HeimEfnisorðDýrið

Dýrið

Bíó Paradís sýnir myndirnar sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Í tengslum við Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn fyrir sýningum á tilnefndum myndum í Bíó Paradís dagana 26.–30. október.

Sjón ræðir DÝRIÐ og THE NORTHMAN

Björn Þór Vilhjálmsson hjá Kvikmyndafræði Háskóla Íslands ræðir við Sjón um handrit hans að kvikmyndunum Dýrið og The Northman í hlaðvarpi Engra stjarna.

Tvær íslenskar kvikmyndir tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs hafa verið kynntar. Dýrið og Volaða land eru báðar tilnefndar, sú fyrrnefnda fyrir hönd Íslands en sú síðarnefnda fyrir hönd Danmerkur.

DÝRIÐ á stuttlista til Óskarsverðlauna

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er meðal þeirra 15 alþjóðlegu kvikmynda sem finna má á stuttlista Óskarsverðlaunaakademíunnar í flokknum Alþjóðleg kvikmynd ársins.

DÝRIÐ ein besta frumraun ársins að mati gagnrýnanda The Guardian

Peter Bradshaw gagnrýnandi The Guardian hefur birt uppgjör sitt yfir bestu myndir ársins. Bradshaw velur Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eina af bestu myndum eftir nýliða sem komu út á árinu.

Aðsókn eykst á DÝRIÐ, WOLKA opnar í 5. sæti

Aðsókn á Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eykst milli vikna og má telja líklegt að velgengni myndarinnar í Bandaríkjunum hafi þar áhrif á. Wolka eftir Árna Ólaf Ásgeirsson opnar í 5. sæti aðsóknarlistans.

DÝRIÐ framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

DÝRIÐ með yfir 2 milljónir dollara í tekjur eftir aðra helgi í Bandaríkjunum

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson heldur sínu striki vestanhafs og er nú í 9. sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi með yfir 2 milljónir dollara í tekjur.

Morgunblaðið um DÝRIÐ: Skemmtilegur darraðardans

"Heilt yfir er Dýrið skemmtilegur darraðardans og tekst að búa til söguheim þar sem hinu fáránlega er blandað við þjóðsagnaminni og bíóhefð, og útkoman er í senn spennandi og fyndin", segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðinu.

DÝRIÐ á topplista í Bandaríkjunum með yfir milljón dollara tekjur frumsýningarhelgina

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson tók inn rúmlega eina milljón dollara í tekjur í Bandaríkjunum núna um frumsýningarhelgina og er í sjöunda sæti aðsóknarlistans. Myndin var frumsýnd á 583 tjöldum víðsvegar um Bandaríkin á föstudag.

DÝRINU vel tekið vestanhafs

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson fær gegnumgangandi góð viðbrögð gagnrýnenda í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd á tæplega 600 tjöldum víðsvegar um Bandaríkin á föstudag.

Fréttablaðið um DÝRIÐ: Stórundarleg og stórmerkileg

Dýrið er stór­undar­leg og stór­merki­leg lítil en samt svo stór kvik­mynd sem stendur auð­veld­lega undir allri já­kvæðu at­hyglinni með því að brenna sig svo seig­fljótandi hægt inn í vitund á­horf­andans að hann með­tekur möglunar­laust öll þau undur og stór­merki sem Valdimar og Sjón töfra fram, segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu.

Ásgeir H. Ingólfsson um DÝRIÐ: Lambið í barnaherberginu

„Myndina mætti kannski flokka í ákveðna hefð nýlegra íslenskra mynda, sem gerast í afskekktum sveitum eða smáþorpum, en snúa upp á hefðina með nýju og torkennilegu bragði í súpuna," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson, sem hann sá nýverið á Karlovy Vary hátíðinni.

[Stikla, plakat] A24 frumsýnir DÝRIÐ í Bandaríkjunum 8. október, stikla komin út

Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 mun frumsýna Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson í bandarískum kvikmyndahúsum þann 8. október næstkomandi. Stikla verksins er komin út.

Variety um DÝRIÐ: Þjóðsöguleg sveitasælu-hrollvekja

Að splæsa myrkum kjarna þjóðsögulegs hrolls saman við dúnmjúka íslenska sveitalífs sambandssögu hefur óvænt en frjó og kómísk áhrif," segir Jessica Kiang meðal annars í Variety um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson.

Hollywood Reporter um DÝRIÐ: Sláandi sterk frumraun

David Rooney skrifar umsögn um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson í The Hollywood Reporter og kallar hana meðal annars sláandi sterka frumraun sem muni koma leikstjóranum á kortið.

DÝRIÐ hlaut frumleikaverðlaun í Cannes

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hreppti í kvöld „Prize of Originality“ verðlaunin í flokknum Un Certain Regard sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Screen um DÝRIÐ: Noomi Rapace aldrei verið betri

"Sterk íslensk frumraun sem vegur salt milli dulrænnar spennumyndar og absúrdkómedíu," segir Wendy Ide hjá Screen meðal annars í umsögn sinni frá Cannes hátíðinni um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson.

IndieWire um DÝRIÐ: Hver fjárinn er þetta eiginlega?

Eric Kohn hjá IndieWire birtir fyrstu umsögn um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson sem frumsýnd var á Cannes hátíðinni í dag. Hann kallar hana meðal annars "algerlega sturlaða" ("batshit crazy") en í jákvæðum anda og gefur B í einkunn.

DÝRIÐ seld víða

Sala gengur vel á Dýrinu eftir Valdimar Jóhannsson á markaði Cannes hátíðarinnar. New Europe Film Sales selur verkið á alþjóðavísu. Myndin verður frumsýnd 13. júlí.

Ögn um Valdimar Jóhannsson leikstjóra DÝRSINS

Kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, Dýrið, hefur verið valin til þátttöku á Cannes hátíðinni í ár. Þetta er fyrsta bíómynd Valdimars sem hefur starfað í íslenskum kvikmyndaiðnaði í um 20 ár.

DÝRIÐ valin í Un Certain Regard á Cannes hátíðinni

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er meðal þeirra kvikmynda sem keppa í flokknum Un Certain Regard á Cannes hátíðinni sem nú fer fram í júlí. Fyrir sex árum hlaut Hrútar eftir Grím Hákonarson aðalverðlaunin í þeim flokki.

SVAR VIÐ BRÉFI HELGU og DÝRIÐ meðal mynda sem freista munu kvikmyndahátíða á árinu að mati Screen

Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eru meðal þeirra mörgu væntanlegu mynda sem Screen telur að vekja muni áhuga kvikmyndahátíða á árinu.

Þessi verk eru væntanleg 2021

Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.

Allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir teknar upp á árinu

Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.

DÝRIÐ selst vel í Cannes

Kvikmyndamarkaðurinn í Cannes stendur nú yfir á netinu. Variety skýrir frá því að vel gangi að selja kvikmyndina Dýrið eftir Valdimar Jóhannesson. Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með aðalhlutverkin, en myndin verður frumsýnd 2021.

„Dýrið“ fær 52 milljóna króna styrk frá Eurimages

Dýrið (Lamb) í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut á dögunum 52 milljóna króna (€380,000) styrk frá Eurimages. Verkefnið er samframleiðsla með Svíum og Pólverjum. Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim eru aðalframleiðendur.

Noomi Rapace leikur í „Dýrinu“ sem tekin verður upp í sumar

Sænska leikkonan Noomi Rapace (Menn sem hata konur) leikur annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Dýrið sem tekin verður upp hérlendis í sumar og sýnd á næsta ári.

„Dýrið“ og „Vetrarbraut“ hljóta þróunarstyrki frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum

Fantasían Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar og vísindaskáldskapurinn Vetrarbraut í leikstjórn Þóru Hilmarsdóttur hafa hlotið Nordic Genre Boost þróunarstyrki frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum upp á tæplega 2,7 milljónir íslenskra króna hvor.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR