Heim Fréttir "Fjallkona fer í stríð" fær 17 milljónir frá Norræna sjóðnum

„Fjallkona fer í stríð“ fær 17 milljónir frá Norræna sjóðnum

-

Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð, fékk á dögunum 17 milljón króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur á myndinni hefjast í júlí og Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið.

Myndin er framleidd af Gulldrengnum (Íslandi) og Slot Machine (Frakklandi). Handrit er eftir Benedikt og Ólaf Egil Egilsson. Sagan fjallar um konu á fimmtugsaldri sem segir stóriðju á Íslandi stríð á hendur og stundar skemmdarverk í þágu umhverfisverndar en málin flækjast þegar hún kynnist munaðarleysingja frá Úkraínu.

Með önnur helstu hlutverk fara Jóhann Sigurðarson og Jörundur Ragnarsson.

Beta Cinema í Þýskalandi annast alþjóðlega sölu.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.