kvikmyndaakademíunnar fyrir besta listræna framlagið í alþjóðlegri kvikmynd.
- Elín Hall hlaut Angela-verðlaunin á Evrópsku kvikmyndahátíðinni Subtitle í Kilkenny á Írlandi.
- Outlook verðlaunin sem veitt eru af dómnefnd háskólanema á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cork á Írlandi.
- Evalotte Oosterop hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyrir förðun og hár.
- Elín Hall valin besta leikkonan á Kvikmyndahátíðinni í Chicago.
- Verðlaun samtaka evrópskra kvikmyndahátíða fyrir yngri áhorfendur á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Schlingel í Þýskalandi.
- Besta mynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Nuuk á Grænlandi.
- Besta norræna kvikmyndin á Oslo Pix hátíðinni í Noregi.
- Rúnar Rúnarsson hlaut leikstjórnarverðlaunin á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu.
- Aðalverðlaun hátíðarinnar Cinehill í Króatíu.
- Verðlaun gagnrýnenda, Cinehill í Króatíu.
- Verðlaun dómnefndar unga fólksins, Festival du Film de Cabourg í Frakklandi.
-
Interfilm kirkjuverðlaunin á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Lübeck.
Tilverur
- Ninna Pálmadóttir valin besti leikstjórinn á Music & Cinema hátíðinni í Marseille í Frakklandi.
- Sérstök viðurkenning dómnefndar á 21. Golden Apricot International Film Festival í Jerevan í Armeníu.
Heimildamyndir:
The Day Iceland Stood Still
- Valin besta heimildamyndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Lübeck.
Heimaleikurinn
- Valin besta heimildamyndin af áhorfendum á Sydney Film Festival í Ástralíu.
- Áhorfendaverðlaunin á Glasgow Film Festival í Skotlandi (aðalverðlaun hátíðarinnar).
-
Dómnefndarverðlaunin „Your Desire“ fyrir bestu heimildarmyndina á Budapest International Documentary Festival í Ungverjalandi.
-
„Golden Whistle“ verðlaunin fyrir bestu mynd hátíðarinnar á New York Kicking and Screening Football Film Festival í Bandaríkjunum.
Draumar, konur og brauð
- „Outstanding Achievement“ verðlaunin á verðlaunahátíð European Film Union í Glasgow í Skotlandi
Konungur fiðrildanna
- Dómnefndarverðlaunin á Los Angeles Film Invasion hátíðinni í Bandaríkjunum.
Stuttmyndir:
O (Hringur)
- Besta stuttmyndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni í Lübeck í Þýskalandi.
- Besta evrópska stuttmyndin á Valladolid hátíðinni á Spáni.
Sjoppa
- Valin besta alþjóðlega myndin á dansmyndahátíðinni InShadow í Lissabon í Portúgal.
Brúðurin
- Sérstök viðurkenning á PÖFF – Tallinn Black Nights kvikmyndahátíðinni í Eistlandi.
Sætur
- Valin besta norræna stuttmyndin á Buster barna- og ungmennahátíðinni í Danmörku.