Snerting eftir Baltasar Kormák er á stuttlista vegna komandi Óskarsverðlauna í flokki alþjóðlegrar kvikmyndar ársins. Þetta var tilkynnt í Los Angeles í dag.
Fyrstu myndirnar úr þáttaröðinni King & Conqueror hafa verið birtar og má skoða hér. Þættirnir voru teknir upp hér á landi fyrr á árinu og verða sýndir á BBC á næsta ári.
Taron Egerton (Rocketman, Kingsman) hefur bæst við leikarahóp Netflix myndarinnar Apex, sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Charlize Theron fer með aðalhlutverk.
Menningarverðlaun Norðurlandaráðs í ár verða opinberuð í sérstökum þætti sem sýndur er á RÚV og öðrum almannastöðvum Norðurlanda í kvöld. Snerting eftir Baltasar Kormák er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.
Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, kvikmyndagagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Snerting eða Touch eins og hún heitir á ensku, hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda í Bandaríkjunum, þar sem myndinni er dreift á vegum Focus Features sem hefur um árabil verið eitt virtasta kvikmyndaver í Hollywood. Myndin er nú á leið í dreifingu um allan heim.
Catherine Bray skrifar um Snertingu Baltasars Kormáks í The Guardian og segir hana meðal annars lokkandi og afar sjónræna. Myndin er frumsýnd í breskum kvikmyndahúsum 30 ágúst.
David Rooney hjá The Hollywood Reporter segir Snertingu Baltasars Kormáks fallega gerða kvikmynd sem haldi aftur af tilfinningasemi en snerti áhorfandann.
"Smekklega framsett frásögn um aldraðan mann sem leitar löngu horfinnar ástkonu á óvissutímum. Á lokakaflanum er þessi blíða og látlausa ástarsaga í senn afar hófsöm og afar hjartnæm," skrifar Courtney Howard hjá Variety meðal annars um Snertingu Baltasars Kormáks.
"Tekst svo listilega að vera innilega falleg og hugljúf að það er nær ómögulegt að gráta eða samgleðjast ekki með persónum myndarinnar," segir Kolbeinn Rastrick meðal annars í Lestinni um Snertingu Baltasars Kormáks.
"Dregur upp trúverðuga mynd af ást og flóknum tengslum hennar við fortíðina," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Snertingu Baltasars Kormáks.
Baltasar Kormákur var meðal þátttakenda á nýafstöðnu Iðnþingi sem fram fór í Hörpu 7. mars þar sem meðal annars var rætt um nýsköpun á Íslandi og þá ekki síst kvikmyndaframleiðslu.
Baltasar Kormákur verður yfirframleiðandi og mun einnig leikstýra opnunarþætti myndaflokksins King and Conqueror fyrir CBS og BBC. Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið.
Innlendir kvikmyndaframleiðendur segja ekki vanþörf á þeirri aðstöðu sem fyrirhugað er að koma upp í Hafnarfirði, þar sem á að rísa stórt kvikmyndaver og tengd aðstaða. Ekkert formlegt samstarf hefur þó átt sér stað við aðstandendur verkefnsins, segja viðmælendur Vísis, sem fjallar um málið.
Snerting Baltasars Kormáks hlaut á dögunum 2,5 milljónir norskra króna frá Norrræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Upphæðin svarar til um 35 milljóna íslenskra króna.
Focus Features mun dreifa Snertingu Baltasars Kormáks í Bandaríkjunum. Universal mun dreifa myndinni á heimsvísu. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið, en tökur hefjast í London á sunnudag.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Baltasar Kormákur Baltasarsson leikstjóri munu í dag skrifa undir samning um kaup RVK Studios á annarri skemmu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem staðið hefur ónýtt um langt skeið. Kaupverð er 320 milljónir króna.
Baltasar Kormákur framleiðandi og Peter Flinth leikstjóri ræða við Wendy Mitchell um Against the Ice, sem var frumsýnd á Berlínarhátíðinni. Myndin er væntanleg á Netflix 2. mars.
Stikla Netflix myndarinnar Against the Ice er komin út, en myndin verður frumsýnd 2. mars næstkomandi. Baltasar Kormákur framleiðir en Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið.
Útflutningsverðlaun forseta Íslands voru veitt á Bessastöðum í gær, en þar hlaut Baltasar Kormákur heiðursviðurkenningu fyrir eftirtektarverð störf á erlendri grundu.
Baltasar Kormákur var meðal þátttakenda í panel á nýafstaðinni Black Nights Film Festival í Tallinn þar sem rætt var um starfstækifæri í kvikmyndagerð fyrir nýliða. Wendy Mitchell hjá Screen stýrði umræðum.
Kvikmyndaframleiðendur segja að tilkoma streymisveita hafi gjörbylt fjármögnunarmöguleikum í kvikmyndaframleiðslu. Á árinu 2020 var mikill hagnaður í íslenskri kvikmyndagerð. Fjallað er um þetta í Fréttablaðinu.
Sögn, fyrirtæki í eigu Baltasars Kormáks Baltasarssonar kvikmyndagerðarmanns, hagnaðist um 163 milljónir króna árið 2020, samanborið við 37 milljóna hagnað árið áður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Á bransadögum RIFF var einn dagurinn tileinkaður framleiðendum. Hér má horfa á upptöku frá þessu spjalli sem stýrt var af kvikmyndablaðamanninum Wendy Mitchell.
Gunnar Ragnarsson birtir í Morgunblaðinu í dag hugleiðingar sínar um þáttaröðina Kötlu eftir Baltasar Kormák. Hann segir meðal annars: "Með Kötlu er íslenskt sjónvarpsverk komið nær alþjóðlegri meginstraumsmenningu en nokkru sinni fyrr, sem mótar vitanlega fagurfræði og frásagnaraðferðir hennar, en einnig kröfurnar sem gerðar eru."
Þáttaröðin Katla eftir Baltasar Kormák birtist á Netflix í dag, 17. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem Netflix framleiðir alfarið íslenska þáttaröð. Í viðtali við RÚV segir Baltasar að það hefði verið óhugsandi fyrir áratug að erlendur aðili á stærð við Netflix hefði haft áhuga á að framleiða íslenska seríu fyrir heimsmarkað og er sannfærður um að þetta sé upphafið að einhverju meira.
Þáttaröðin Katla í leikstjórn Baltasars Kormáks, Þóru Hilmarsdóttur og Barkar Sigþórssonar kemur út á Netflix þann 17. júní næstkomandi. Kitla verksins var frumsýnd í dag.
Netflix hefur sent frá sér nokkrar ljósmyndir úr þáttaröðinni Kötlu, sem væntanleg er á efnisveituna fljótlega. Baltasar Kormákur framleiðir þættina og leikstýrir einnig ásamt Þóru Hilmarsdóttur og Berki Sigþórssyni.
Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og hyggst gera mynd eftir henni á næsta ári. Þetta kemur fram á vef RÚV.
RVK Studios framleiðir kvikmyndina Against the Ice fyrir Netflix og er tökum á myndinni nýlokið hér á landi. Hún verður sýnd síðar á árinu. Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið en þetta er ástríðuverkefni hans. Danski leikstjórinn Peter Flinth (Arn: The Knight Templar) stýrir. Nordic Film and TV News fjallar um myndina.
Baltasar Kormákur leikstjóri og framleiðandi ræðir við Wendy Mitchell hjá Screen um árið sem er að líða og hvernig honum og samstarfsfólki tókst að vinna sig framhjá takmörkunum vegna heimsfaraldursins. Hann ræðir líka um stöðuna í kvikmyndabransanum almennt sem og verkefnin framundan.
Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.