SÍK óskar eftir fundi með fulltrúum KMÍ og ráðuneytis vegna úthlutunar

SÍK hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Kvikmyndamiðstöðvar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna úthlutunar til annarrar syrpu Ófærðar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Í frétt Fréttablaðsins/Vísis segir m.a.:

Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði vegna Ófærðar 2. SÍK telur að reglur hafi verið brotnar við ákvörðun um vilyrði fyrir úthlutuninni þar sem fullbúið handrit að öllum þáttunum lá ekki fyrir.

Ekki er ljóst hvenær fundurinn mun fara fram. „Ráðuneytið stjórnar því alveg. Ég veit ekki hvernig ráðuneytið vinnur úr þessu máli. Þeir skoða það væntanlega og fara yfir það og meta,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar.

Í byrjun næsta árs hefur Laufey sinnt stöðu sinni í fimmtán ár. Hún segist ekki hafa íhugað að láta af störfum út af þessu máli. „Ég held að þetta sé ekki komið það langt. Fyrst þarf að leysa málið og skýra það,“ segir Laufey. Hún segist ekki búin að hugsa um það hvort hún sækist eftir starfinu að nýju þegar verður skipað til næstu fimm ára í byrjun næsta árs.

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR