HeimEfnisorðÍsold Uggadóttir

Ísold Uggadóttir

The Guardian um ANDIÐ EÐLILEGA: Sláandi sterk frumraun

Fjallað er um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttir í greinaflokki The Guardian, My Streaming Gem, sem dregur fram áhugaverðar kvikmyndir á streymisveitum. "Þetta er afar hjartnæm frásögn sem beinir sjónum að þeirri mannlegu þjáningu sem innflytjendastefna í vestrænum ríkjum skapar," skrifar George Fenwick.

Ísold, Halldóra og Davíð Þór verðlaunuð vestanhafs

Ísold Uggadóttir var valin besti leikstjórinn fyrir mynd sína Andið eðlilega á verðlaunahátíð Chlotrudis Society for Independent Film í Massachussets í Bandaríkjunum um liðna helgi. Halldóra Geirharðsdóttir var einnig valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Kona fer í stríð og Davíð Þór Jónsson fékk einnig verðlaun fyrir tónlist í sömu mynd.

[Stikla] Heimildamyndin „Svona fólk“ frumsýnd

Heimildarmyndin Svona fólk eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur var frumsýnd í Bíó Paradís í gær en almennar sýningar hefjast í dag. Myndin fjallar um baráttu íslenskra homma og lesbía fyrir fullum lagalegum mannréttindum. Sú saga er um margt sérstök og óvenjuleg segir í kynningu, en fáir minnihlutahópar hafa náð jafn langt á eins skömmum tíma og fá samfélög í heiminum tekið eins snöggum stakkaskiptum.

Ísold Uggadóttir verðlaunuð í Hollandi

Ísold Uggadóttir leikstjóri Andið eðlilega hlaut um síðustu helgi verðlaun fyrir sérstakt framlag til norrænna kvikmynda á Noordelijk Film Festival í Leeuwarden í Hollandi. Þetta eru níundu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar sem frumsýnd var snemma á þessu ári.

„Andið eðlilega“ fær verðlaun í Aþenu

Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hlaut á dögunum áhorfendaverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Aþenu. Þetta eru áttundu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

„Andið eðlilega“ verðlaunuð á Michael Moore hátíð

Andið eðli­lega eftir Ísold­ Ugga­dótt­ur hlaut á dögunum Roger Ebert-verðlaun­in fyr­ir bestu frum­raun leik­stjóra á Tra­verse City-kvik­mynda­hátíðinni, sem hald­in er í Michigan í Banda­ríkj­un­um.

Ísold Uggadóttir: Þegar kona er gott stöff

Auður Jónsdóttir rithöfundur ræðir við Ísoldu Uggadóttur kvikmyndaleikstjóra í Kjarnanum um Andið eðlilega og hlutskipti kvikmyndagerðarmannsins.

Fréttablaðið um „Andið eðlilega“: Nístandi fagurt tímamótaverk

"Ísold Uggadóttir segir mikla og áhrifaríka sögu á töfrandi hátt og lætur engan ósnortinn," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur. Myndin fær fjórar stjörnur.

Hugrás um „Andið eðlilega“: Á skjön við kerfið

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar á Hugrás um kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega og segir hana ánægjulega viðbót við íslenska kvikmyndaflóru af tveimur ástæðum: annars vegar sem vandað listaverk, hins vegar taki hún á brýnum samfélagsmálum.

Lestin á Rás 1 um „Andið eðlilega“: Vel smíðað drama sem dregur fram hið mannlega

"Á brýnt erindi hér heima fyrir jafnt sem erlendis, en efni hennar dregur fram hið mannlega sem passar ekki alltaf inn í svart-hvítan ramma laganna," segir Gunnar Theodór Eggertsson í Lestinni á Rás 1 um Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur.

Vísir um „Andið eðlilega“: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum

"Lágstemmd og hjartnæm lítil saga sem forðast helstu klisjur og óþarft melódrama," segir Tómas Valgeirsson á Vísi um Andið eðlilega Ísoldar Uggadóttur og gefur henni fjórar stjörnur.

Morgunblaðið um „Andið eðlilega“: Landamærin í lífinu

Brynja Hjálmsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur og segir hana ákaflega haganlega smíðaða. Hún gefur myndinni fjórar og hálfa stjörnu.

Ísold Uggadóttir: Maður er alltaf að berjast við sjálfan sig

Ísold Uggadóttir ræðir við Fréttablaðið um kvikmynd sína Andið eðlilega sem tekur á hitamálum samtímans, fátækt, flóttamannavandanum og veruleika hinsegin fólks. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í mars.

Litanotkun og hljóðheimur í „Andið eðlilega“

Ísold Uggadóttir ræðir við vefinn No Film School um vinnuaðferðir sínar við gerð kvikmyndarinnar Andið eðlilega og sérstaklega um sköpun hins kalda andrúmslofts myndarinnar gegnum liti og hljóð.

„Andið eðlilega“ fær gagnrýnendaverðlaunin í Gautaborg

Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hlaut FIPRESCI gagnrýnendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lýkur í dag. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, sem fyrir nokkrum dögum var heimsfrumsýnd á Sundance hátíðinni þar sem Ísold hlaut leikstjórnarverðlaun í flokki erlendra mynda.

Cineuropa um „Andið eðlilega“: Svona er kerfið

Vassilis Economou skrifar í Cineuropa um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur sem var valin besti erlendi leikstjórinn á nýliðinni Sundance hátíð. Hann segir myndina koma fyrir sem einarða lýsingu á lítt þekktum félagslegum aðstæðum á Íslandi.

