Heim Bransinn Dagur Kári formaður nýskipaðs starfshóps um stefnumótun kvikmyndamála

Dagur Kári formaður nýskipaðs starfshóps um stefnumótun kvikmyndamála

-

Dagur Kári er formaður starfshóps um stefnumótun í kvikmyndamálum.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað verkefnishóp til að vinna að gerð stefnu í kvikmyndamálum sem gilda á frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2030.  Verður það í fyrsta sinn sem stjórnvöld móta heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni hennar, sem nær yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensks kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda.

Mælst er til þess að verkefnishópurinn ljúki störfum og skili tillögum sínum fyrir 31. júní 2019.

Verkefnishópurinn er þannig skipaður:

  • Dagur Kári Pétursson formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra, formaður,
  • Grímar Jónsson framleiðandi, varaformaður.
  • Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður,
  • Áslaug María Friðriksdóttir formaður Kvikmyndaráðs,
  • Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri,
  • Einar Karl Birgisson framkvæmdastjóri,
  • Þorgeir Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu menningarmála,
  • Baldur Sigmundsson sérfræðingur í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti,
  • Kristinn Þórðarson sérfræðingur frá Samtökum iðnaðarins.
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.