ABBABABB! áfram í fyrsta sæti

Abbababb! er áfram í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir aðra helgi.

3,027 gestir sáu myndina í vikunni, en myndin hefur nú alls fengið 6,366 gesti.

Heimildamyndin Velkominn Árni var frumsýnd um helgina og sáu hana 460 gestir. Myndin er í tíunda sæti.

Svar við bréfi Helgu er í fimmta sæti eftir fjórðu helgi. 1,224 sáu myndina í vikunni, en heildarfjöldi nemur nú 7,050 gestum.

It Hatched eftir Elvar Gunnarsson hefur fengið alls 435 gesti eftir þriðju helgi og er í 21. sæti. Berdreymi hefur nú fengið 9,638 gesti eftir 23 vikur.

Aðsókn á íslenskar myndir 19.-25. sept. 2022

VIKURMYNDAÐSÓKN (SÍÐAST)ALLS (SÍÐAST)
2Abbababb!3,027 (2,704)6,366 (3,339)
4Svar við bréfi Helgu1,224 (1,697)7,050 (5,826)
Velkominn Árni460460
3It Hatched36 (150)435 (399)
23Berdreymi21 (10)9,638 (9,617)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR