Rúnar Rúnarsson: Íslensk kvikmyndagerð verið á miklu skriði en nú eru blikur á lofti

Í kjölfar þess að Ljósbrot hlaut aðalverðlaun Gautaborgarhátíðarinnar í gær, hefur Rúnar Rúnarsson leikstjóri sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu.

Kvikmyndir eru teymisvinna og hef ég verið lánsamur í gegnum tíðina að vinna með frábæru fólki. Ég er stoltur af þeim og því sem við höfum áorkað saman. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið á miklu skriði og hefur það aðeins geta gerst vegna þess að jarðvegurinn, sem varð til við samvinnu ráðamanna, einkaaðila og listafólks, er til staðar. En nú eru blikur á lofti og ef kvikmyndasjóður verður fjársveltur næstu ár að þá mun þetta mikla uppbyggingarstarf fara í súginn. Vona að ný ríkisstjórn vindi ofan af þessari þróun.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR