Auglýst eftir forstöðumanni Kvikmyndasafns Íslands

kvikmyndasafn-logo-+-bæjarbíóMennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um stöðu forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands. Umsóknarfrestur er til 25. júni og er gert ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna frá 1. ágúst.

Í auglýsingunni segir meðal annars:

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar forstöðumann Kvikmyndasafns Íslands til fimm ára í senn, sbr. 9. gr. kvikmyndalaga, nr. 137/2001. Hann skal hafa staðgóða þekkingu á starfsemi safna, kvikmyndamálum og íslenskri menningarsögu.

Um laun forstöðumanns fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006, með síðari breytingum. Gert er ráð fyrir því að skipað verði í embættið frá og með 1. ágúst 2014.

Sjá nánar hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR