Volaða land Hlyns Pálmasonar fær alls 10 tilnefningar til Robert verðlaunanna sem Danska kvikmyndaakademían veitir, þar á meðal fyrir mynd ársins, leikstjóra, handrit og aðalhlutverk. Hreiður eftir sama leikstjóra er einnig tilnefnd sem stuttmynd ársins. Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson fær sömuleiðis tilnefningu í flokknum mynd ársins á tungumáli öðru en ensku.
Íslenskar kvikmyndir og þáttaraðir unnu til 45 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2022. Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut flest þeirra, 16 talsins. Volaða land Hlyns Pálmasonar (dönsk/íslensk framleiðsla) hlaut 9 verðlaun.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar var verðlaunuð á Thessaloniki Film Festival í Grikklandi, sem fram fór í 63. sinn á dögunum. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut um helgina áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Ulaanbaatar Mongólíu (UBIFF), sem haldin var í 14. sinn í ár.
Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson verður framlag Íslands til forvals Óskarsverðlauna 2023. Þetta var tilkynnt á Edduverðlaununum sem fram fóru í kvöld.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur verið seld til Bretlands. Myndin hefur sópað til sín verðlaunum á undanförnum mánuðum og hefur verið seld til Bandaríkjanna, Ungverjalands, Niðurlanda, þýskumælandi landa og mið- og austur Evrópulanda.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar og Volaða land Hlyns Pálmasonar eru báðar í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2022. Verðlaunahátíðin fer fram í Reykjavík 10. desember.
Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar heldur áfram að sópa að sér verðlaunum. Um síðustu helgi hlaut hún áhorfendaverðlaun og verðlaun ungmennadómnefndar á Burgas Film Festival í Búlgaríu.
Þrot eftir Heimi Bjarnason er í 7. sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi, en heildaraðsókn er komin yfir þúsund gesti. Berdreymi er enn í sýningum og nemur heildarfjöldi gesta nú alls 9,473 eftir 14. sýningarhelgi.
Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku.
FIPRESCI, Alþjóðasamtök kvikmyndagagnrýnenda, völdu Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem bestu kvikmyndina í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar Off Camera í Krakow í Póllandi.
"Það er frískandi að sjá þetta gráa og grimma borgarlandslag á bíótjaldinu," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar.
Guðmundur Arnar Guðmundsson veigrar sér ekki við að taka á viðkvæmum málum í nýrri kvikmynd sinni, Berdreymi. Hann fer vítt um völl í viðtali við Björk Eiðsdóttur hjá Fréttablaðinu og ræðir meðal annars um skólakerfi sem þrengi að skapandi hugsun, innsæi, andleg málefni og eitraða karlmennsku.
Þorvaldur S. Helgason segir í Fréttablaðinu að Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar sé einstaklega áhrifarík mynd sem mun án efa vekja athygli bæði innan sem utan landsteinanna.
"Önnur kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar sýnir bæði blíðu og grimmd í heimi unglinga," skrifar Wendy Ide frá Berlínarhátíðinni í Screen um Berdreymi.
Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 - 20. febrúar.
Von er á allt að tíu íslenskum bíómyndum og fimm nýjum þáttaröðum á árinu 2022. Heimildamyndir í framleiðslu eru á fjórða tuginn, en óljóst hve margar koma út á árinu.
„Það vill enginn lenda í óþægilegri stöðu. Það er heldur enginn að reyna það en það getur allt gerst ef það er ekki hugsað út í þessa hluti,“ segir Kristín Lea Sigríðardóttir, sem tekið hefur að sér að leiða unga sem aldna leikara í gegnum viðkvæmustu senurnar á tökustað. Anna Marsibil Clausen ræddi við hana í Lestinni á Rás 1.
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.
Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.
Tvö íslensk verkefni, Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hlutu styrk frá Eurimages á dögunum, sú fyrrnefnda um 44,5 milljónir króna en sú síðarnefnda um 56,2 milljónir króna.
Bíómyndin Berdreymi, sem framleidd er af Anton Mána Svanssyni, hlaut á dögunum rúmlega 16,8 milljónir króna frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Guðmundur Arnar Guðmundsson (Hjartasteinn) leikstýrir, en áætlað er að tökur hefjist í lok ágúst.