ABBABABB! opnar í fyrsta sæti

Abbababb! var frumsýnd á föstudag og er í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina.

2,704 gestir sáu myndina yfir helgina, en alls 3,339 með forsýningu.

Borið saman við nýlegar myndir er þetta næst (nokkuð hærra) Saumaklúbbnum sem frumsýnd var sumarið 2021 og fékk 2,211 gesti á frumsýningarhelgi. Ekki er ólíklegt að Abbababb! endi vel yfir tuttugu þúsund gesta markinu.

Svar við bréfi Helgu er í þriðja sæti eftir þriðju helgi. 1,697 sáu myndina í vikunni, en heildarfjöldi nemur nú 5,826 gestum.

It Hatched eftir Elvar Gunnarsson hefur fengið alls 399 gesti eftir aðra helgi og er í 14. sæti. Berdreymi hefur nú fengið 9,617 gesti eftir 22 vikur.

Aðsókn á íslenskar myndir 12.-18. sept. 2022

VIKURMYNDAÐSÓKN (SÍÐAST)ALLS (SÍÐAST)
Abbababb!2,704 (helgin)3,339 (með forsýningu)
3Svar við bréfi Helgu1,697 (2,274)5,826 (4,129)
2It Hatched150 (249)399 (249)
22Berdreymi10 (8)9,617 (9,607)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR