HeimEfnisorðHafsteinn Gunnar Sigurðsson

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

Leikstjórar gagnrýna málflutning ráðherra

Leikstjórarnir Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir birta nýja grein á Vísi þar sem þau gagnrýna málflutning Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra í tengslum við niðurskurð Kvikmyndasjóðs.

Leikstjórar segja vegið að íslenskri kvikmyndagerð

Leikstjórarnir Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir birta á Vísi harðorða gagnrýni á niðurskurð Kvikmyndasjóðs.

Lestin um NORTHERN COMFORT: Gaman að sjá íslenska grínmynd sem einbeitir sér að vitleysisgangi

„Hafsteini tekst mjög vel að búa til skemmtilega karaktera sem er virkilega gaman að fylgjast með skjóta sig aftur og aftur í fótinn,“ segir Kolbeinn Rastrick í Lestinni um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.

Morgunblaðið um NORTHERN COMFORT: Mót kvíðasjúklinga

"Of almenn og sker sig þar af leiðandi ekki úr, en burtséð frá því þá er hún mjög fín grínmynd," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.

NORTHERN COMFORT fær góðar viðtökur í Frakklandi

Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson (Afturelding, Undir trénu) var frumsýnd í frönskum kvikmyndahúsum um síðastliðna helgi. Myndinni var dreift í yfir 50 bíósali víðsvegar um Frakkland og hafa viðtökur verið góðar.

AFTURELDING fær góð viðbrögð í Svíþjóð

Sænski sjónvarpsgagnrýnandinn Kjell Häglund setur þáttaröðina Aftureldingu í fyrsta sæti yfir áhugavert nýtt sjónvarpsefni þessa dagana. Þættirnir eru nú sýndir á SVT, sænska ríkissjónvarpinu.

NORTHERN COMFORT selst víða um heim

Franska sölufyrirtækið Charades hefur selt sýningarrétt á Northern Comfort Hafsteins Gunnars Sigurðssonar víða um heim. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í haust, en í júní verður hún sýnd á Transylvania hátíðinni í Rúmeníu.

Hafsteinn Gunnar og Dóri DNA ræða AFTURELDINGU

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) ræddu við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um þáttaröðina Aftureldingu, en sýningar hefjast á páskadag á RÚV.

[Klippa] Sölufyrirtækið Charades selur NORTHERN COMFORT

Franska sölufyrirtækið Charades mun selja nýjustu mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort, á heimsvísu. Klippa úr myndinni hefur verið birt í tengslum við heimsfrumsýningu myndarinnar á South by Southwest (SXSW) hátíðinni í Austin, Texas á sunnudag.

Þáttaröðin AFTURELDING fær um 20 milljóna króna styrk frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Afturelding hlaut á dögunum um 20 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Zik Zak framleiðir þættina sem fara í tökur í haust og verða sýndir á RÚV á næsta ári.

Tökur hafnar á NORTHERN COMFORT, Timothy Spall og Sverrir Guðnason í helstu hlutverkum

Tökur eru hafnar við Mývatn á Northern Comfort, fyrstu bíómynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar á ensku. Grímar Jónsson framleiðir fyrir Netop Films. Hinn kunni breski leikari Timothy Spall fer með eitt aðalhlutverka ásamt Sverri Guðnasyni og Lydia Leonard.

Enn bólar ekkert á kvikmyndanámi á háskólastigi

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru orðnir langeygir eftir því að námi í kvikmyndagerð á háskólastigi verði komið á hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu verður ný kvikmyndastefna kynnt á næstunni, þar sem meðal annars verður fjallað um menntun.

„Undir trénu“ verðlaunuð í Rúmeníu

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hlaut aðalverðlaun Anonimul kvikmyndahátíðarinnar sem haldin var við Svartahafið í Rúmeníu um síðastliðna helgi. Verðlaunin voru veitt af áhorfendunum og var Hafsteinn Gunnar viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Þetta eru 8. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson valin besti leikstjórinn fyrir „Undir trénu“ á Skip City hátíðinni í Japan

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hlaut leikstjórnarverðlaunin fyrir mynd sína Undir trénu á Skip City International D-Cinema Festival í Japan, sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru fimmtu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

„Undir trénu“ sýnd í kvikmyndahúsum víða um heim

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson má sjá í pólskum, norskum, sænskum, belgískum og hollenskum kvikmyndahúsum þessa dagana. Myndin hefur fengið mjög góðar viðtökur og fær meðal annars 5 stjörnur hjá gagnýnanda NRK í Noregi og 4 stjörnur í Aftenposten.

RÚV Menning um „Síðustu áminninguna“: Síðasta – og kannski eina áminningin

„Það eru ekki margar íslenskar myndir eins og Síðasta áminningin og vafalaust mættu þær vera miklu, miklu fleiri,“ segir kvikmyndagagnrýnandinn Nína Richter um nýja heimildarmynd eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson.

Heimildamyndin „Síðasta áminningin“ frumsýnd 12. júní

Heimildamyndin Síðasta áminningin eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Guðmund Björn Þorbjörnsson verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 12. júní. Í myndinni er sjálfsmynd og hugarfar Íslendinga skoðað út frá sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og rætt er við þrjá leikmenn liðsins og aðra þjóðþekkta einstaklinga.

„Undir trénu fær verðlaun í Denver

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar Denver Film Festival sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru fjórðu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

„Undir trénu“ verðlaunuð í Zurich

Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Zurich Film Festival sem lýkur í kvöld. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

„Undir trénu“ fær leikstjórnarverðlaun á Fantastic Fest í Texas

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson var valinn besti leikstjóri gamanmyndar (Undir trénu) á Fantastic Fest hátíðinni í Austin, Texas sem lauk í gær. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

„Undir trénu“ framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands á Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári samkvæmt úrslitum kosningar meðlima Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni sem lauk á miðnætti í gær.

