Haustdagskrá Bíóteksins hefst sunnudaginn 27. október í Bíó Paradís. Tvær myndir Ósvaldar Knudsen verða sýndar, sem og Órói eftir Baldvin Z og japanska kvikmyndin Pale Flower eftir Masahiro Shinoda.
Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025 eru áætluð framlög til Kvikmyndasjóðs 1.023,1 m.kr. Í fjárlögum ársins 2024 var framlagið 1.114,8 m.kr. Niðurskurðurinn nemur 8,2%.
Á vef Kvikmyndasafns Íslands, Ísland á filmu, má nú sjá verulegt magn af ýmsum kvikmyndum Kjartans Bjarnasonar sem teknar voru frá 1936 og fram yfir 1970.
Bíótek Kvikmyndasafnsins fer í gang í Bíó Paradís sunnudaginn 24. september næstkomandi. Þá verða sýndar sex klassískar heimildamyndir og fimm af þeim eru íslenskar og hafa ekki verið á hvíta tjaldinu um langa hríð.
Kvikmyndasafnið hefur undanfarin misseri staðið fyrir markvissum rannsóknum á íslenskri kvikmyndasögu undir stjórn Gunnars Tómasar Kristóferssonar kvikmyndafræðings. Greinar hans hafa nú verið birtar á vef safnsins og má nálgast hér.
Bíótek Kvikmyndasafnsins mun sýna úr fimm kvikmyndum sem lýsa óeirðunum á Austurvelli 1949 í Bíó Paradís sunnudaginn 26. mars. Sumar þeirra eru nýlega uppgötvaðar. Einnig verða sýndar kvikmyndirnar Z eftir Costa Gavras og Poltergeist eftir Tobe Hooper.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði í dag fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi um frumvarp til laga um breytingu á kvikmyndalögum fyrir ríkisstjórn. Breytingin varðar framleiðslustyrk til lokafjármögnunar.
Bíótekið verður með fyrstu sýningar í nýrri sýningarröð sinni sunnudaginn 29. janúar en þá verða sýndar fjórar klassískar kvikmyndir: Eldeyjan (1973), Björgunarafrekið við Látrabjarg (1949), Pierrot le Fou (1965) eftir Jean-Luc Godard og Compartiment Tueurs (1965) eftir Costa Gavras.
Bíótek Kvikmyndasafns Íslands sýnir endurunna stafræna útgáfu af Punktur punktur komma strik (1981) eftir Þorstein Jónsson sunnudaginn 4. desember kl. 17. Leikstjórinn verður viðstaddur sýninguna í Bíó Paradís og svarar spurningum á eftir.
Bíótekið, sýningaröð á kvikmyndaklassík á vegum Kvikmyndasafnsins, hefst á ný sunnudaginn 11. september í Bíó Paradís. Bíótekið fór vel af stað síðasta vetur og voru sýningar fjölsóttar.
Ingaló (1992) eftir Ásdísi Thoroddsen og Sódóma Reykjavík (1992) eftir Óskar Jónasson verða sýndar á sérstökum sýningum í Bíó Paradís á næstunni. Báðar eru þrjátíu ára á þessu ári.
Breytingatillögur snúast meðal annars um að skilgreindur hagnaður af kvikmynd eða sjónvarpsverki verði endurgreiddur, samanber Kvikmyndastefnu til 2030.
Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís standa fyrir nýrri sýningaröð á klassískum íslenskum og norrænum kvikmyndum seinni hluta vetrar undir heitinu Bíótekið.
Í Kvikmyndastefnu til ársins 2030 er gert ráð fyrir að unnið verði að stofnun streymisveitu með íslensku myndefni. Undirbúningsvinna slíkrar streymisveitu er hafin á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands og mun starfsfólk þess sinna þessari vinnu, en einnig hefur Ásgrímur Sverrisson verið ráðinn tímabundið til verkefnisins.
Kvikmyndasafn Íslands hefur nú bætt við miklu efni á vefinn Ísland á filmu. Vefurinn hefur fengið frábærar viðtökur síðan hann var opnaður fyrir um ári síðan og fengið yfir 540 þúsund heimsóknir.
Kvikmyndasafn Íslands á stóran hlut í þáttaröðinni Ísland: bíóland með því að finna til og endurskanna fjölda eldri kvikmynda og margt annað. Ásgrímur Sverrisson ræddi við Þóru Sigríði Ingólfsdóttur forstöðumann safnsins um þessa vinnu sem og helstu verkefni og áskoranir safnsins um þessar mundir.
Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað nýjan vef undir yfirskriftinni Ísland á filmu. Tilgangur Íslands á filmu er að opna almenningi sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafnsins.
Erlendur Sveinsson á merkan feril að baki, bæði sem höfundur margra heimildamynda, en ekki síður sem baráttumaður fyrir varðveislu kvikmyndaarfs. Í upphafi ársins lét hann af störfum sem forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands og í nýjasta hefti Journal of Film Preservation sem FIAF, heimssamtök kvikmyndasafna, gefur út má finna grein eftir Erlend þar sem hann fer yfir langan feril sinn hjá Kvikmyndasafninu, en segja má að hann hafi verið meira og minna viðloðandi safnið allt frá stofnun þess 1978.
Á Karolina Fund er nú verið að safna fyrir endurvinnslu kvikmyndarinnar Sóley sem listakonan Róska gerði ásamt manni sínum Manrico Pavolettoni 1982. Negatívan er týnd en til er sýningareintak í slæmu ástandi á Kvikmyndasafni Íslands. Stefnt er að því að notast við það eintak við forvörslu og hreinsun á myndinni.
Kvikmyndasafn Íslands auglýsir eftir starfsmanni í skráningu og efnisgreiningu á safnkosti Kvikmyndasafns. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga og þekkingu á landi og þjóð sem og sögu kvikmyndagerðar, góð tök á íslenskri tungu og gott tölvulæsi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af meðhöndlun filmu en það ekki skilyrði.
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir hefur verið skipuð forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands frá 1. febrúar 2019. Þóra starfaði áður sem forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands, frá árinu 2007.
Í dag, laugardaginn 27. október, er dagur kvikmynda- og hljðupptökuarfleifðar mannkynsins (2018 World Day for Audiovisual Heritage) og er þema dagsins „Saga þín er á hreyfingu“ eða “Your Story is Moving”. Í tilefni dagsins fjallar Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands um það sem hæst ber hjá Kvikmyndasafninu þessa dagana, en safnið gengur nú gegnum miklar breytingar.
Kvikmyndasafnið er þessa dagana að minna kvikmyndagerðarmenn á að skila verkum sínum til safnsins - eins og þeim reyndar ber samkvæmt lögum. Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, sem hefur umsjón með átakinu fyrir hönd safnsins, hvetur framleiðendur og leikstjóra til að sýna frumkvæði að skilum en vandinn snúi sérstaklega að stafræna tímabilinu sem hófst fyrir áratug eða svo.
Kvikmyndasafn Íslands hefur auglýst eftir sérfræðingi til starfa við nýja skannastöð safnsins sem nú er í mótun. Umsóknarfrestur rennur út 12. febrúar.
Í fjárlagafrumvarpinu 2018 sem lagt var fram í dag er gert ráð fyrir að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hækki um 75,8 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs. Þar af hækka kvikmyndasjóðir um 80 milljónir (í samræmi við samkomulagið 2016-19) en rekstrarhlutinn lækkar um tæpar 4 milljónir.
Í fjárlagafrumvarpinu 2017 sem lagt var fram í dag er gert ráð fyrir að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hækki um 77,8 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs. Þar af hækka kvikmyndasjóðir um 70 milljónir (sem er í samræmi við nýgert samkomulag) og rekstrarhlutinn um 7,8 milljónir.
Kvikmyndasafn Íslands sýnir endurbætta stafræna útgáfu af Morðsögu (1977) Reynis Oddssonar í Háskólabíói þann 2. nóvember kl. 18. Sýningin er í tilefni 110 ára afmælis kvikmyndasýninga á Íslandi. Á undan verður sýnd 110 ára gömul stutt mynd, Þingmannaförin, um för íslenskra alþingismanna til Kaupmannahafnar árið 1906, en hún var hluti af sýningardagskrá hins eldra Gamla bíós í Grjótaþorpinu þegar sýningar hófust þar 2. nóvember umrætt ár. Öllum er heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir.
Seinni hluti heimildamyndar sem Kvikmyndasafn Íslands gerði um filmufundinn í Faxaflóa er nú til sýnis. Ýmsir erlendir fjölmiðlar hafa sýnt málinu áhuga.
Filmur sem fundust á botni Faxaflóa fyrr í þessum mánuði eru úr sovéskri bíómynd frá árinu 1968. Starfsmenn Kvikmyndasafns Íslands hafa þurrkað filmurnar og skoðað þær síðustu daga. RÚV greinir frá.
Síðastliðinn föstudag, 15. apríl, afhenti fjölskylda Óskars Gíslasonar, kvikmyndagerðarmanns og brautryðjanda í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar, þjóðinni til eignar allar kvikmyndir hans sem og mikið safn gagna og margvíslegra gripa sem Óskar lét eftir sig.
Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands bregst við ummælum forseta Félags kvikmyndatökustjóra um ófremdarástand í varðveislumálum kvikmynda. Hann bendir á að Kvikmyndasafnið vinni markvisst að því verkefni þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og að mikilvægt sé að horfa á heildarmyndina - sem er ekki eins svört og dregin hefur verið upp þó vissulega þurfi meira til.
Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands svarar bréfi Bergsteins Björgúlfssonar forseta Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra: það er verið að vinna mjög markvisst í varðveislumálunum innan þess ramma sem fjárhagur leyfir, segir hann og bendir jafnframt á frekari lausnir sem bjóðast.
Á þessum degi, 2. nóvember árið 1906 eða fyrir 108 árum, hófust reglubundnar kvikmyndasýningar á Íslandi í Reykjavíkur Biograftheater (Fjalakettinum). Kvikmyndasafn Íslands bendir á þetta á Fésbókarsíðu sinni.
Nú stendur yfir átak á vegum Kvikmyndasafnsins og Kvikmyndamiðstöðvar að hafa uppi á öllum íslenskum kvikmyndum á filmu, sem enn kunna að leynast á kvikmyndavinnustofum erlendis. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu/Vísi.
Erlendur Sveinsson, nýráðinn forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, segist á Fésbókarsíðu sinni sjá fyrir sér þrjú höfuðverkefni í starfi sínu; að koma safninu inní stafrænu öldina, að miðla safnkostinum sem best til þjóðarinnar og tryggja að ungt fólk taki við merkinu þegar hann láti af störfum.
Erlendur Sveinsson hefur verið skipaður í embætti forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands til fimm ára frá 1. október nk. að telja en hann var settur forstöðumaður safnsins árið 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Umsóknarfrestur um stöðu forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands rann út miðvikudaginn 25. júní. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust 15 umsóknir um stöðuna, frá 7 konum og 8 körlum.
Líkt og Klapptré sagði frá hefur starf forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 25. júní. Erlendur Sveinsson, starfandi forstöðumaður, staðfestir í samtali við Klapptré að hann muni verða meðal umsækjenda.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um stöðu forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands. Umsóknarfrestur er til 25. júni og er gert ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna frá 1. ágúst.