Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræddi við útvarpsstöðina K100 um nýgerða úthlutun til annarrar syrpu Ófærðar og þær deilur sem hafa skapast vegna þess. Horfa má á viðtalið hér.
SÍK hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Kvikmyndamiðstöðvar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna úthlutunar til annarrar syrpu Ófærðar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, hefur sent frá sér tilkynningu varðandi nýlegar ákvarðanir um úthlutanir vilyrða úr Kvikmyndasjóði. SÍK telur að reglur hafi verið brotnar og að endurskoða þurfi verklag.
Heimildamyndin Byltingin er hafin! í stjórn Hjálmtýs Heiðdal og Sigurðar Skúlasonar hefur fengið 12 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Myndin segir frá því þegar ellefu íslenskir námsmenn fóru inn í íslenska sendiráðið í Stokkhólmi 20. apríl 1970, lýstu því yfir að sósíalísk bylting á Íslandi væri nauðsyn og drógu rauðan fána að húni.
"Ef íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á að halda áfram að dafna þurfa stjórnvöld að taka starfshætti Kvikmyndasjóðs til róttækrar endurskoðunar. Framleiðendur verða að geta treyst því að þar sitji allir við sama borð og sjóðurinn þarf að marka sér skýra stefnu í samræmi við þróun á mörkuðum," segir Magnús Guðmundsson í leiðara Fréttablaðsins.
Önnur syrpa Ófærðar hlaut vilyrði í júnímánuði fyrir sextíu milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði þótt ekki væri búið að skrifa handrit að öllum þáttunum í seríunni. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar segir reglur ekki hafa verið brotnar, en Snorri Þórisson framleiðandi hjá Pegasus gagnrýnir ákvörðunina. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Vefur Kvikmyndamiðstöðvar hefur verið uppfærður og má skoða hér. Undir flokknum Styrkir má finna undirsíðu þar sem fjallað er um umsóknir í Kvikmyndasjóð. Þar er klausa með yfirskriftinni "Ójafnvægi í hlut kynja."
Nýjasta bíómynd Baldvins Z, Fyrir Magneu, hlaut á dögunum 1,7 milljón norskra króna í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Það samsvarar rúmum 23 milljónum íslenskra króna. Verkefnið, sem fer í tökur síðsumars, hefur einnig hlotið styrk frá Kvikmyndamiðstöð auk þess sem RÚV tekur einnig þátt í fjármögnun.
Í tengslum við nýframlagt fjárlagafrumvarp bendir Hilmar Sigurðsson kvikmyndaframleiðandi á að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar hafi hækkað miklu minna á undanförnum árum en framlög til annarra samkeppnissjóða sem og menningarstofnana á borð við Þjóðleikhúsið og Sinfóníuna. Hann áréttar einnig að mikið vanti uppá að markmiðum samkomulagsins milli stjórnvalda og bransans frá 2006 hafi verið náð.
Í fjárlagafrumvarpinu 2017 sem lagt var fram í dag er gert ráð fyrir að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hækki um 77,8 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs. Þar af hækka kvikmyndasjóðir um 70 milljónir (sem er í samræmi við nýgert samkomulag) og rekstrarhlutinn um 7,8 milljónir.
Í Samkomulagi um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð árin 2016-2019, sem undirritað var í síðustu viku, er KMÍ gert kleift að auka nokkuð styrkhlutfall á hvert verkefni en ekki er gert ráð fyrir fjölgun þeirra. Leikið sjónvarpsefni býr áfram við skarðan hlut, en vilyrði er gefið um hækkun til sjóðsins á síðari hluta samningstíma.
Samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í gær um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð árin 2016– 2019, hækka framlög til Kvikmyndasjóðs um 240 milljónir króna næstu þrjú ár.
Þórhallur Gunnarsson framleiðslustjóri hjá Sagafilm bendir á að sá gríðarlegi vöxtur sem kvikmyndaiðnaðurinn hefur búið við undanfarin ár (með ríflega tvöfaldri veltu í ár miðað við síðasta ár) sé aðallega vegna erlendra verkefna og það sé áhyggjuefni.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræðir við vefsíðuna Eurodrama um stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð, sögu sjóðsins og horfurnar framundan.
Kvikmyndaframleiðendur fagna frumvarpi um að veita miðastyrki vegna sýninga íslenskra kvikmynda síðustu ár. Þeir gagnrýna þó hvernig staðið er að úthlutuninni og segja mikinn fjármagnskostnað hafa lagst á framleiðendur vegna þess hversu seint staðið er við samkomulag um styrkina.
Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar íslands skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem fram koma ítarlegri upplýsingar um skiptingu styrkja milli kynja en áður hafa birst. Tölurnar ná til áranna 2005-2015 og kemur í ljós að árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Lengri grein Laufeyjar birtist hér ásamt skýringamyndum.
Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hækki um 73,2 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs en Ríkisútvarpið sætir 173 m.kr. niðurskurði.
Kristín A. Atladóttir framleiðandi tjáir sig um umræðuna um kynjahalla í kvikmyndum í Fréttablaðinu og segir meðal annars: "Það er ekki flókið að komast að óumdeilanlegum niðurstöðum í tölfræði kvikmyndastyrkja á Íslandi, niðurstöðum þar sem forsendur eru ljósar sem og hvaða spurningum er verið að svara. Tilgangslaust er að fleygja ófullnægjandi og misvísandi tölum á milli sín og hártoga um málefni þar sem sýnileg niðurstaða liggur fyrir, en eðli og orsakir eru ókunnar."
Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi flutti tölu á málfundi RIFF í Tjarnarbíói í gærkvöldi þar sem málefni kvenna í kvikmyndagerð voru rædd. Dögg sagði meðal annars: "Miðað við framgang mála hingað til mun taka okkur 600 ár að ná jafnrétti, við erum ekki lengra komin en það. Við erum öll sammála um að núverandi staða er óþolandi og hvorki bransanum né landinu til sóma. Okkar skoðun er sú að ástandið lagist seint og illa, NEMA það sé farið í sértækar aðgerðir hjá Kvikmyndamiðsttöð. Það sendir út nauðsynleg skilaboð til áhorfenda, framleiðslufyrirtækja, sjónvarpsstöðva, verðandi kvikmyndagerðarkvenna, allra."
Friðrik Erlingsson leggur út af umræðunni um kynjakvóta í kvikmyndagerð og segir meðal annars: "Stóra vandamálið í kynjahallanum á úthlutun styrkja frá Kvikmyndamiðstöð er ekki hvort umsækjandi er með kynfærin innvortis eða utanáliggjandi. Stóra vandamálið er skorturinn á skýrum og afmörkuðum vinnureglum fyrir ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar, svo þeir komist ekki lengur upp með að hafa ‘persónulega skoðun’ á umsóknum eða umsækjendum, heldur sé þeim gert að fjalla um þær á faglegan hátt, meta þær samkvæmt faglegri reglu, sem útilokar að persónulegt álit ráðgjafa hafi nokkuð um málið að segja."
Kvikmyndaráð undir forystu Áslaugar Friðriksdóttur vinnur nú að tillögum um endurnýjun kvikmyndasamnings stjórnvalda og bransans og skoðar einnig gildandi kvikmyndalög frá 2001. Kvikmyndaráði er ætlað veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, tjáir sig um þær hugmyndir sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið varðandi kynjakvóta til að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. Hún segir þetta vandmeðfarna aðgerð sem yrði að vera tímabundin.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tekur vel í hugmyndir Baltasars Kormáks um að öll aukning á framlögum til kvikmyndasjóðs færi til kvenna.„Það er ljóst að það gengur ekki að helmingur þjóðarinnar, sem eru konur, eigi sér ekki sína rödd í kvikmyndum, öflugasta miðli nútímans. Það er ekkert bara vandamál kvikmyndagerðarmanna, heldur samfélagsins alls,“ segir Illugi Gunnarsson við Fréttablaðið.
Samantekt Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem birt var á dögunum, sýndi að á undanförnum árum hefur hærra hlutfall kvenna fengið styrki úr Kvikmyndasjóði en hlutfall karla. Ritstjóri Klapptrés leitaði álits Daggar Mósesdóttur formanns WIFT á niðurstöðum þessarar samantektar og spurði jafnframt hvar WIFT teldi helst kreppa skóinn þegar kemur að styrkveitingum til kvenna.
Í kjölfar umræðna um hlut kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur Kvikmyndamiðstöð Íslands tekið saman upplýsingar fyrir árin 2013 og 2014 um fjölda umsókna í Kvikmyndasjóð Íslands og styrkja/vilyrða úr sjóðnum eftir kyni. Í ljós kemur að hlutfall kvenna sem fá styrki er mun hærra en karla. Karlar fá þó fleiri styrki í heild, en karlkyns umsækjendur eru mun fleiri.
Guðný Halldórsdóttir leikstýra heldur því fram að í kvikmyndamiðstöð hafi konur ekki sömu tækifæri og karlar sem leikstjórar og handritshöfundar. Þannig hafi það verið undanfarin ár og þetta sé vegna þess að ekki megi opna munninn í þeirri stofnun og gagnrýna vinnubrögðin, því þá sé alveg gefið að þér verði ýtt úr biðröðinni og steinn lagður í götu þína.
Laufey Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fer yfir stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð í spjalli við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.
Jón Óskar er með BSc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í opinberri stjórnun og stefnumörkun frá University of Manchester. Hann hefur reynslu af fjármálastjórn og rekstri í opinbera geiranum bæði hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum, auk þess að hafa unnið við rekstrar- og fjármálaráðgjöf fyrir opinbera og einkaaðila.
Mikil óánægja ríkir hjá kvikmyndagerðarmönnum vegna stöðu Kvikmyndasjóðs. Þegar er búið að veita vilyrði fyrir fjármunum upp á 442 milljónir úr sjóðnum á yfirstandandi ári en heildar fjármagn sem sjóðurinn hefur til úthlutunar eru 684,7 milljónir króna.
Á árunum 2000 til 2012 fór 87% fjármagns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands til karla og konur leikstýrðu aðeins 15% íslenskra kvikmynda á árunum 2000 til 2009. Þetta kemur fram í rannsókn Ívars Björnssonar á konum í íslenskri kvikmyndagerð sem skoða má hér.
Af einhverjum ástæðum bólar enn ekkert á svokallaðri sóknaráætlun skapandi greina sem forsætisráðherra kynnti í síðasta áramótaávarpi að kæmi fram á árinu. Ásgrímur Sverrisson rifjar upp ummæli forsætisráðherra og menntamálaráðherra um þetta mál.
Gert er ráð fyrir 50 milljón króna hækkun á framlagi til Kvikmyndamiðstöðvar í breytingatillögum við fjárlagafrumvarp 2015. Samkvæmt frumvarpinu var gert ráð fyrir að heildarframlag til KMÍ næmi 835,9 mkr., en verður nú 885,9 mkr.
Gagnrýnendur Djöflaeyjunnar, Hlín Agnarsdóttir og Gunnar Smári Egilsson, ræddu um íslenskar kvikmyndir í tilefni þess að á dögunum voru alls sex slíkar í sýningum á bíóunum. Þeim fannst heilt yfir frekar lítið til þessara mynda koma, nefndu flatar persónur, áberandi karllæga sýn og að handrit væru almennt ekki nógu áhugaverð.
"Kvikmyndaframleiðendur bundu satt að segja vonir við að núverandi stjórnvöld sæju framtíðina, tækifærin sem felast í íslenskri kvikmyndaframleiðslu, mikla fjárhagslega möguleika greinarinnar og menningarlegt mikilvægi hennar í heimi sem stendur okkur opinn. En það sem af er þessu kjörtímabili hafa þær vonir reynst blekking ein - eins og staðreyndirnar sýna," segir Björn B. Björnsson.
Síðdegisútvarp Rásar 2 ræddi við Laufeyju Guðjónsdóttir forstoðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í tilefni harðorðs pistils Friðriks Erlingssonar sem Klapptré birti s.l. þriðjudag. Þar gagnrýndi Friðrik meðal annars starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar. Laufey sagði miðstöðina meðal annars hugsa um fjölbreytni verkefna við styrkveitingar og að val á verkefnum verði alltaf huglægt upp að vissu marki en ráðgjafar miðstöðvarinnar séu fagmenn með sérþekkingu sem hafi ákveðin viðmið til hliðsjónar.
Samkvæmt nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hækki um 87,6 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 2,8 m.kr. Hækkanirnar eru í samræmi við samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012–2015.
Fáar konur taka þátt í gerð þeirra fjögurra kvikmynda sem teknar verða á Íslandi í sumar með styrkjum frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í samtali við RÚV segir formaður WIFT (konur í kvikmyndum og sjónvarpi) það þjóðfélagsmein að konur geti ekki speglað sig í íslenskum kvikmyndum.
Í ítarlegu viðtali ræðir Ásgrímur Sverrisson við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra um margvísleg málefni kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Hér birtist fyrri hluti viðtalsins þar sem rætt er um sóknaráætlun fyrir skapandi greinar, uppbyggingu kvikmyndasjóðs eftir niðurskurð, kvikmyndamenntun og niðurhalsmál. Í seinni hluta viðtalsins sem lesa má hér er rætt um málefni Ríkisútvarpsins.
Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur nú við afgreiðslu erinda og sér um almenna upplýsingagjöf um endurgreiðslukerfi kvikmynda. Jafnframt mun Kvikmyndamiðstöð fylgjast sérstaklega með þróun stuðningskerfa af þessu tagi í Evrópu.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir á Facebook síðu sinni að fólk í kvikmyndaiðnaðinum verði að gera sér grein fyrir því að ekki verði gengið...
Stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjárlagafrumvarps 2014 þar sem niðurskurður á kvikmyndasjóði er fordæmdur.
Samtök kvikmyndaleikstjóra fordæma harkalega þann mikla...
„Þetta verður mjög erfitt fyrir kvikmyndagreinina, það er alveg ljóst,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í spjalli við Visi. „Fjármögnun verkefna hefur alltaf...
Kvikmyndabransinn hjó sérstaklega eftir orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Kastljósi RÚV þann 11. september s.l. þegar hann sagði, aðspurður um hugsanlegan niðurskurð í menningarmálum:
Félag kvikmyndagerðarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjárlagafrumvarps 2014 þar sem niðurskurður á kvikmyndasjóði er harmaður.
Félag kvikmyndagerðamanna harmar fréttir um niðurskurð ríkisstjórnarinnar til...
SÍK - Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tillaga um mikinn niðurskurð kvikmyndasjóðs er harmaður. Stjórnin bendir á að með...
Framlög til kvikmyndasjóðs Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verða skorin niður um 39% skv. fjárlagafrumvarpi 2014 og gert ráð fyrir að þau nemi 624,7 milljónum króna. Nemur...
Stóra spurningin sem hangir yfir bransanum þessa dagana snýr að fjárlögum komandi árs. Verða fjárfestingar í kvikmyndagerð skornar niður? Þessum spurningum fæst svarað (að einhverju...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Kastljósi gærkvöldsins að ekki stæði til að skera meira niður hjá Kvikmyndasjóði eða RÚV en hjá öðrum. Hann...