Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræddi við útvarpsstöðina K100 um nýgerða úthlutun til annarrar syrpu Ófærðar og þær deilur sem hafa skapast vegna þess. Horfa má á viðtalið hér.
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.
Nordic Film and TV News fjallar um nýja kvikmyndastefnu fyrir Ísland á vef sínum og ræðir við Laufeyju Guðjónsdóttur, Lilju Ósk Snorradóttur, Grímar Jónsson og Skarphéðinn Guðmundsson um það sem hún felur í sér.
Gert er ráð fyrir 35% hækkun til Kvikmyndasjóðs í nýju fjárlagafrumvarpi og 88% hækkun til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar. Þetta tengist innleiðingu nýrrar kvikmyndastefnu sem verður kynnt fljótlega.
Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur fjölgað ráðgjöfum með ráðningu leikstjóranna Grétu Ólafsdóttur og Guðnýjar Halldórsdóttur í störf kvikmyndaráðgjafa. Þá hefur Martin Schlüter einnig verið ráðinn til starfa sem framleiðandi hjá KMÍ.
Kvikmyndasjóður hefur úthlutað styrkjum af sérstakri 120 m.kr. fjárveitingu vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru. Stærsta styrkinn hlýtur bíómyndin Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur, 35 milljónir króna.