Variety um „Undir trénu“: Kolbikasvört úthverfakómedía

"Smáborgaraleg togstreita er skrúfuð upp í annarlegar öfgar þannig að maður stendur á öndinni," skrifar Guy Lodge frá Toronto hátíðinni í Variety um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar og bætir við: "Það sem myndina skortir í hinum fínni blæbrigðum bætir hún upp í einbeittum vilja til að láta allt flakka."

Lestin á Rás 1 um „Undir trénu“: Eins og tvær ólíkar kvikmyndir

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar í Lestinni á Rás 1 og segir meðal annars: "Ég fékk á tilfinninguna að myndin vissi ekki alveg hvaða sögu hún hafði meiri áhuga á að segja – þessa um unga manninn sem þarf að horfast í augu við skilnað eða þessa um erjurnar sem taka að snúast um margt annað en bara tignarlegt tréð."

RÚV um „Undir trénu“: Ástarsaga úr skandinavíska raunsæiseldhúsinu

Undir trénu er ástarsaga úr skandínavíska raunsæiseldhúsinu. Spurningar um eðli sambanda, væntingar til maka og fjölskyldu og lífsins sjálfs eru meðal þess sem er velt við og skoðað, og er spurningunum í einhverjum tilfellum svarað af mikilli næmni, en án allrar væmni," segir Nína Richter á Rás 2 RÚV meðal annars og gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu.

DV um „Undir trénu“: Hláturinn og samviskubitið

"Undir trénu snertir á flestum þeim mannlegu tilfinningum sem til eru. Maður hlær, verður sorgmæddur, verður vandræðalegur, fyllist óhug og meira segja ógleði," segir Kristinn H. Guðnason í DV.

Cineuropa um „Undir trénu“: Rústið náunga yðar

Vassilis Economou skrifar á Cineuropa um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar og segir hana þurra og dökka háðsádeilu um niðurbrot félagslegra og persónulegra samskipta.

Fréttablaðið um „Undir trénu“: Gott að eiga góða granna

Tómas Valgeirsson skrifar í Fréttablaðið um Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og segir hana brakandi ferska kómedíu í dekkri kantinum. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur.

Screen um „Undir trénu“: Óvægin og gamansöm

Sarah Ward hjá Screen skrifar um Undir trénu Hafsteins Gunars Sigurðssonar frá Feneyjahátíðinni. Hún segir myndina meðal annars óvægna í skarpskyggni sini sem og skrautlega í gamanseminni. Þáttur Eddu Björgvinsdóttur er sérstaklega dregin fram.

„Undir trénu“ í keppni í Feneyjum

Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar hefur verið valin til þátttöku í Orrizonti keppni Kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum sem er hluti af aðaldagskrá hennar. Feneyjahátíðin er stofnuð 1932 og því sú elsta sinnar tegundar, ein af hinum þremur stóru ásamt Cannes og Berlín. Hún verður haldin í 74. skiptið í ár dagana 30. ágúst til 9. september.

[Stikla] „Undir trénu“ frumsýnd 23. ágúst

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, verður frumsýnd þann 23. ágúst næstkomandi. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð og má sjá hér.

„Undir trénu“ og „Tom of Finland“ meðal 19 evrópskra titla sem freista munu hátíða á árinu

Screen birtir lista yfir 19 evrópskar myndir sem sagðar eru freista hátíða á árinu. Þeirra á meðal er væntanleg mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu og einnig finnska myndin Tom of Finland þar sem Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda.

Bac Films dreifa „Undir trénu“ í Frakklandi

New Europe Film Sales hefur selt dreifingarréttinn í Frakklandi á kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu til Bac Films, eins helsta dreifingaraðila þar í landi.

Tökur hafnar á „Undir trénu“

Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar (París norðursins). Myndin gerist í Reykjavík samtímans og skartar þeim Steinda Jr., Sigurði Sigurjónssyni, Eddu Björgvinsdóttur, Þorsteini Bachmann og Selmu Björnsdóttur í aðalhlutverkum.

Eurimages styrkir „Undir trénu“ um 30 milljónir króna

Eurimages veitti á dögunum 29 evrópskum samframleiðsluverkefnum styrki sem nema alls 7,239,000 evrum eða tæpum milljarði króna. Bíómyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Sigurðssonar hlaut styrk uppá 213,000 evrur eða um 30 milljónir króna.

„Undir trénu“ fær tæpar tuttugu milljónir frá Norræna sjóðnum

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn veitti á dögunum kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu, 19.4 milljóna króna styrk. Steindór Hróar Steindórsson, Steindi jr., fer með aðalhlutverkið í myndinni.

„Á annan veg“ endurgerð í Noregi

Kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Á annan veg (2011) verður endurgerð í Noregi. Hún hefur áður verið endurgerð í Bandaríkjunum.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Halldórsson fá RÚV-styrk til að skrifa þáttaröð

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Halldórsson hlutu í dag styrk úr Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensen hjá RÚV til að skrifa sjónvarpsþáttaröðina Aftureldingu. Styrkurinn nemur 2,8 milljónum króna.

„París norðursins“ ágætlega tekið í Danmörku

París norðursins, kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar sem frumsýnd var í fyrra, er nú til sýnis í 11 kvikmyndahúsum í Danmörku. Hér eru brot úr umsögnum nokkurra danskra fjölmiðla um myndina.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR