Velta í framleiðsluhluta kvikmyndagreinarinnar 2018 var tæpir 13,6 milljarðar sem er um 2,1 milljarði króna hærra en 2016 (11,5 milljarðar). Aukningin nemur um 20% milli ára.
"Það er óhætt að tala um sérstakt blómaskeið í íslenskum kvikmyndum. Íslenskur leikstjóri hlýtur Norðurlandaverðlaunin fyrir báðar sínar fyrstu bíómyndir, myndir annarra vekja einnig verðskuldaða athygli og hljóta alls kyns viðurkenningar víða um heim. Ef við værum að tala um fótbolta, þá stæði þjóðin á öndinni af stolti yfir sínu fólki," segir Ágúst Guðmundsson leikstjóri í grein í Vísi og hvetur til þess að meira fjármagni verði varið til Kvikmyndasjóðs.
Forsvarsmenn hagsmunafélaga kvikmyndagreinarinnar hafa sent frá sér opið bréf til alþingismanna þar sem skorað er á þá að auka framlög til sjónvarpshluta Kvikmyndasjóðs, en þaðan er veitt fé til gerðar leikinna þáttaraða.
Að vera leikstjóri eða handritshöfundur í Evrópu (Ísland þar með talið) er að meðaltali frekar illa borgað og starfsöryggi lélegt. Tekjur ná hámarki um og uppúr fimmtugu en fara síðan hratt lækkandi. Tekjur kvenna eru áberandi minni. Samt geta flestir ekki hugsað sér að gera eitthvað annað. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök evrópskra kvikmyndaleikstjóra (FERA) og Samtök handritshöfunda í Evrópu (FSE) létu gera. Bráðabirgðaniðurstöður hafa verið kynntar og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram.
Ása Helga Hjörleifsdóttir ræddi við Reykjavik Grapevine síðasta haust um mynd sína Svaninn, sem og íslensku kvikmyndasenuna. Hér eru brot úr viðtalinu sem snúa að því síðarnefnda.
Leikstjórar íslenskra kvikmyndaverka; bíómynda, heimildamynda, stuttmynda og sjónvarpsverka - eru stærri hópur en kannski mætti halda. Alls eru 132 slíkir taldir til á síðum Klapptrés síðan miðillinn fór í loftið um miðjan september 2013. Þar af eru 46 þeirra konur, eða rúmur þriðjungur.
Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar námu rúmum einum og hálfum milljarði 2016 og hafa aldrei verið hærri. 70% af endurgreiðslunni fóru til erlendra verkefna, 29% til innlendra og 1% til samframleiðslu.
Velta í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis nam alls tæplega 20 milljörðum króna á árinu 2016 og hefur aldrei verið hærri eins og sjá má af meðfylgjandi grafi. Aukning frá fyrra ári nemur hvorki meira né minna en 83,6%.
Félag kvikmyndagerðarmanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að kvikmyndagerðarmönnum bjóðist að leigja pláss í Gufunesi, en þar mun hugmyndin vera að byggja upp svokallaðan kvikmyndaklasa.
Guðný Guðjónsdóttir, fráfarandi forstjóri Sagafilm, segir í samtali við Viðskiptablaðið að íslenski kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn hafi upplifað gríðarlegan vöxt undanfarinn áratug. Hún segir árangurinn helgast af ýmsum þáttum, einkum endurgreiðslukerfi stjórnvalda, og að á komandi árum muni reyna meira á skapandi hugsun, tækni og aðlögunarhæfni í iðnaðinum.
Í tengslum við nýframlagt fjárlagafrumvarp bendir Hilmar Sigurðsson kvikmyndaframleiðandi á að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar hafi hækkað miklu minna á undanförnum árum en framlög til annarra samkeppnissjóða sem og menningarstofnana á borð við Þjóðleikhúsið og Sinfóníuna. Hann áréttar einnig að mikið vanti uppá að markmiðum samkomulagsins milli stjórnvalda og bransans frá 2006 hafi verið náð.
Kvikmyndaráð fagnar því að samkomulag hafi náðst um íslenska kvikmyndagerð fyrir árin 2016 – 2019. Sameiginlegt markmið þeirra sem koma að þessu samkomulagi er að hér á landi séu gerðar kvikmyndir, heimildamyndir og sjónvarpsefni sem spegla okkar samfélag, gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og forgangsraðað í þágu barnamenningar.
Isold Film & TV Financing er nýr fjármögnunarsjóður fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni sem tekið hefur til starfa. Isold er ætlað að fjármagna endurgreiðslur sem og virðisaukaskattsgreiðslur sem falla til vegna kvikmyndagerðar hér á landi og stefnir einnig að því að koma með áhættufjárfestingu inní innlend verkefni til að klára fjármögnun eftir að styrkir og önnur fjármögnun liggur fyrir. Þá er og fyrirhugað að veita sérstöku fjármagni til kvikmyndaverkefna sem uppfylla skilyrði um umhverfisvernd og jöfn tækifæri milli kynja.
Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, aðjunkts við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag.
Í Samkomulagi um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð árin 2016-2019, sem undirritað var í síðustu viku, er KMÍ gert kleift að auka nokkuð styrkhlutfall á hvert verkefni en ekki er gert ráð fyrir fjölgun þeirra. Leikið sjónvarpsefni býr áfram við skarðan hlut, en vilyrði er gefið um hækkun til sjóðsins á síðari hluta samningstíma.
Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu Sagafilm segir mikinn áhuga fyrir innlendu leiknu efni hjá öllum innlendu sjónvarpsstöðvunum og að erlendir aðilar sýni íslenskri framleiðslu stöðugt meiri áhuga. Þrátt fyrir það situr Kvikmyndasjóður eftir og flöskuháls myndast í íslenskum kvikmyndaiðnaði. Stjórnvöld geta hjálpað til með því að auka framlög í íslenska kvikmyndagerð.
Samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í gær um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð árin 2016– 2019, hækka framlög til Kvikmyndasjóðs um 240 milljónir króna næstu þrjú ár.
Þórhallur Gunnarsson framleiðslustjóri hjá Sagafilm bendir á að sá gríðarlegi vöxtur sem kvikmyndaiðnaðurinn hefur búið við undanfarin ár (með ríflega tvöfaldri veltu í ár miðað við síðasta ár) sé aðallega vegna erlendra verkefna og það sé áhyggjuefni.
Hallgrímur Oddsson skrifar í Kjarnann um ákall forsvarsmanna einkastöðvanna um lagabreytingar til að bregðast við erlendri samkeppni og afnám auglýsinga í RÚV. Hann veltir því meðal annars upp hvort núverandi viðskiptamódel einkastöðvanna eigi sér framtíð, jafnvel þó komið yrði til móts við óskir þeirra.
Velta í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis nam alls tæpum 11 milljörðum króna á árinu 2015 og er það um 30% samdráttur frá árinu 2014, sem var veltumesta ár íslenska kvikmyndaiðnaðarins frá upphafi. Allt stefnir hinsvegar í að 2016 verði stærsta ár í veltu fram að þessu.
Einkareknu ljósvakamiðlarnir á Íslandi hafa sent áskorun til stjórnvalda um að gera "nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði." Er þá bæði vísað til samkeppnisstöðu gagnvart erlendum aðilum og Ríkisútvarpinu.
Breski framleiðandinn Stephen Follows, sem sérhæfir sig í framsetningu gagna og tölulegra upplýsinga um breskan kvikmyndaiðnað, hefur birt grein á vef sínum þar sem hann fer yfir hugsanlega galla og kosti við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Margt af því sem hann nefnir snertir íslenskan kvikmyndaiðnað á einn eða annan hátt.
Alþingi samþykkti í dag ný lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar samþykkt á Alþingi. Endurgreiðslan verður því 25% frá og með næstu áramótum og næstu 5 árin þar á eftir.
Í tengslum við aðalfund sinn þann 26. maí næstkomandi stendur Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fyrir málþingi um fjármála- og tryggingaþjónustu í kvikmyndagreininni með fókus á alþjóðlegar lausnir fyrir íslenskan markað.
Í nýútkominni skýrslu sem Capacent vann fyrir FRÍSK, félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum, kemur meðal annars fram að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur stuðning stjórnvalda við kvikmyndagerð mikilvægan.
Birgir Olgeirsson skrifar á Vísi ítarlega fréttaskýringu um Ísland sem tökustað erlendra kvikmynda og endurgreiðsluna, sem nú stendur til að hækka í 25%. Rætt er við Einar Hansen Tómasson hjá Film in Iceland og Baltasar Kormák.
Magnús Guðmundsson hjá Fréttablaðinu leggur útaf Edduverðlaunum í leiðara og segir 2015 hafa verið ótrúlegt fyrir íslenska kvikmyndagerð. "Þetta er ekkert kvikmyndavor. Þetta er bullandi bíósumar árið um kring þar sem íslenskar kvikmyndir rökuðu til sín yfir hundrað verðlaunum á kvikmyndahátíðum víða um veröldina. Það slagar hátt í verðlaun þriðja hvern dag ársins!"
Hækkun verðlags á Íslandi er orðin áhyggjuefni fyrir íslenska kvikmyndagerð. Með sama áframhaldi gæti þróunin haft áhrif á útfærslu alþjóðlegra kvikmyndaverkefna á Íslandi og jafnvel dregið úr umfangi þeirra. Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður Truenorth, í Morgunblaðinu í dag.
Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla, tjáir sig á Fésbókarsíðu sinni í dag um Netflix og framtíðarhorfur í innlendri dagskrárgerð. Hann leggur útaf umfjöllun Kjarnans sem kallar opnun Netflix fagnaðarefni fyrir neytendur og lýsir áhyggjum sínum af framtíð innlendrar dagskrárgerðar.
Útvarpsgjald mun lækka úr 17.800 krónum í 16.400 krónur á næsta ári samkvæmt nýjustu fréttum. Þetta þýðir um 400 milljóna tekjumissi að sögn RÚV og nemur því heildarhagræðing næsta árs um 500 milljónum. Á móti ákveður ríkisstjórnin að RÚV fái "sérstakt framlag uppá 175 milljónir króna til eflingar innlendrar dagskrárgerðar" eins og það er orðað.
Kvikmyndaframleiðendur fagna frumvarpi um að veita miðastyrki vegna sýninga íslenskra kvikmynda síðustu ár. Þeir gagnrýna þó hvernig staðið er að úthlutuninni og segja mikinn fjármagnskostnað hafa lagst á framleiðendur vegna þess hversu seint staðið er við samkomulag um styrkina.
Fyrirhuguð lækkun útvarpsgjalds um 1.400 krónur þýðir um 400 milljóna króna tekjumissi fyrir RÚV. Ljóst er að það mun fyrst og fremst bitna á dagskrárframboði og vegur sjónvarpshlutinn þar langþyngst. Mörg framleiðslufyrirtæki og einyrkjar í kvikmyndagerð byggja afkomu sína að verulegu leyti á viðskiptum við RÚV. Viðbúið er að þau muni dragast mikið saman.
Variety fjallar um velgengni íslenskra kvikmynda á árinu undir fyrirsögninni "'Íslenskir leikstjórar setja mark sitt á alþjóðlega kvikmyndagerð." Í greininni, sem fjallar að mestu um nýafstaðna RIFF hátíð er sú spurning sett fram hvort Íslendingar muni halda áfram að senda frá sér sífellt betri myndir.
Baltasar Kormákur segir draum sinn að búa til íslenskt fyrirtæki sem geti starfað á alþjóðavettvangi og skilað hagnaði. Þetta kom fram á fundi á Kex hostel á dögunum á vegum Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, þar sem Baltasar ræddi fjármögnun stórra bíómynda, möguleika Íslendinga í alþjóðlegum kvikmyndaheimi og þau miklu áhrif sem aukin tengsl við bandaríska kvikmyndaiðnaðinn geta haft á Íslandi.
Á málþingi sem RIFF stendur fyrir með yfirskriftinni Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? sagðist Baltasar Kormákur oft hafa lent í miklum vandræðum með íslenska bankakerfið, meðal annars við gerð Ófærðar, þótt myndin hafi notið ýmissa styrkja.
Ragnar Bragason bendir á þá staðreynd á Facebook síðu sinni að íslensk kvikmyndagerð eigi einstakan árangur að baki á undanförnum tólf mánuðum og segir hana standa á tímamótum.
Það er ekkert því til fyrirstöðu að koma á jafnrétti í íslenskum kvikmyndum, segir Björn B. Björnsson og bendir á að það sé í höndum kvikmyndabransans.
Friðrik Erlingsson leggur út af umræðunni um kynjakvóta í kvikmyndagerð og segir meðal annars: "Stóra vandamálið í kynjahallanum á úthlutun styrkja frá Kvikmyndamiðstöð er ekki hvort umsækjandi er með kynfærin innvortis eða utanáliggjandi. Stóra vandamálið er skorturinn á skýrum og afmörkuðum vinnureglum fyrir ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar, svo þeir komist ekki lengur upp með að hafa ‘persónulega skoðun’ á umsóknum eða umsækjendum, heldur sé þeim gert að fjalla um þær á faglegan hátt, meta þær samkvæmt faglegri reglu, sem útilokar að persónulegt álit ráðgjafa hafi nokkuð um málið að segja."
Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) er í viðtali við Morgunblaðið í tilefni endurkjörs síns til næstu ára. Hilmar bendir meðal annars á að kvikmyndaframleiðsla hér á landi sé í gríðarlegum vexti, hún skapi nú um 900-1000 ársverk og velti um 15,5 milljörðum, en á síðastliðnum fjórum árum hafi veltan aukist um 300%.
Í opnu bréfi vekur Bergsteinn Björgúlfsson, forseti Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra, athygli á því ófremdarástandi sem ríkir í varðveislu kvikmyndaarfsins.
Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður skrifar pistil í Kjarnann þar sem hann leggur útaf erindi íslenskra sjónvarpsstöðva við Íslendinga. Hann segir sjónvarpsstöðvarnar þurfa að vanda sig betur við val á efni og sérstaklega þurfi að huga að hlut kvenna.
Arnar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður hjá Klapp kvikmyndagerð og einn stofnenda Karolina Fund ræðir íslenska kvikmyndagerð við vefsíðuna moi.is og fer um víðan völl á gagnrýnan máta.
Mikil óánægja ríkir hjá kvikmyndagerðarmönnum vegna stöðu Kvikmyndasjóðs. Þegar er búið að veita vilyrði fyrir fjármunum upp á 442 milljónir úr sjóðnum á yfirstandandi ári en heildar fjármagn sem sjóðurinn hefur til úthlutunar eru 684,7 milljónir króna.
Ellefu stjórnarþingmenn, þar meðal Vigdís Hauksdóttir formaður Fjárlaganefndar og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar hafa óskað þess að iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytji Alþingi skýrslu um úttekt á hagrænum áhrifum kvikmyndagerðar á Íslandi.
Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til karla og konur leikstýrðu aðeins 15% íslenskra kvikmynda á árunum 2000 til 2009. Þetta kemur fram í rannsókn Ívars Björnssonar á konum í íslenskri kvikmyndagerð sem skoða má hér.
Sigmar Vilhjálmsson fer yfir það sem klikkaði þegar sjónvarpsstöðin Mikligarður var stofnuð á sérstakri uppákomu á vegum ÍMARK næstkomandi mánudag, 8. desember kl. 13.00–14.30 í sal Arion banka, Borgartúni 19.
Friðrik Erlingsson skrifar um stöðu leikins íslensks sjónvarpsefnis og spyr meðal annars: "Hvað var að ‘Hrauninu’? Og hvað var að flestum íslenskum sjónvarpsseríum sem við höfum framleitt til þessa? Svarið er skelfilega einfalt: Það skortir alla sannfæringu. Sannfæring verður til þegar maður veit hver maður er. Ef ætti að skilgreina þjóðina út frá íslenskum sjónvarpsseríum þá sést undir eins að við höfum ekki hugmynd um hver við erum, hvert við ætlum, og ennþá síður – og það er eiginlega sorglegast – hvaðan við komum."
Hilmar Sigurðsson formaður SÍK og Friðrik Þór Friðriksson formaður SKL auglýsa eftir efndum og endurnýjun frá ríkisstjórn Íslands á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu.