Roberto Olla: Eurimages verður að styðja betur við framsækna kvikmyndagerð

Roberto Olla framkvæmdastjóri Eurimages.
Roberto Olla framkvæmdastjóri Eurimages.

Roberto Olla framkvæmdastjóri Eurimages hvetur til þess að Eurimages endurskoði styrkjastefnu sína og leggi meiri áherslu á tilraunir og frumleika.

Þetta kemur fram í Screen. Olla bendir á menningarhlutverk Eurimages, meðan sjóðir eins og MEDIA leggi meiri áherslu á iðnaðarhlutverkið. Hann hvetur einnig til að “gæði” verði skilgreind víðar en verið hefur, þau séu nú metin samkvæmt klassískum dramatúrgískum viðmiðunum og því fái óhefðbundin verkefni sem byggi á nýrri tækni eða framsækinni frásagnargerð síður framgang.

Þetta sjónarmið er nokkuð á skjön við það sem Petri Kemppinen framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins lýsti á dögunum og Klapptré sagði frá hér.

Olla segir Eurimages vera að reyna að átta sig á hvernig hægt er að breyta kúrsinum gagnvart óvenjulegri verkum.

“Við spyrjum okkur hversvegna við höfnum þeim. Eru þau slæm vegna þess að inntak þeirra er slæmt eða eru þau slæm vegna þess að við skiljum þau ekki.”

Olla segist vera þeirrar skoðunar að Eurimages eigi áfram að styðja við hefðbundna listræna kvikmyndagerð frá þekktum leikstjórum sem vinni fyrir stöndug framleiðslufyrirtæki.

“Við eigum að halda því áfram því þetta er okkar vörumerki og þetta er það sem markaðurinn vill.”

Hinsvegar segist hann einnig vilja sjá Eurimages

“setja fé til hliðar og óhreinka á okkur hendurnar með því að prófa nýja hluti sem eftilvill njóti ekki mikillar velgengni til að byrja með.”

Olla leggur meðal annars til að það sé sem fæst til baka frá kvikmyndum sem njóta velgengni verði sett sérstaklega í óhefðbundin verk.

Sjá nánar hér: Olla: Eurimages funding must back risk-takers | News | Screen.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR