[Stikla] Stuttmyndin DALÍA eftir Brúsa Ólason verðlaunuð í Hollandi

Stuttmyndin Dalía eftir Brúsa Ólason hlaut á dögunum sérstök verðlaun dómnefndar á Euregion hátíðinni í Hollandi. Myndin er lokaverkefni Brúsa og Kára Úlfssonar framleiðanda frá Columbia University í New York.

Myndin var sýnd í Future Frames dagskránni sem vekur athygli á bestu útskriftarverkefnum evrópskra kvikmyndanema sem og á RIFF síðasta haust.

Úr Dalíu.

Dalía fjallar um ungan strák sem þarf að eyða helginni í sveitinni með pabba sínum. Samband þeirra er stirt svo faðirinn gerir það eina sem hann man eftir að hafa gert með föður sínum, vinna. Þegar þarf að aflífa slasaða meri byrjar kalt viðmót föðurins að þiðna og samband þeirra batnar. Myndin skoðar þannig karlmennsku og hvernig hún getur bæði eyðilagt sem og verið ákveðinn styrkur.

„Í raun má segja að við séum að skoða karlmennsku og hvernig harkan sem við tengjum oft við eitraða karlmennsku er örlítið tvíeggja. Það er ákveðinn styrkur fólgin í hörkunni en hún er þó mjög vandmeðfarin,“ segir Brúsi í viðtali við Sunnlenska.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR