HeimSaga108 ár í dag síðan kvikmyndasýningar hófust á Íslandi

108 ár í dag síðan kvikmyndasýningar hófust á Íslandi

-

Reykjavíkur Biografteater var gangsett 1906, það hét síðan Bíó um tíma og síðan Gamla bíó. Síðar fluttist það uppá Ingólfsstrætii.
Reykjavíkur Biografteater var gangsett 1906, það hét síðan Bíó um tíma og síðan Gamla bíó. Síðar fluttist það uppá Ingólfsstrætii.

Á þessum degi, 2. nóvember árið 1906 eða fyrir 108 árum, hófust reglubundnar kvikmyndasýningar á Íslandi í Reykjavíkur Biograftheater (Fjalakettinum). Kvikmyndasafn Íslands bendir á þetta á Fésbókarsíðu sinni.

Þetta óþjála nafn var fljótlega stytt í Bíó en breytt í Gamla bíó, þegar Nýja bíó tók til starfa árið 1912.

Sýningaskráin samanstóð af nokkrum stuttum myndum, þeirra á meðal var kvikmynd danska konunglega hirðljósmyndarans Peter Elfelt „Alþingismenn í Khöfn“ sem svo var nefnd í blaðaauglýsingum og vakti mikla athygli.

Mynd þessi sýndi heimsókn íslensku alþingismannanna með Hannes Hafstein í broddi fylgingar til Kaupmannahafnar þetta ár í boði danska þingsins. Þessa sögulegu kvikmynd má sjá í lítilli upplausn á síðu danska kvikmyndasafnsins hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR