HeimEfnisorðEndurgreiðslan

Endurgreiðslan

Fjölmargir kvikmyndaframleiðendur lýsa yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur til góðra verka

Forsvarsmenn fjölmargra framleiðslufyrirtækja í kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og þær hugmyndir sem hún setti fram í nýlegri grein varðandi frekari uppbyggingu greinarinnar.

SÍK fagnar megináherslum Lilju Alfreðsdóttur varðandi málefni kvikmyndagerðar á næsta kjörtímabili

Anton Máni Svansson formaður SÍK bregst við skrifum Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um næstu skref í málefnum kvikmyndagerðarinnar og segist fagna þeim megináherslum sem þar koma fram.

Lilja skrifar um næstu skref varðandi kvikmyndagerðina

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráherra skrifar í Vísi um þau málefni kvikmyndagerðar sem hún vill leggja áherslu á, hljóti hún til þess brautargengi í komandi kosningum.

Undirskriftalisti með áskorun til þingmanna sé tillaga um neyðaraðgerð til handa íslenskri kvikmyndagerð

Fólkið í kvikmyndagreininni hefur á undanförnum dögum sett nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað er á Alþingi að afstýra enn einum niðurskurði Kvikmyndasjóðs með því að færa hluta af endurgreiðsluheimild næsta árs til Kvikmyndasjóðs. Gert er ráð fyrir að Alþingi afgreiði fjárlög í næstu viku. 

Kvikmyndastefnan í framkvæmd: dregið úr vægi íslenskrar kvikmyndagerðar, aukið vægi erlendra þjónustuverkefna

Í Kvikmyndastefnunni frá 2020 var fyrsta mál að efla Kvikmyndasjóð, meginstoð íslenskrar kvikmyndagerðar. Það byrjaði vel en nú, fjórum árum síðar, hefur hann verið skorinn hressilega niður og hefur ekki verið minni síðan niðurskurðarárið 2014. Um leið hefur endurgreiðsluhlutfall verið hækkað verulega til að auka samkeppnishæfni Íslands varðandi erlend stórverkefni. Stækkun þessarar hliðarstoðar nýtur stuðnings í greininni en gríðarlegur niðurskurður Kvikmyndasjóðs er ekki það sem Kvikmyndastefnan gengur útá.

Skoða á nánar skilyrði fyrir endurgreiðslu

Skoða á nán­ar skil­yrði fyr­ir end­ur­greiðslu á kostnaði vegna kvik­mynda­fram­leiðslu hér á landi, en áfram verður þó miðað við 35% end­ur­greiðslu. Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­málaráðherra í sam­tali við mbl.is.

Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar skorin niður

Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025 eru áætluð framlög til Kvikmyndasjóðs 1.023,1 m.kr. Í fjárlögum ársins 2024 var framlagið 1.114,8 m.kr. Niðurskurðurinn nemur 8,2%.

Mikil efnahagsleg umsvif fylgja endurgreiðslunni en vandi fylgir einnig

Niðurstöður úttektar breska ráðgjafafyrirtækisins Olsberg SPI um efnahagslegan ávinning af íslenska kvikmyndaendurgreiðslukerfinu, sem kynntar voru á kvikmyndaráðstefnu í Hörpu þann 5. apríl, hafa verið opinberaðar.

Endurgreiðslur gætu numið 7,6 milljörðum á þessu ári

Endurgreiðslur vegna sjónvarps- og kvikmyndaverkefna gætu numið 7,6 milljörðum á þessu ári. Þetta kemur fram í áhættumati fjármálaráðuneytisins sem kynnt var fyrir fjárlaganefnd Alþingis í vikunni.

Uppgjör ársins 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur og Ragnari Bragasyni

Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.

TRUE DETECTIVE væntanleg hingað í tökur, einnig ný kvikmynd Lynne Ramsay

Orðrómur er á kreiki um að fjórða syrpa hinnar margverðlaunuðu þáttaraðar, True Detective, verði tekin upp hér á landi að megninu til á næstunni. Þá mun nýjasta mynd Lynne Ramsay, Stone Mattress eftir sögu Margaret Atwood, verða filmuð hér og á Grænlandi í september.

Hvaða verk í undirbúningi falla undir 35% endurgreiðsluna og hver ekki?

35% endurgreiðslan er hugsuð fyrir stærri verkefni og þá ekki síst af erlendum toga. Ljóst er þó að ýmsar innlendar bíómyndir og þáttaraðir falla undir hækkaða endurgreiðslu.

35% endurgreiðsla samþykkt: 350 mkr. gólf, 30 töku- og eftirvinnsludagar, 50 starfsmenn

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á hlutfalli tímabundinna endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

Lagt til að gólf verði hækkað í 350 milljónir króna vegna 35% endurgreiðslu

Í breytingatillögum Atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps um 35% endurgreiðslu er lagt til að lágmark framleiðslukostnaðar verði 350 milljónir króna í stað 200 milljóna eins og lagt er til í frumvarpinu. Atkvæði verða greidd um frumvarpið í dag samkvæmt dagskrá Alþingis.

Ágreiningur um útfærslu 35% endurgreiðslu

Ágreiningur er innan stjórnkerfisins um útfærslu 35% endurgreiðslunnar, en frumvarp þar að lútandi er nú til meðferðar Alþingis. Fjármálaráðuneytið segir samráð hafa skort og undirbúning ónægan, auk þess sem það sé ófjármagnað. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra vísar þessu á bug.

Verður endurgreiðslan hækkuð?

Orðrómur er á kreiki um að hækkun á endurgreiðslum til kvikmyndagerðar verði meðal atriða í væntanlegum stjórnarsáttmála. Framsóknarflokkurinn hefur lýst þeim vilja sínum að þær verði hækkaðar í 35%, en þessar hugmyndir mæta einnig andstöðu innan stjórnarflokkana.

Styðja hugmyndir um hækkun endurgreiðslu

Forsvarsfólk nokkurra stærstu kvikmyndafélaganna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir stuðningi við hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar í 35%.

Framsókn sér fyrir sér að auka endurgreiðslur í 35%

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son formaður Framsóknarflokksins seg­ir tæki­færi fel­ast í því að auka end­ur­greiðslur á kostnaði stórra kvik­mynda­verk­efna hér á landi í 35%. Þetta kemur fram í Dagmálum, þjóðmálaþætti Morgunblaðsins.

Óttast uppsagnir starfsfólks verði fyrirhugaðar breytingar á endurgreiðslulögum að veruleika

Forstjóri Sagafilm óttast að þurfa að segja upp öllu sínu starfsfólki, verði frumvarp til breytinga á lögum um endurgreiðslur í kvikmyndaiðnaði samþykkt. Önnur framleiðslufyrirtæki hafa gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Björn B. Björnsson: Stjórnvöld stilli sig um að setja kostnaðaraukandi og íþyngjandi reglur varðandi endurgreiðslukerfið

Björn B. Björnsson kvikmyndaframleiðandi hefur lagt fram umsögn á samráðsgátt sjórnvalda varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögum um endurgreiðslukerfið, þar sem hann mótmælir því að verk með endurgreiðslu undir 20 milljónum verði ekki lengur undanþegin yfirferð löggilts endurskoðanda.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Eiríkur Ragnarsson: Hvað kostar Ófærð okkur?

Eiríkur Ragnarsson (Eikonomics) heldur áfram að skrifa í Kjarnann um fjárfestingu ríkisins í íslenskum kvikmyndaiðnaði og bendir á að þar sem framleiðsla á íslenskri menningu sé greidd úr sameiginlegum, takmörkuðum, sjóðum samfélagsins sé eðlilegt að velta fyrir sér hvort að því fé sé vel varið.

Endurgreiðslan er fjárfesting sem skilar arði

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, segir í grein í Kjarnanum að endurgreiðslur til kvikmyndagerðar séu arðbær fjárfesting og að Íslendingar eigi að sækjast eftir því að fá fleiri kvikmyndastjörnur á borð við Vin Diesel til landsins.

Eiríkur Ragnarsson: Af hverju gaf ríkið Vin Diesel og félögum einu sinni 500 milljónir?

Eiríkur Ragnarsson (Eikonomics) fer yfir ýmsar hliðar endurgreiðslukerfisins í grein í Kjarnanum. "Þegar allt er skoðað saman er lík­lega alveg hægt að fara verr með almanna­fé," segir Eiríkur meðal annars, en bætir við að einnig þurfi að ganga úr skugga um að þetta fjármagn skili samfélaginu hæstu ávöxtun.

Þrýst á um hækkun endurgreiðslunnar – „glapræði að nýta ekki tækifærið núna“

Endurgreiðsla ríkisins á kostnaði sem fellur til við erlend kvikmyndaverkefni hér á landi þyrfti að vera hærri, að mati Leifs B. Dagfinnssonar stjórnarformanns True North. Rætt var við hann í Morgunútvarpi Rásar 2.

Ríkisendurskoðun skoðar endurgreiðslukerfið, ekkert sem bendir til misnotkunar

Ríkisendurskoðun sendi á dögunum frá sér úttekt á endurgreiðslukerfi kvikmynda, en úttektin var gerð vegna ábendingar um hugsanlega misnotkun. Það er þó ekki niðurstaða skýrslunnar. SÍK hefur sent frá sér yfirlýsingu um málið.

Hörð andstaða SÍK og Samtaka iðnaðarins gegn breytingum á endurgreiðslunni

Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) leggjast alfarið gegn nokkrum breytingum sem boðaðar eru í drögum frumvarps um breyttar reglur á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu.

Óánægja með fyrirhugaðar breytingar á endurgreiðslukerfinu

Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir fyrir­hugaðar lagabreytingar á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar neikvæðar. Vísir/Fréttablaðið greinir frá.

Breytingar á endurgreiðslukerfinu áformaðar í nýjum frumvarpsdrögum

Í nýjum frumvarpsdrögum eru lagðar til breytingar á endurgreiðslukerfinu í þá veru að hætt verði að hætt verði að styðja spjallþætti, raunveruleikaþætti og skemmtiþætti, auk þess sem þak verði sett á ársgreiðslu til einstakra verkefna, að öll verkefni lúti endurskoðun á kostnaði og að skilin á milli endurgreiðslukerfisins og úthlutunar úr Kvikmyndasjóði verði skýrari. Frumvarpsdrögin hafa verið birt á Samráðsgátt stjórnvalda, þar sem hægt er að senda inn umsögn um þau.

Breytingar lagðar til á endurgreiðslukerfinu

Leggja ætti niður end­ur­greiðslur af hálfu rík­is­ins til spjall-, skemmti- og raun­veru­leika­þátta og tak­marka ætti end­ur­greiðsl­urnar við kvik­myndir í fullri lengd, röð leik­inna sjón­varps­þátta eða sjón­varps­mynda og svo heim­ild­ar­mynd­ir. Þetta kemur fram í skýrslu vinnu­hóps um styrki og end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerð­ar.

RVK Studios óskar eftir endurupptöku vegna endurgreiðslu til „Ófærðar“

Forsvarsmenn RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks, hafa óskað eftir endurupptöku á úrskurði yfirskattanefndar varðandi endurgreiðslumál sjónvarpsþáttanna Ófærðar. Yfirskattanefnd féllst ekki á að vaxtagreiðslur vegna láns upp á tíu milljónir og erlendur kostnaður upp á rúmar fimm milljónir yrðu hluti af endurgreiðslunni.

Endurgreiðslur námu einum og hálfum milljarði 2016, aldrei hærri

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar námu rúmum einum og hálfum milljarði 2016 og hafa aldrei verið hærri. 70% af endurgreiðslunni fóru til erlendra verkefna, 29% til innlendra og 1% til samframleiðslu.

Baltasar um áhrif Brexit á íslenska kvikmyndagerð: „Okkur í hag að það sé mikið að gera í Bretlandi“

„Ég held að það sé ekkert okkur í hag að þeim gangi illa,“ segir Baltasar Kormákur í samtali við Vísi um ákvörðun bresku þjóðarinnar um að segja sig úr Evrópusambandinu. Breska þjóðin kaus um veru í sambandinu síðastliðinn fimmtudag en þessi ákvörðun gæti haft slæm áhrif á breskan kvikmyndaiðnað sem Íslendingar hafa notið góðs af.

SÍK fagnar hækkun endurgreiðslu

Kvikmyndaframleiðendur fagna nýsamþykktu frumvarpi um hækkun á endurgreiðslum í 25% sem taka munu gildi 31. desember næstkomandi.

Hækkun endurgreiðslu í 25% samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti í dag ný lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar samþykkt á Alþingi. Endurgreiðslan verður því 25% frá og með næstu áramótum og næstu 5 árin þar á eftir.

Afsökunarbeiðni frá stjórn FK

Stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna hefur sent frá sér tilkynningu vegna upphaflegrar umsagnar sinnar til Alþingis varðandi frumvarp um hækkun á endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar.

Truenorth hafnar gagnrýni vegna „Fast 8“, FK biðst afsökunar

Truenorth, sem þjónustaði kvikmyndina Fast 8 við Mývatn og á Akranesi, hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við umsögn Félags kvikmyndagerðarmanna, FK. Fyrirtækið telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við og leiðrétta rangfærslur sem birtust í umsögninni.

FK vill lágmarksfjölda innlendra starfsmanna á endurgreiðsluverkefnum

Félag kvikmyndagerðarmanna gerir athugasemdir við frumvarp iðnaðarráðherra um hækkun tímabundinnar endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Félagið krefst þess meðal annars að það verði skilyrði fyrir endurgreiðslu að þjónustufyrirtæki og þeir sem kaupi þjónustu ráði að lágmarki 30% íslenskt/evrópskt vinnuafl við myndirnar, virði íslensk lög um vinnutíma, laun, aðbúnað og hollustuhætti svo og íslenska kjarasamninga að fullu.

SÍK fagnar frumvarpi um hækkun endurgreiðslu – styttist í nýjan kvikmyndasamning?

Hilmar Sigurðsson, formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent.

Svartir sandar, traustir innviðir og endurgreiðsla

Birgir Olgeirsson skrifar á Vísi ítarlega fréttaskýringu um Ísland sem tökustað erlendra kvikmynda og endurgreiðsluna, sem nú stendur til að hækka í 25%. Rætt er við Einar Hansen Tómasson hjá Film in Iceland og Baltasar Kormák.

Hækkar endurgreiðslan í 25%?

Ragnheiður Elín Árnadóttir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sagði á Eddunni í gærkvöldi að verið væri að skoða hækkun á endurgreiðslunni frá næsta ári og nefndi þar töluna 25% við mikinn fögnuð viðstaddra.

Noregur í samkeppni við Ísland; tekur upp 25% endurgreiðslu

Norðmenn hafa ákveðið að taka upp endurgreiðslukerfi líkt og hefur verið í gildi hér á landi í hátt á annan áratug. Endurgreiðsla Norðmanna er þó mun hærri; 25% en hér er hún 20%.

Vilja kanna efnahagsáhrif kvikmynda

Ellefu stjórnarþingmenn, þar meðal Vigdís Hauksdóttir formaður Fjárlaganefndar og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar hafa óskað þess að iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytji Alþingi skýrslu um úttekt á hagrænum áhrifum kvikmyndagerðar á Íslandi.

Kvikmyndamiðstöð tekur við endurgreiðslukerfinu

Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur nú við afgreiðslu erinda og sér um almenna upplýsingagjöf um endurgreiðslukerfi kvikmynda. Jafnframt mun Kvikmyndamiðstöð fylgjast sérstaklega með þróun stuðningskerfa af þessu tagi í Evrópu.

„Getum ekki endalaust skotið sama fjallið“

Baltasar Kormákur og Leifur B. Dagfinnsson leggja áherslu á enn eigi eftir að fullnýta þá möguleika sem felast í framleiðslu erlendra kvikmynda hér á landi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR