Kvikmyndasafnið auglýsir eftir sérfræðingi í stafvæðingu

Kvikmyndasafn Íslands hefur auglýst eftir umsóknum um starf sérfræðings í stafvæðingu og endurgerð kvikmynda af hinum ýmsu miðlunarformum.

Segir um þetta á vef Stjórnarráðsins:

Helstu verkefni og ábyrgð
Sérfræðingurinn starfar við stafvæðingu af flestum miðlunarformum kvikmynda og lagfæringar og endurgerð kvikmynda. Hann tekur þátt í þjónustu safnsins við afgreiðslu beiðna til þjónustuþega safnsins. Hann tekur jafnframt þátt í stefnumótun stafvæðingar í samræmi við stafvæðingaráætlun safnsins. Verkefnin eru fjölþætt en Kvikmyndasafn Íslands stendur frammi fyrir stórum verkefnum og er því spennandi vinnustaður fyrir réttan aðila.

Hæfniskröfur
Háskólagráða BA, BS að lágmarki á sviði kvikmyndavinnslu eða kvikmyndagerðar sem nýtist í starfi.
Víðtæk reynsla og sérfræðiþekking á vinnslu kvikmynda og meðhöndlun upplýsinga á hliðrænu og stafrænu formi.
Gott skynbragð á helstu vinnsluforrit kvikmynda og almennt góð tölvuþekking.
Áhugi og þekking á sögu kvikmyndagerðar.
Nákvæm og vönduð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Fræðagarður hafa gert.

Kvikmyndasafn Íslands er ríkisstofnun sem heyrir undir Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Safnið starfar skv. Kvikmyndalögum nr. 137/2001. Hlutverk safnsins er að safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir, standa fyrir sýningum á kvikmyndalist, sjá um viðhald á myndum og skapa aðstæður til rannsókna. Safnið varðveitir skilaskylt efni samkvæmt lögum um skylduskil til safna nr. 20/2002.

Umsóknum ásamt ferilskrá má skila á netfangið kvsi@kvsi.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir um starfið gilda í 6 mánuði

Ráðning er frá 1. mars 2022 eða skv. samkomulagi

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 21.01.2022

Nánari upplýsingar veitir Þóra Sigríður Ingólfsdóttir – thora.s.ingolfsdottir@kvikmyndasafn.is

Smelltu hér til að sækja um starfið

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR