spot_img
HeimEfnisorðDagur Kári

Dagur Kári

[Stikla] HYGGE eftir Dag Kára frumsýnd

Hygge eftir Dag Kára verður frumsýnd í kvöld í Bíó Paradís. Líkt og Villibráð er þetta endurtúlkun á ítölsku kvikmyndinni Perfetti Sconosciuti. Dagur Kári mun ræða myndina með Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðingi í kvöld.

HYGGE Dags Kára fær góðar viðtökur danskra gagnrýnenda

Sýningar á Hygge eftir Dag Kára hófust í dönskum kvikmyndahúsum í gær. Myndin fær góð viðbrögð hjá dönskum gagnrýnendum. Myndin verður sýnd á Íslandi á næsta ári.

[Stikla] HYGGE eftir Dag Kára í dönskum kvikmyndahúsum frá 26. október

Sýningar hefjast á morgun í Danmörku á nýjustu kvikmynd Dags Kára, Hygge. Um er að ræða danska útgáfu af ítölsku kvikmyndinni Perfetti Sconosciuti, líkt og Villibráð var íslenska útgáfan af sama verki.

Hvernig íslenskar kvikmyndir urðu mér huggun í kjölfar sprengingarinnar í Beirut

Á dögunum birti tímaritið Current Affairs grein eftir Greg Burris, bandarískan prófessor í kvikmynda- og menningarfræðum við American University of Beirut, þar sem hann segir frá því hvernig íslenskar kvikmyndir urðu honum afar óvænt huggun í kjölfar hinnar gríðarlegu sprengingar sem varð við höfnina í Beirut í Líbanon í ágúst í fyrra og olli gríðarlegu mannfalli og miklu tjóni.

Breytingar gerðar á starfshópi um mótun kvikmyndastefnu

Breytingar hafa verið gerðar á starfshópi um mótun kvikmyndastefnu eftir að fram kom gagnrýni á skarðan hlut kvenna í hópnum. Hópurinn hefur verið stækkaður úr 9 manns í 12 og er nú skipaður 6 konum og 6 körlum.

Dagur Kári formaður nýskipaðs starfshóps um stefnumótun kvikmyndamála

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað verkefnishóp til að vinna að gerð stefnu í kvikmyndamálum sem gilda á frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2030.  Verður það í fyrsta sinn sem stjórnvöld móta heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni hennar, sem nær yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensks kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda.

„Mr. Skallagrímsson“ er málið

Fjölmiðlar, þar á meðal Klapptré, hafa sagt frá fyrirætlunum Benedikts Erlingssonar og Dags Kára um kvikmyndun Egils sögu. Í ljós hefur komið að um er að ræða kvikmynd fyrir sjónvarp sem byggð verður á einleik Benedikts, Mr. Skallagrímsson.

Benedikt Erlingsson og Dagur Kári hyggjast kvikmynda Egils sögu

Tveir Norðurlandameistarar í kvikmyndagerð (svo nefndir því báðir hafa hlotið Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndir sínar), þeir Benedikt Erlingsson og Dagur Kári Pétursson, hafa ákveðið að leiða saman hesta sína og gera kvikmynd eftir sjálfri Egils sögu.

„Fúsi“ fær Amanda verðlaunin sem besta erlenda myndin

Fúsi Dags Kára var valin besta erlenda myndin á norsku Amanda verðlaununum sem veitt voru í Haugasundi í gær. Louder than Bombs eftir Joachim Trier var valin mynd ársins og hlaut alls fern verðlaun.

Dagur Kári við Politiken: Stundum eins og allt á Íslandi sé á sterum

Politiken ræðir við Dag Kára í tilefni af sýningum á Fúsa í dönskum bíóum. Myndin, sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra, fær mjög góða dóma í sama blaði.

„Fúsi“ fær þrenn verðlaun í Belgíu

Fúsi Dags Kára hlaut alls þrenn verðlaun á Festival International du Film d’amour í Mons í Belgíu sem lauk á föstudag. Myndin fékk aðalverðlaun hátíðarinnar, Dagur Kári var verðlaunaður fyrir besta handritið og Gunnar Jónsson hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur nú hlotið alls 15 alþjóðleg verðlaun.

„Fúsi“ verðlaunuð í Kairó

Fúsi Dags Kára heldur áfram að bæta blómum í hnappagatið en Dagur hlaut leikstjórnarverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kairó sem lauk í gær. Kairó hátíðin er meðal örfárra hátíða í heiminum sem teljast til svokallaðra A-hátíða. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

„Fúsi“ og stuttmyndin „Þú og ég“ verðlaunaðar í Frakklandi

Fúsi Dags Kára hlaut tvenn verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um síðustu helgi. Þá hlaut stuttmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Þú og ég, verðlaun á hinni virtu Brest stuttmyndahátíð í sama landi.

„Fúsi“ fær kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Fúsi Dags Kára Péturssonar hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2015 sem afhent voru í Hörpu í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem íslensk kvikmynd vinnur þessi verðlaun.

„Fúsi“ og „Hrútar“ í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

European Film Academy, EFA, hefur opinberað lista sinn yfir þær kvikmyndir sem koma til greina sem besta mynd ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Alls eru 52 myndir í pottinum, þar á meðal Fúsi Dags Kára og Hrútar Gríms Hákonarsonar.

Dagur Kári var ekki viss um að „Fúsi“ næði í gegn

Morgunblaðið ræðir við Dag Kára í kjölfar vals Fúsa sem fulltrúa Íslands í Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs og þátttöku myndarinnar á BFI London Film Festival.

„Fúsi“ á BFI London Film Festival

Fúsi Dags Kára hefur verið valin til þátttöku á BFI London Film Festival sem haldin er árlega af Bresku kvikmyndastofnuninni (BFI). Hátíðin fer fram dagana 7.-18. október og verður myndin til sýnis í flokki ástarmynda.

„Fúsi“ fulltrúi Íslands á Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs

Fúsi Dags Kára er til­nefnd til Kvik­mynda­verðlauna Norður­landaráðs í ár fyrir hönd Íslands. Verðlaunin verða veitt 27. októ­ber í Hörpu og hlýt­ur sig­ur­veg­ari að laun­um 350.000 dansk­ar krón­ur, eða um 7,5 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

„Fúsi“ selst vel víða um heim

Fúsi Dags Kára hefur selst vel um heimsbyggðina að undanförnu og er enn á hátíðarúntinum, nú síðast í Haugasundi og Sarajevo. Variety segir hana í hópi mest seldu norrænu myndanna á síðastliðnum tólf mánuðum.

Gunnar Jónsson verðlaunaður fyrir „Fúsa“ í Króatíu

Gunnar Jónsson fékk sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fúsi á 18. kvikmyndahátíðinni í Motovun í Króatíu sem haldin var dagana 25.-29. júlí.

„Hrútar“, „Fúsi“ og „Hjónabandssæla“ taka þátt í Karlovy Vary

Hrútar Gríms Hákonarsonar, Fúsi Dags Kára og stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson taka þátt í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem fram fer í 50. skipti dagana 3. til 11. júlí. Hátíðin er ein sú elsta í heiminum og ein fárra svokallaðra „A“ hátíða.

Variety um „Fúsa“: Ekki feilnóta slegin

Ronnie Scheib gagnrýnandi Variety skrifar umsögn um Fúsa Dags Kára frá Tribeca hátíðinni og segir hana líklega til að láta ljós sitt skína á markaði listrænna kvikmynda.

DV um „Fúsa“: Til varnar hinum skrýtnu

Valur Gunnarsson skrifar umsögn um kvikmynd Dags Kára, Fúsa. Hann segir titilpersónuna sinn mann og bætir við á Fésbók: "Baldvin Z er Bítlarnir. Haddister er Stóns. Rúnar Rúnars er Dylan en Dagur Kári er Elvis og þetta er hans Comeback Special."

„Fúsi“ valin besta myndin á Tribeca hátíðinni, hlaut einnig verðlaun fyrir besta leikara og handrit

Fúsi eftir Dag Kára hlaut í gær þrenn verðlaun á yfirstandandi Tribeca hátíð í New York, sem besta myndin, besti leikarinn (Gunnar Jónsson) og besta handrit (Dagur Kári).

„Fúsi“ fær áhorfendaverðlaunin í Kaupmannahöfn

Mynd Dags Kára var valin besta myndin af áhorfendum á CPH:PIX hátíðinni sem er að ljúka. Myndin hefur þegar fengið frábæra dóma í Danmörku eins og sjá má hér.

„Fúsi“ á Tribeca hátíðina

Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, hefur verið valin til keppni á Tribeca kvikmyndahátíðinni, sem fram fer í New York frá 15. til 26. apríl. Fúsi mun taka þátt í „World Narrative“ keppni hátíðarinnar. Tribeca hátíðin var sett á laggirnar árið 2002, m.a. af Robert de Niro og framleiðandanum Jane Rosenthal.

Dagur Kári og Gussi ræða „Fúsa“

Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur Fúsa og Gunnar Jónsson (eða Gussi eins og hann er gjarnan kallaður) aðalleikari myndarinnar, ræddu við útvarpsmann hjá Radio Eins í Berlín á dögunum um kvikmyndina.

Cineuropa um „Fúsa“: Virkilega falleg frásögn

Vladan Petkovic hjá Cineuropa skrifar um Fúsa Dags Kára frá Berlínarhátíðinni og segir hana virkilega fallega frásögn sem gæti gengið vel á markaði listrænna kvikmynda sé rétt á spöðum haldið.

„Fúsi“ selst vel í Berlín, frumsýning á Íslandi 20. mars

Alþjóðleg sala á kvikmynd Dags Kára, Fúsi, sem frumsýnd var á yfirstandandi Berlínarhátíð, gengur vel. Franska sölufyrirtækið Bac Films hefur nú selt myndina til Imovision (Brasilíu), September Films (Benelux), Babilla Cine (Kólumbíu) og Europafilm (Noregi). Fyrir kvikmyndahátíðina í Berlín var hún einnig seld til Alamode (Þýskaland og Austurríki) og MCF Megacom (fyrrum Júgóslavía).
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR