Clara Lemaire Anspach og Kári Úlfsson fá viðurkenningar á Les Arcs

Kári Úlfsson framleiðandi og Clara Lemaire Anspach leikstjóri hlutu viðurkenningar á samframleiðsluvettvangi kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi sem nú stendur yfir.

Kári hlýtur Producers Network Award fyrir Sjö hæðir, verk í vinnslu eftir Erlend Sveinsson. Viðurkenningin veitir aðgöngu að markaði kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, Marché du film 2025. Heather Millard framleiðandi hlaut viðurkenninguna árið 2023, fyrir verkefnið Kúluskít eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.

Clara Lemaire hlýtur ArteKino-verðlaunin fyrir Rosa Candida, franska kvikmynd í vinnslu sem byggist á skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Afleggjaranum. Clara Lemaire er dóttir Sólveigar Anspach kvikmyndagerðarkonu, sem féll frá árið 2015. Rosa Candida er fyrsta leikna kvikmynd Clöru Lemaire í fullri lengd. Myndin er framleidd af franska framleiðslufyrirtækinu Haut Et Court. Ninna Pálmadóttir hlaut sömu verðlaun árið 2021, fyrir kvikmyndina Tilverur, sem þá var verk í þróun.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR