Heim Bransinn Breytingar gerðar á starfshópi um mótun kvikmyndastefnu

Breytingar gerðar á starfshópi um mótun kvikmyndastefnu

-

Breytingar hafa verið gerðar á starfshópi um mótun kvikmyndastefnu eftir að fram kom gagnrýni á skarðan hlut kvenna í hópnum. Hópurinn hefur verið stækkaður úr 9 manns í 12 og er nú skipaður 6 konum og 6 körlum.

Verkefnahópnum er ætlað að vinna að gerð kvikmyndastefnu sem gilda á frá 2020-2030. Verður það í fyrsta sinn sem stjórnvöld móta heildstæðu stefnu og aðgerðaáætlun á grunni hennar, sem nær yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensks kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda. Hópurinn mun vinna náið með hagsmunaaðilum í kvikmyndagerð á Íslandi við mótun stefnunnar en ráðgert er að hópurinn skili tillögum sínum fyrir júnílok á þessu ári.

Í hópnum eru eftirtalin:

Dagur Kári Pétursson
leikstjóri og formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra (formaður starfshópsins)

Ása Helga Hjörleifsdóttir
leikstjóri og félagi í WIFT – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi

Áslaug María Friðriksdóttir
formaður Kvikmyndaráðs

Baldur Sigmundsson
sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Einar Karl Birgisson
framkvæmdastjóri

Friðrik Þór Friðriksson 
kvikmyndaleikstjóri og fulltrúi Kvikmyndaráðs

Fríða Björk Ingvarsdóttir 
rektor Listaháskóla Íslands

Grímar Jónsson 
framleiðandi (varaformaður starfshópsins)

Hanna Katrín Friðriksson 
alþingismaður

Jóna Pálsdóttir
sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti

Kristinn Þórðarson 
formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda og fulltrúi Samtaka iðnaðarins

Margrét Örnólfsdóttir 
formaður Félags leikskálda og handritshöfunda

Sjá nánar hér: Stjórnarráðið | Kvikmyndastefna í mótun

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.