HeimEfnisorðHafsteinn Gunnar Sigurðsson

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

„Tréð“ hlýtur þróunarstuðning á franskri hátíð

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð tóku þátt í þróunarsamkeppni á kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um helgina með sitt nýjasta verkefni, Tréð. Um er að ræða kvikmynd í fullri lengd - drama/þriller sem fjallar um nágrannadeilu sem fer gjörsamlega úr böndunum.

„París norðursins“ tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna á Chicago hátíðinni

París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna, nýrra verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago sem stofnuð voru til heiðurs kvikmyndagagnrýnandanum Roger Ebert.

„París norðursins“ á blússandi siglingu

París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er á góðri siglingu þessa dagana, bæði hvað varðar aðsókn og viðbrögð. Myndin er nú í efsta sæti aðsóknarlista SMÁÍS eftir aðra sýningarhelgi og fór upp um eitt sæti milli vikna sem er vísbending um að hún sé að spyrjast vel út.

Morgunblaðið um „París norðursins“: Kviðfeðgar á Flateyri

Davíð Már Stefánsson fer á kostum í Morgunblaðinu í umfjöllun sinni um París norðursins og segir ekkert því til fyrirstöðu að hún slái í gegn.

Stikla fyrir „París norðursins“ er hér

París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson verður frumsýnd 5. september. Með helstu hlutverk fara Björn Thors Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir.

Screen hrósar „París norðursins“ í hástert á Karlovy Vary

Mark Adams hjá Screen skrifar um París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson sem heimsfrumsýnd var í gærkvöldi á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Adams er hæstánægður með myndina og segir hana koma sterklega til greina í verðlaunasæti á hátíðinni.

Íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu í Gautaborg

Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.

Hafsteinn Gunnar um „Prince Avalanche“

Djöflaeyjan ræddi við Hafstein Gunnar Sigurðsson leikstjóra Á annan veg um hina bandarísku endurgerð myndarinnar sem verður frumsýnd hér á landi á föstudag.

RIFF gusa Hafsteins Gunnars

DV birtir hátíðargusu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar leikstjóra sem hann flutti á opnun RIFF í gærkvöldi. Hafsteinn vinnur nú að eftirvinnslu myndar sinnar París norðursins....
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR