Heimildaþáttaröðin Stormur eftir Sævar Guðmundsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson hefst á RÚV í kvöld. Þættirnir, sem eru alls átta, lýsa því hvernig íslenskt samfélag tókst á við heimsfaraldurinn sem hófst á fyrstu vikum ársins 2020.
Segir um þættina í kynningu RÚV:
Heimildaþáttaröð um baráttuna við COVID-19 þar sem fylgst er með störfum þeirra sem stjórnuðu aðgerðum í faraldrinum. Í þáttunum er einblínt á mannlega hlið faraldursins og sagt frá sorgum og sigrum í baráttu þjóðarinnar við að hemja útbreiðslu veiru sem setti heimsbyggðina á hliðina.
Sævar Guðmundsson leikstýrir. Framleiðendur eru auk Sævars, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Anna Karen Kristjánsdóttir og Brynja Gísladóttir fyrir Purk og Reykjavik Media.