Ísold Uggadóttir fær leikstjórnarverðlaun fyrir „Andið eðlilega“ á Sundance

Ísold Uggadóttir hlaut í gærkvöldi leikstjórnarverðlaunin í flokki erlendra mynda á Sundance hátíðinni fyrir bíómyndarfrumraun sína Andið eðlilega. Myndin var frumsýnd á hátíðinni og því eru þetta fyrstu verðlaun myndarinnar.

Variety um „Andið eðlilega“: Grípandi mannlegar klemmur

Alissa Simon skrifar í Variety um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur sem nú er sýnd á Sundance hátíðinni. Simon segir myndina afar vel leikið raunsæislegt drama sem snerti á málum sem nú séu efst á baugi.

Ísold Uggadóttir í viðtali: Hlustaðu á innsæið

Ísold Uggadóttir er í viðtali við vefsíðuna Women and Hollywood þar sem hún ræðir um mynd sína Andið eðlilega, sem frumsýnd er á Sundance hátíðinni í dag.

Screen um „Andið eðlilega“: Lágstemmd, hjartnæm og örugg

Fyrsta umsögn um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hefur birst hjá Screen. Myndin verður frumsýnd á mánudag á Sundance hátíðinni en gagnrýnendasýning hefur þegar farið fram. Allan Hunter, gagnrýnandi Screen, segir myndina lágstemmda, hjartnæma og framsetta af öryggi.

„Andið eðlilega“: Algjör kvennasprengja

Morgunblaðið birtir viðtal við Ísold Uggadóttur leikstjóra og handritshöfund kvikmyndarinnar Andið eðlilega, sem frumsýnd verður á Sundance hátíðinni í janúar. Einnig er rætt við Kristínu Þóru Haraldsdóttur, aðra aðalleikkonu myndarinnar.

„Andið eðlilega“ í aðalkeppni Sundance

Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni Sundance kvikmyndahátíðarinnar í janúar.

20 nýjar heimildamyndir á Skjaldborg, 10 verk í vinnslu, dómnefndarverðlaun bætast við

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram 2.-5. júní næstkomandi á Patreksfirði. Tilkynnt hefur verið um þær myndir sem taka þátt í hátíðinni, en hún er nú haldin í tólfta sinn.

Bíómyndum og þáttaröðum eftir konur fjölgar

Von er á að minnsta kosti fjórum bíómyndum á næsta ári í leikstjórn og eftir handriti kvenna. Einnig hafa tvær kvikmyndir sem stýrt verður af konum fengið vilyrði um framleiðslustyrk og von er á að minnsta kosti tveimur þáttaröðum þar sem konur eru við stjórn. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur.

Sérstök sýning á „Where To Invade Next“, Michael Moore svarar spurningum eftir sýningu

Bíó Paradís stendur fyrir sérstakri kvikmyndasýningu á nýjustu mynd Michael Moore, Where to Invade Next, kl. 16:00 föstudaginn 29. júlí. Ókeypis er inn og allir velkomnir. Hluti myndarinnar var tekin var upp hér á landi síðastliðið vor. Að sýningu lokinni verða lifandi umræður í gegnum Skype með sjálfum Michael Moore, stjórnanda myndarinnar.

Zik Zak með Sólveigu og Ísold í Cannes

Zik Zak kvikmyndir er meðframleiðandi að mynd Sólveigar heitinnar Anspach, Sundáhrifin (The Together Project), sem sýnd er á Director's Fortnight í Cannes. Zik Zak kynnir einnig verk Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, sem fer í tökur í september.

„Andið eðlilega“ fær stuðning frá Svíum og Belgum

Andið eðlilega, fyrsta kvikmynd Ísoldar Uggadóttur í fullri lengd, fer í tökur í haust. Myndin hefur nú hlotið stuðning frá kvikmyndasjóðum Svíþjóðar og Belgíu auk hins íslenska.

„Andið eðlilega“ á meðframleiðslumessu í Les Arcs

Fyrsta bíómynd Ísoldar Uggadóttir, Andið eðlilega, sem fengið hefur vilyrði frá KMÍ 2016, er meðal 25 verkefna sem valin hafa verið á meðframleiðslumessu kvikmyndahátíðarinnar Les Arcs í Frakklandi.

„Andið eðlilega“ Ísoldar Uggadóttur fær vilyrði 2016

Ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, hefur hlotið 80 milljón króna vilyrði til framleiðslu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Kvikmynd um fyrsta kvenforseta heims í burðarliðnum

Framleiðandinn Rakel Garðarsdóttir (Vesturport), leikkonan og handritshöfundurinn Nína Dögg Filipusdóttir og leikstjórinn Ísold Uggadóttir sóttu kvikmyndahátíðina í Cannes á dögunum þar sem þær kynntu bíómyndarverkefni sitt um Vigdísi Finnbogadóttur og kjör hennar sem fyrsta kvenforseta heimsins.

Friðrik Þór kjörinn formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra

Á aðalfundi Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) sem fram fór s.l. föstudagskvöld var Friðrik Þór Friðriksson kjörinn formaður samtakanna. Ragnar Bragason, sem verið hefur formaður síðastliðin fjögur ár, fór úr stjórn og í stað hans kom Ísold Uggadóttir. Að öðru leyti er stjórn óbreytt frá því sem var. Hana skipa því auk Friðriks og Ísoldar, Óskar Jónasson, Hilmar Oddsson og Silja Hauksdóttir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR