Dagur Kári ræðir um „Fúsa“

Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur Fúsa.
Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur Fúsa.

Almennar sýningar á kvikmynd Dags Kára, Fúsi, hefjast í kvöld. Fréttablaðið ræddi við leikstjórann um myndina.

Þar segir meðal annars að hugmyndin að handritinu að Fúsa hafi fæðst á Keflavíkurflugvelli.

„Ég var að fylgjast með þessum skrítnu farartækjum sem eru að snattast í kringum flugvélarnar, þessir skrítnu bílar sem eru svona eins og dótabílar. Í huganum setti ég Gussa inn í einn svona bíl og það varð kveikjan að myndinni.“

Það eru litlu hlutirnir sem veita oft hvað mestan innblástur en Dagur Kári segir að vinnuferli sitt einkennist oft af því að hann sanki að sér smáatriðum, brotum og minningum sem svo verði að einhverju stærra. Gerð Fúsa var engin undantekning þar á. „Það er oft eitthvað mjög lítið atriði eða litlar athafnir sem fæða af sér stóra hluti. Eins og að horfa á einn svona bíl á flugvelli, úr því verður heil bíómynd,“ útskýrir leikstjórinn.

Sjá viðtalið allt hér: Vísir – Fúsi fæddur á flugvelli

TENGT EFNI

Anna Hildur og A SONG CALLED HATE: Tók mikið á að fylgja þessu í gegn

Anna Hildur Hildibrandsdóttir er í viðtali í þættinum Segðu mér á Rás 1 þar sem hún ræðir meðal annars heimildamynd sína A Song Called Hate, en almennar sýningar á henni hefjast í Háskólabíói 26. febrúar. Myndin er einnig á dagskrá RÚV í þremur hlutum 1., 8. og 15. apríl.

Dæmigerð evrópsk kvikmynd kostar um 300 milljónir króna

Í nýrri skýrslu European Audiovisual Observatory er fjallað um fjármögnun evrópskra kvikmynda frá ýmsum hliðum og þar kemur meðal annars fram að dæmigerð evrópsk kvikmynd kostar um 300 milljónir króna.