Á Facebook síðu sinni leggur Benedikt Erlingsson leikstjóri og handritshöfundur út af viðtali Nordic Film and TV News við Laufeyju Guðjónsdóttur, fráfarandi forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Í sjöunda þætti Leikstjóraspjallsins ræðir Ragnar Bragason við kollega sinn Benedikt Erlingsson um leikstjórn, samstarf, verk Benedikts og ýmsar aðrar hliðar fagsins.
Í Hlaðvarpi Engra stjarna, sem kvikmyndafræðin við Háskóla Íslands heldur úti, ræðir Björn Þór Vilhjálmsson greinaformaður kvikmyndafræðinnar við Benedikt Erlingsson um mynd hans, Kona fer í stríð, pólitíska róttækni og íslenska bíómenningu í víðum skilningi.
Trine Dyrholm mun fara með titilhlutverkið í sjónvarpsseríunni Danska konan í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, sem hann skrifaði í samvinnu við Ólaf Egil Egilsson. „Það stefnir í að upptökur geti hafist í Reykjavík næsta vor á Dönsku konunni sem er sex þátta sjónvarpssería sem RÚV og DR koma að ásamt öðrum," segir Benedikt í samtali við Morgunblaðið.
Ásgeir H. Ingólfsson skrifar frá kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary og segir frá uppgangi suður-kóreskra kvikmynda, suður-amerísku systramelódrama og vanhugsaðri – að hans mati – ræðu Benedikts Erlingssonar. Þetta birtist á vef RÚV.
Það er ekki á hverjum degi sem íslensk kvikmynd er talin meðal bestu kvikmynda í heiminum þá stundina, en bæði Variety og Rotten Tomatoes setja Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson á lista sína yfir bestu myndir ársins hingað til.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er nú í sýningum í Bandaríkjunum á vegum dreifingarfyrirtækisins Magnolia Pictures og fær nær einróma lof gagnrýnenda. Á safnsíðunni Rotten Tomatoes er myndin þessa stundina með 94% skor miðað við umsagnir 32 gagnrýnenda.
Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar, vann til áhorfendaverðlaunanna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðini í Tromsø í Noregi. Hátíðinni lauk 20. janúar síðastliðinn.
Eða nákvæmara: Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðalhlutverkið í endurgerð kvikmyndarinnar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson þar sem Halldóra Geirharðsdóttir lék titilhlutverkið.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hlaut í dag Lux verðlaun Evrópuþingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur þessi verðlaun sem hafa verið veitt árlega síðan 2007.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson fékk alls fern verðlaun á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck sem lýkur í dag. Þá fékk Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur ein verðlaun. Þetta var í 60. sinn sem hátíðin var haldin.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hlaut rétt í þessu Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Verðlaunin voru veitt í Osló. Þetta er í þriðja sinn sem íslensk kvikmynd vinnur til þessara verðlauna og í annað skiptið sem kvikmynd eftir Benedikt fær þau.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur bætt þremur alþjóðlegum verðlaunum í safnið á síðustu dögum. Myndin var valin besta dramað og besta myndin á Byron Bay Film Festival í Ástralíu og Halldóra Geirharðsdóttir var valin besta leikkonan á Valladolid hátíðinni á Spáni.
Halldóra Geirharðsdóttir hlaut verðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kona fer í stríð á kvikmyndahátíðinni Festival du nouveau cinéma í Montreal í Kanada á dögunum.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur verið tilnefnd til Lux verðlauna Evrópuþingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur tilnefningu til þessara verðlauna.
Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar hefur fengið afar jákvæðar umsagnir og góða aðsókn í Frakklandi en þar er hún nú sýnd í á þriðja hundrað kvikmyndahúsum.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er meðal tíu mynda á stuttlista LUX verðlaunanna sem Evrópuþingið veitir. Myndirnar tíu eru nú kynntar á Karlovy Vary hátíðinni en þær þrjár sem hljóta endanlega tilnefningu verða kynntar í lok sumars.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson verður frumsýnd í Frakklandi þann 4. júlí í alls 131 kvikmyndahúsi. Hér má sjá franska kynningarstiklu myndarinnar.
Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi fjallar um Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar á Fésbókarsíðu sinni og segir hana vonda mynd, löðrandi í pólitískum rétttrúnaði.
"Ofboðslega falleg kvikmynd þar sem heillandi myndmál, frábær leikur, falleg saga, meitlað handrit og mergjuð notkun tónlistar renna saman í náttúruafl," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar.
"Kona fer í stríð er ævintýri og að horfa á hana er ævintýraleg upplifun. Kvikmyndatakan er frábær, handritið er svakalega vandað og tónlistin er dásamleg, allt við kvikmyndina er í raun til fyrirmyndar," segir Brynja Hjálmsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins um þessa kvikmynd Benedikts Erlingssonar.
Kvikmyndarýnir Lestarinnar, Gunnar Theódór Eggertsson, segir að Kona fer í stríð nýti sér kunnugleg stef úr spennu- og njósnamyndum á nýstárlegan hátt með því að færa þau inn í íslenska náttúru. Þrátt fyrir að náttúruvernd sé hluti af kjarna myndarinnar prediki hún þó aldrei yfir áhorfendum heldur sýnir þeim sannfærandi mynd af aktívísta sem tekur lögin í eigin hendur.
Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, hlutu rétt í þessu SACD verðlaunin sem veitt eru í flokknum Critic's Week á Cannes hátíðinni. Verðlaunin eru veitt af samtökum handritshöfunda og tónskálda.
Benedikt Erlingsson hefur sent frá sér aðra vídeódagbókarfærslu frá Cannes þar sem hann fer yfir viðbrögð gagnrýnenda við mynd sinni, Kona fer í stríð - og fer með dýran kveðskap ásamt Ólafi Egilssyni handritshöfundi.
Variety hefur bæst í hóp annarra helstu kvikmyndamiðla sem gefa kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hæstu einkunn. Jay Weissberg, gagnrýnandi miðilsins, spáir myndinni mikilli velgengni á veraldarvísu.
Fabien Lemercier hjá Cineuropa segir kvikmyndina Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar sanna að velgengni fyrri myndar hans, Hross í oss, hafi ekki verið nein tilviljun.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson var frumsýnd í dag á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hér má sjá myndbút af langvinnu lófaklappi eftir sýninguna, sem og vídeódagsbókarfærslu Benedikts frá í gær.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að veita kvikmyndinni Kona fer í stríð sex milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til kynningarmála í kringum þátttöku myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. RÚV greinir frá.
Á vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er rætt við Benedikt Erlingsson í tilefni þess að mynd hans Kona fer í stríð er frumsýnd á Critic's Week í Cannes.
Stikla kvikmyndarinnar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur verið opinberuð. Myndin verður frumsýnd í Critic's Week flokknum á Cannes hátíðinni þann 12. maí en hér á landi þann 22. maí.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur verið valin til keppni í Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem fram fer í maí. Þetta var tilkynnt í morgun.
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð, fékk á dögunum 17 milljón króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur á myndinni hefjast í júlí og Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið.
The Guardian birtir handvalinn lista nokkurra heimildamyndagerðarmanna og annarra sérfræðinga um helstu heimildamyndir samtímans. Alls eru tíndar til sjö myndir og þar á meðal er Show of Shows Benedikts Erlingssonar, ásamt margverðlaunuðum myndum á borð við The Act of Killing, Exit Through the Gift Shop og Jiro Dreams of Sushi.
Fjölmiðlar, þar á meðal Klapptré, hafa sagt frá fyrirætlunum Benedikts Erlingssonar og Dags Kára um kvikmyndun Egils sögu. Í ljós hefur komið að um er að ræða kvikmynd fyrir sjónvarp sem byggð verður á einleik Benedikts, Mr. Skallagrímsson.
Tveir Norðurlandameistarar í kvikmyndagerð (svo nefndir því báðir hafa hlotið Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndir sínar), þeir Benedikt Erlingsson og Dagur Kári Pétursson, hafa ákveðið að leiða saman hesta sína og gera kvikmynd eftir sjálfri Egils sögu.
Í dag var tilkynnt að Fondation gan pour le cinéma, frönsk stofnun sem styrkir listrænar kvikmyndir, hefði ákveðið að styðja nýtt verkefni Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð (A Woman at War). Fyrir skemmstu var opinberað að CNC, kvikmyndasjóður Frakklands, hefði veitt fé til myndarinnar úr sérstökum sjóði til styrktar alþjóðlegri kvikmyndagerð.
The Show of Shows er eins og söguleg og blæbrigðarík kviksjá sem hringsnýst sífellt hraðar og virðist alltaf við það að verða hamslausir órar. Stórbrotnar myndfléttur myndarinnar eru framúrstefnulegt meistaraverk," segir Hjördís Stefánsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn sinni um þessa heimildamynd Benedikts Erlingssonar.
Sýningar á heimildamynd Benedikts Erlingssonar The Show of Shows, hófust í Sambíóunum s.l. fimmtudag. Myndin hefur áður farið á fjölda hátíða og er nú sýnd á Tribeca hátíðinni í New York.
Sýningar á heimildamynd Benedikts Erlingssonar The Show of Shows, hefjast í London í dag. Myndin hefur áður verið sýnd á hátíðum, t.d. Sheffield og San Sebastian
Heimildamynd Benedikts Erlingssonar, The Show of Shows: 100 Years of Vaudeville, Circuses and Carnivals (áður: The Greatest Shows on Earth), hefur verið valin til þátttöku í „Zabaltegi“ hluta San Sebastian hátíðarinnar sem fram fer 18.-26. september. Skemmst er að minnast þess að Hross í oss Benedikts hóf sigurgöngu sína á sömu hátíð fyrir tveimur árum.