12 íslensk verkefni, útkomin og væntanleg, taka þátt í stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fer fram í 32. skipti dagana 16.-21. september í Malmö í Svíþjóð. Hátíðin er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn.
Stuttmyndin Dalía eftir Brúsa Ólason hlaut á dögunum sérstök verðlaun dómnefndar á Euregion hátíðinni í Hollandi. Myndin er lokaverkefni Brúsa og Kára Úlfssonar framleiðanda frá Columbia University í New York.