Dagur Kári formaður nýskipaðs starfshóps um stefnumótun kvikmyndamála

Dagur Kári er formaður starfshóps um stefnumótun í kvikmyndamálum.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað verkefnishóp til að vinna að gerð stefnu í kvikmyndamálum sem gilda á frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2030.  Verður það í fyrsta sinn sem stjórnvöld móta heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni hennar, sem nær yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensks kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda.

Mælst er til þess að verkefnishópurinn ljúki störfum og skili tillögum sínum fyrir 31. júní 2019.

Verkefnishópurinn er þannig skipaður:

  • Dagur Kári Pétursson formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra, formaður,
  • Grímar Jónsson framleiðandi, varaformaður.
  • Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður,
  • Áslaug María Friðriksdóttir formaður Kvikmyndaráðs,
  • Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri,
  • Einar Karl Birgisson framkvæmdastjóri,
  • Þorgeir Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu menningarmála,
  • Baldur Sigmundsson sérfræðingur í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti,
  • Kristinn Þórðarson sérfræðingur frá Samtökum iðnaðarins.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR