„Jökullinn logar“ verðlaunuð í New York

Heimildamyndin Jökullinn logar eftir Sævar Guðmundsson og Sölva Tryggvason hlaut í gær Gold­en Whistle-verðlaun­in sem veitt eru ár­lega á Kicking & Screening Soccer Film Festival í New York. Mynd­in var sýnd á opn­un­ar­kvöldi hátíðar­inn­ar en á ensku ber hún titil­inn Insi­de a Volcano.

Mynd­in fjall­ar um upp­gang knatt­spyrnuiðkun­ar á Íslandi og veg­ferð ís­lenska karla­landsliðsins á leiðinni á EM-mótið í fyrra.

Sjá nánar hér: Jökullinn logar vinnur til verðlauna – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR