Hjónin Felix og Klara eru eldri borgarar sem búa í rótgrónu hverfi. Þau eiga þrjú börn og þó nokkur barnabörn sem Felix þekkir illa í sundur. Þegar heilsu Klöru hrakar tekur fjölskyldan ákvörðun um að tími sé kominn á breytingar – eitthvað sem Felix er mjög ósáttur við. Þau flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða, en á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs.
Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir fara með aðalhlutverkin. Handritið skrifa Jón Gnarr og Ragnar Bragason, sem einnig leikstýrir. Davíð Óskar Ólafsson framleiðir fyrir Mystery.













