HeimEfnisorðÖrn Marinó Arnarson

Örn Marinó Arnarson

[Stikla] GUÐAVEIGAR Markelsbræðra kemur með jólin

Gamanmyndin Guðaveigar eftir þá Markelsbræður, Örn Marinó Arnarson og Þorkel S. Harðarson, verður frumsýnd 26. desember. Stiklan er komin út.

Ný gamanmynd í burðarliðnum hjá Markelsbræðrum

Þýska sölufyrirtækið Pict­ure Tree In­ternati­onal hef­ur keypt sölu­rétt­inn á ís­lensku gam­an­mynd­inni Guðaveigar í leik­stjórn þeirra Markelsbræðra, Þor­kels Harðar­son­ar og Arn­ar Marinós Arn­ar­son­ar.

FULLT HÚS Sigurjóns Kjartanssonar væntanleg í febrúar

Leikstjórnarfrumraun Sigurjóns Kjartanssonar, gamanmyndin Fullt hús, verður frumsýnd í febrúar næstkomandi. Hilmir Snær Guðnason fer með aðalhlutverk. Markelsbræður framleiða.

Morgunblaðið um ALLRA SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Slagsmál, ríðingar, fyllerí

"Þegar öllu er á botninn hvolft, fínasta skemmtun þó fyrsta myndin hafi verið öllu betri," segir Helgi Snær Sigurðsson í Morgunblaðinu um Allra síðustu veiðiferðina eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson.

Hvernig gera skal fjórar bíómyndir á tveimur árum samkvæmt Markelsbræðrum

Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson hafa á síðustu tveimur árum sent frá sér fjórar bíómyndir sem allar hafa notið velgengni í kvikmyndahúsum þrátt fyrir heimsfaraldur. Hverskonar reynsla var þetta og hvað nú?

[Plakat] ALLRA SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN væntanleg í mars

Kvik­mynd­in Allra síðasta veiðiferðin verður frum­sýnd í kvik­mynda­hús­um fyrri hluta mars­mánaðar. Þetta er sjálf­stætt fram­hald af gam­an­mynd­inni vinsælu Síðasta veiðiferðin.

Lokaþáttur ÍSLANDS: BÍÓLANDS – staðan nú og horfurnar framundan

Í tíunda og síðasta þætti Íslands: bíólands verður meðal annars fjallað um ýmsar þær nýlegu kvikmyndir sem hafa vakið meiri athygli á alþjóðlegum vettvangi en nokkru sinni fyrr.

ÍSLAND: BÍÓLAND og baráttan fyrir auknum hlut kvenna í kvikmyndagerð

Á seinni hluta annars áratugarins fjölgaði loks í hópi kvenkyns kvikmyndahöfunda. Í níunda þætti Íslands: bíólands verður meðal annars fjallað um myndir þeirra og baráttuna fyrir auknum hlut kvenna í kvikmyndagerð.

ÍSLAND: BÍÓLAND – hvað finnst Íslendingum um íslenskar kvikmyndir?

Í myndunum sem birtust undir lok fyrsta áratugarins og í upphafi annars, kvað sér hljóðs ný kynslóð leikstjóra. Margir þeirra vöktu mikla athygli þegar líða fór á annan áratuginn. Þetta og margt annað í áttunda þætti Íslands: bíólands sem sýndur verður á RÚV á sunnudag kl. 20:15.

ÍSLAND: BÍÓLAND – hvað er íslensk kvikmynd?

Á síðari helmingi fyrsta áratugarins heldur íslenskum kvikmyndum áfram að fjölga. Margar þeirra má kalla rammíslenskar, þær gerast flestar í nútímanum en sækja efnivið í sögu og sagnaarf eða skoða samfélagsgerð og samskiptavenjur. Þetta og margt fleira í sjöunda þætti Íslands: bíólands - Heima og heiman - sem sýndur er á RÚV næsta sunnudag kl. 20:20.

ÍSLAND: BÍÓLAND – með nýrri öld steig fram ný kynslóð

Í upphafi nýrrar aldar kemur fram ný kynslóð kvikmyndahöfunda og myndum fjölgar. Þetta og margt annað í sjötta þætti Íslands: bíólands sem kallast Ný öld, ný kynslóð.

ÍSLAND: BÍÓLAND – þegar Íslenska kvikmyndasamsteypan var hryggjarstykkið í íslenskri kvikmyndagerð

Á seinni hluta tíunda áratugarins var Íslenska kvikmyndasamsteypan einskonar miðstöð íslenskrar kvikmyndagerðar. Um þetta er fjallað í fimmta þætti heimildaþáttaraðarinnar Ísland: bíóland sem kallast Tími Íslensku kvikmyndasamsteypunnar og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.

ÍSLAND: BÍÓLAND – hvernig Óskarstilnefning BARNA NÁTTÚRUNNAR breytti íslenskri kvikmyndagerð

Á fyrrihluta tíunda áratugarins urðu mikil umskipti í íslenskri kvikmyndagerð. Um þetta er fjallað í fjórða þætti heimildaþáttaraðarinnar Ísland: bíóland sem kallast Rödd í heimskór kvikmynda og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.

ÍSLAND: BÍÓLAND og vorhret með sólarglennum á seinni hluta níunda áratugarins

Stella í orlofi, Foxtrot, Í skugga hrafnsins, Magnús, Skytturnar og margar fleiri í þriðja þætti Íslands: bíólands sem kallast Vorhret á glugga og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.

ÍSLAND: BÍÓLAND og hin langa fæðing íslenskra kvikmynda

Fyrsti þáttur Íslands: bíólands kallast Löng fæðing og er á dagskrá RÚV í kvöld kl. 20:20. Hann er helgaður þeim kvikmyndum sem gerðar voru frá upphafi tuttugustu aldar fram til loka sjötta áratugarins.

[Stikla, plakat] ÍSLAND: BÍÓLAND hefst á RÚV 14. mars

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma. Þættirnir hefja göngu sína í RÚV sunnudaginn 14. mars. Stikla og plakat þáttanna hafa verið opinberuð.

ALLRA SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN tekin upp í júní

Markelsbræður og aðrir aðstandendur Síðustu veiðiferðarinnar hafa nú boðað framhaldsmynd, Allra síðustu veiðiferðina. Stefnan er að hefja upptökur í júní. Morgunblaðið segir frá.

SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN endurgerð í Rúmeníu

Markelsbræður, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, hafa skrifað undir samning við rúmenska framleiðslufyrirtækið Midnight Sun Film um endurgerð kvikmyndar þeirra, Síðasta veiðiferðin. Fyrirhugað er að tökur í Rúmeníu hefjist síðla árs.

Markelsbræður um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Fólk þyrstir í að hlæja

Nordic Film and TV News ræðir við Markelsbræður um velgengni Síðustu veiðiferðarinnar, en myndin er nú kynnt á markaðinum í Cannes sem fram fer á netinu og tekur þátt í Kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í ágúst.

Menningarsmygl um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Ferskur andblær í okkar ágæta kvikmyndasumar

"Einfaldlega ein besta íslenska mynd síðustu ára og ég get ekki beðið eftir að senda gagnrýnendavini mína erlendis á hana þegar hún fer á flakk," segir Ásgeir H. Ingólfsson á Menningarsmyglinu um Síðustu veiðiferðina eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson.

Menningin um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Litlir hrútar á lækjarbakka

"Taumlaus galsagangur og skemmtileg gróteska," segir Brynhildur Björnsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar um Síðustu veiðiferðina eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson.

Markelsbræður ræða ferilinn

Þeir Markelsbræður, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson fara yfir ferilinn allt til Síðustu veiðiferðarinnar í ítarlegu spjalli við Atla Hergeirsson sem heldur úti hlaðvarpsþættinum Leikfangavélin.

Viðmælendur Lestarklefans um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Aldrei séð svona nekt í íslenskri kvikmynd

Það vakti athygli viðmælenda Lestarklefans á Rás 1 hve langt er gengið í nektarsenum karla í Síðustu veiðiferðinni, nýrri íslenskri gamanmynd, en myndin er margbrotnari en í fyrstu blasir við.

Lestin um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Farsakennd fyllirísferð sem fjarar út þegar á líður

"Síðasta veiðiferðin á sína spretti. Brandararnir eru þó misgóðir og þegar upp er staðið er það einvalalið leikara sem heldur henni uppi," segir Gunnar Theodór Eggertsson á Lestinni um kvikmynd Þorkels Harðarsonar og Arnar Marinós Arnarsonar.

Vísir um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Tár, bjór og typpalingar

"Alltaf gaman að sjá kvikmyndir sem einungis eru gerðar til að skemmta Íslendingum. Síðasta veiðiferðin er ein slík og ættum við að taka henni opnum örmum," segir Heiðar Sumarliðason á Vísi um kvikmynd Þorkels Harðarsonar og Arnar Marinós Arnarsonar.

Örn Marinó og Þorkell um SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINA: Konurnar hlæja langhæst

„Við erum búinir að taka nokkrar prufusýningar og þá er það bara þannig að konurnar öskra úr hlátri,“ segir Örn Marinó.  „Já, þær hlæja hæst,“ bætir Þorkell við í spjalli við Bergstein Sigurðsson í Menningunni á RÚV um Síðustu veiðiferðina.

Sýningar á SÍÐUSTU VEIÐIFERÐINNI hefjast í dag

Almennar sýningar á kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson hefjast í dag og er myndin sýnd í Laugarásbíói, Senubíóunum og Sambíóunum Keflavík.

Markelsbræður um miðaldra karla í krísu

Þor­kell Harðar­son og Örn Marinó Arnar­son segjast hafa mætt á­kveðnum efa­semdum þegar þeir kynntu efni kvik­myndar sinnar, Síðustu veiði­ferðarinnar, enda fjalli hún um mið­aldra karl­menn í krísu. Þetta og margt annað ræða þeir í viðtali við Fréttablaðið.

[Stikla, plakat] SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN frumsýnd 6. mars

Stikla kvikmyndarinnar Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson hefur verið opinberuð og má skoða hér. Myndin verður frumsýnd 6. mars.

Markelsbræður gera „Síðustu veiðiferðina“

Markelsbræður, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, tóku upp sína fyrstu leiknu bíómynd í sumar og kallast hún Síðasta veiðiferðin. Áætlað er að frumsýna myndina á fyrstu mánuðum næsta árs.

[Stikla] „Stolin list“ frumsýnd á Þessaloniki hátíðinni

Heimildamynd þeirra Markelsbræðra, Stolin list, verður heimsfrumsýnd á hinni kunnu heimildamyndahátíð í Þessaloniki í Grikklandi í mars. Á ensku kallast verkið Nefertiti The Lonely Queen. 

Heimildamyndin „Nýjar hendur-innan seilingar“ frumsýnd í Bíó Paradís

Heimildamyndin Nýjar hendur-innan seilingar verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 30. ágúst næstkomandi. Myndin rekur sögu Guðmundar Felix Grétarssonar sem missti báða handleggi í slysi en freistar þess að láta græða á sig nýja.

Tökur hafnar á þáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda

Tökur eru hafnar á heimildaþáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda. Gert er ráð fyrir að sýningar hefjist í byrjun árs 2020 á RÚV. Ásgrímur Sverrisson stjórnar gerð verksins og skrifar handrit. Guðbergur Davíðsson, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson framleiða fyrir Kvikmyndasögur ehf.

Markelsbræður gera alþjóðlega þáttaröð um stolna list

Þeir Markelsbræður, Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson, eru þessa dagana í Aþenu að undirbúa tökur á heimildaþáttaröðinni Stolin list (Booty). Þáttaröðin mun fjalla um stöðuna á menningarlegum hornsteinum sem hafa verið teknir frá upprunaþjóðum og komið fyrir á höfuðsöfnum fyrrum nýlenduvelda. Líkt og gert var við miðaldahandrit Íslendinga á sínum tíma og Parthenon höggmyndirnar grísku.

Dr. Gunni um „Trend Beacons“: Hröð og skemmtileg

Dr. Gunni skrifar á vef sinn um heimildamyndina Trend Beacons eftir þá Markelsbræður og er mjög sáttur, segir þetta "mynd sem smellpassar við Hönnunarmarsinn og vekur einnig áhuga alstískulausra einstaklinga."

Ný heimildamynd Markels, „Trend Beacons“, frumsýnd á CPH:DOX – stikla hér

Heimildamyndin Trend Beacons eftir þá Markelsbræður Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson, verður frumsýnd á CPH:DOX hátíðinni sem hefst í Kaupmannahöfn þann 6. nóvember. Stefnt er að frumsýningu á Íslandi í mars á næsta ári.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR