HeimEfnisorðÁsgrímur Sverrisson

Ásgrímur Sverrisson

Kvikmyndastefnan í framkvæmd: dregið úr vægi íslenskrar kvikmyndagerðar, aukið vægi erlendra þjónustuverkefna

Í Kvikmyndastefnunni frá 2020 var fyrsta mál að efla Kvikmyndasjóð, meginstoð íslenskrar kvikmyndagerðar. Það byrjaði vel en nú, fjórum árum síðar, hefur hann verið skorinn hressilega niður og hefur ekki verið minni síðan niðurskurðarárið 2014. Um leið hefur endurgreiðsluhlutfall verið hækkað verulega til að auka samkeppnishæfni Íslands varðandi erlend stórverkefni. Stækkun þessarar hliðarstoðar nýtur stuðnings í greininni en gríðarlegur niðurskurður Kvikmyndasjóðs er ekki það sem Kvikmyndastefnan gengur útá.

FLÖKKUSINFÓNÍA og FÁR, tvær stórgóðar stuttmyndir á Stockfish 2024

Stuttmyndasamkeppnin Sprettfiskur var meðal dagskrárliða á Stockfish hátíðinni í apríl síðastliðnum. Þar voru sýnd 20 verk af ýmsu tagi, leiknar stuttmyndir, tilraunaverk, stuttar heimildamyndir og tónlistarmyndbönd.

Birkir Ágústsson hjá Símanum: Sex þáttaraðir á árinu

Í ár er von á allt að ellefu leiknum þáttaröðum í sjónvarp, en það er töluvert meira en nokkru sinni fyrr. Sjónvarp Símans framleiðir sex þessara þáttaraða eða rúman helming.

Góð uppskera 2023 en kvikmyndaheimurinn stendur á tímamótum

Það er þessi tími ársins og komið að ársuppgjöri íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransans. Framleiðendurnir Anton Máni Svansson og Hlín Jóhannesdóttir fara yfir málin.

Þorsteinn Jónsson og Vordagar í Prag

Í þessari Klapptrésklippu ræðir Ásgrímur Sverrisson við Þorstein Jónsson leikstjóra um bók hans Vordagar í Prag, tékkneska kvikmyndavorið, hina leyndardómsfullu Veru og hvernig á að segja sögur.

Íslenska grasrótin á RIFF 2023

Hin árlega stuttmyndasamkeppni RIFF fór fram í Háskólabíói 30. september og 1. október 2023. Hér eru sýnishorn úr þremur athyglisverðum stuttmyndum, sem og stutt spjall sem ég átti við höfunda þeirra.

Háskólabíó lokar en bíóaðsókn á uppleið, spjall við Konstantín Mikaelsson hjá Smárabíói

Smárabíó hefur ákveðið að hætta bíórekstri í Háskólabíói um næstu mánaðamót. Ég ræddi við Konstantín Mikaelsson hjá Smárabíói um ástæður lokunar, bíórekstur eftir Covid og hvernig aðsóknin er að komast í eðlilegt horf.

Börkur Gunnarsson og hinar skapandi áskoranir

Spjall við við Börk Gunnarsson rektor Kvikmyndaskóla Íslands um framlag skólans til íslenskrar kvikmyndagerðar, hvaðan nemendurnir koma og væntingar þeirra, áskoranirnar í rekstrinum og reynslu hans af rektorsstarfinu.

Reykjavik Grapevine fjallar um íslenska kvikmyndagerð

Í nýlegri umfjöllun Reykjavik Grapevine er rætt við ýmsa sem þekkja til íslenskrar kvikmyndagerðar á einn eða annan hátt og rætt um stöðuna nú. Viðmælendur eru Leifur Dagfinnsson, Ásgrímur Sverrisson, Steve Gravestock, Elsa María Jakobsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir.

Jörundur Rafn Arnarson og það sem hæst ber í heimi myndbrella

Spjall við Jörund Rafn Arnarson myndbrellumeistara um fagið, þróunina, starfið og tólin, sýndarframleiðslu og hversvegna það er mikilvægt að vera góður ljósmyndari.

Uppgjör ársins 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur og Ragnari Bragasyni

Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.

Hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar, spjall um THE NORTHMAN

Ásgeir H.Ingólfsson ræðir við Ragnar Bragason, Hauk Valdimar Pálsson og Ásgrím Sverrisson um kvikmyndina The Northman eftir Robert Eggers í þættinum Menningarsmygl á YouTube rásinni Samstöðinni.

Hvernig gera skal fjórar bíómyndir á tveimur árum samkvæmt Markelsbræðrum

Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson hafa á síðustu tveimur árum sent frá sér fjórar bíómyndir sem allar hafa notið velgengni í kvikmyndahúsum þrátt fyrir heimsfaraldur. Hverskonar reynsla var þetta og hvað nú?

VERBÚÐIN, lokakaflarnir og yfirferð

Friðrik Erlingsson og Ásgrímur Sverrisson ræða sjöunda og áttunda þátt Verbúðarinnar út frá sjónarhóli handritshöfundarins. Í lokin taka þeir saman helstu atriði varðandi strúktúr, persónur og erindi þáttanna.

Morgunblaðið um þættina ÍSLAND: BÍÓLAND: Í einu orði sagt frábærir

Björn Jóhann Björnsson aðstoðarfréttastjóri á Morgunblaðinu skrifaði um þáttaröðina Ísland: bíóland í dálkinum Ljósvakinn á dögunum og kallaði þættina meðal annars ómetanlega heimild um sögu íslenskra kvikmynda.

Lokaþáttur ÍSLANDS: BÍÓLANDS – staðan nú og horfurnar framundan

Í tíunda og síðasta þætti Íslands: bíólands verður meðal annars fjallað um ýmsar þær nýlegu kvikmyndir sem hafa vakið meiri athygli á alþjóðlegum vettvangi en nokkru sinni fyrr.

ÍSLAND: BÍÓLAND og baráttan fyrir auknum hlut kvenna í kvikmyndagerð

Á seinni hluta annars áratugarins fjölgaði loks í hópi kvenkyns kvikmyndahöfunda. Í níunda þætti Íslands: bíólands verður meðal annars fjallað um myndir þeirra og baráttuna fyrir auknum hlut kvenna í kvikmyndagerð.

ÍSLAND: BÍÓLAND – hvað finnst Íslendingum um íslenskar kvikmyndir?

Í myndunum sem birtust undir lok fyrsta áratugarins og í upphafi annars, kvað sér hljóðs ný kynslóð leikstjóra. Margir þeirra vöktu mikla athygli þegar líða fór á annan áratuginn. Þetta og margt annað í áttunda þætti Íslands: bíólands sem sýndur verður á RÚV á sunnudag kl. 20:15.

ÍSLAND: BÍÓLAND – hvað er íslensk kvikmynd?

Á síðari helmingi fyrsta áratugarins heldur íslenskum kvikmyndum áfram að fjölga. Margar þeirra má kalla rammíslenskar, þær gerast flestar í nútímanum en sækja efnivið í sögu og sagnaarf eða skoða samfélagsgerð og samskiptavenjur. Þetta og margt fleira í sjöunda þætti Íslands: bíólands - Heima og heiman - sem sýndur er á RÚV næsta sunnudag kl. 20:20.

ÍSLAND: BÍÓLAND – með nýrri öld steig fram ný kynslóð

Í upphafi nýrrar aldar kemur fram ný kynslóð kvikmyndahöfunda og myndum fjölgar. Þetta og margt annað í sjötta þætti Íslands: bíólands sem kallast Ný öld, ný kynslóð.

ÍSLAND: BÍÓLAND – þegar Íslenska kvikmyndasamsteypan var hryggjarstykkið í íslenskri kvikmyndagerð

Á seinni hluta tíunda áratugarins var Íslenska kvikmyndasamsteypan einskonar miðstöð íslenskrar kvikmyndagerðar. Um þetta er fjallað í fimmta þætti heimildaþáttaraðarinnar Ísland: bíóland sem kallast Tími Íslensku kvikmyndasamsteypunnar og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.

ÍSLAND: BÍÓLAND – hvernig Óskarstilnefning BARNA NÁTTÚRUNNAR breytti íslenskri kvikmyndagerð

Á fyrrihluta tíunda áratugarins urðu mikil umskipti í íslenskri kvikmyndagerð. Um þetta er fjallað í fjórða þætti heimildaþáttaraðarinnar Ísland: bíóland sem kallast Rödd í heimskór kvikmynda og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.

ÍSLAND: BÍÓLAND og vorhret með sólarglennum á seinni hluta níunda áratugarins

Stella í orlofi, Foxtrot, Í skugga hrafnsins, Magnús, Skytturnar og margar fleiri í þriðja þætti Íslands: bíólands sem kallast Vorhret á glugga og er á dagskrá RÚV sunnudag kl. 20:20.

ÍSLAND: BÍÓLAND og hin langa fæðing íslenskra kvikmynda

Fyrsti þáttur Íslands: bíólands kallast Löng fæðing og er á dagskrá RÚV í kvöld kl. 20:20. Hann er helgaður þeim kvikmyndum sem gerðar voru frá upphafi tuttugustu aldar fram til loka sjötta áratugarins.

[Stikla, plakat] ÍSLAND: BÍÓLAND hefst á RÚV 14. mars

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma. Þættirnir hefja göngu sína í RÚV sunnudaginn 14. mars. Stikla og plakat þáttanna hafa verið opinberuð.

„Abbababb!“ Nönnu Kristínar Magnúsdóttur fær 120 milljóna vilyrði úr Kvikmyndasjóði

Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hefur fengið 120 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Ásgrímur Sverrisson skrifar handritið, sem byggt er á samnefndum söngleik Dr. Gunna. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.

Tökur hafnar á þáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda

Tökur eru hafnar á heimildaþáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda. Gert er ráð fyrir að sýningar hefjist í byrjun árs 2020 á RÚV. Ásgrímur Sverrisson stjórnar gerð verksins og skrifar handrit. Guðbergur Davíðsson, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson framleiða fyrir Kvikmyndasögur ehf.

RÚV gerir „Jól í lífi þjóðar“

Dagana 17.-25. desember 2017 mun RÚV bjóða öllum á Íslandi, sem og Íslendingum erlendis, að mynda það sem gerist um jólin og í aðdraganda þeirra og hlaða myndefninu upp á vef RÚV. Úr innsendu efni verður síðan gerð heimildamynd, Jól í lífi þjóðar, sem sýnd verður á RÚV að ári.

Klapptré; gagnagrunnur um íslenska kvikmyndasögu

Hugrás birtir viðtal Björns Þórs Vilhjálmssonar greinarformanns Kvikmyndafræðideildar Háskóla Íslands við Ásgrím Sverrisson um menningarlegt hlutverk Klapptrés og hvernig það endurspeglar sýn Ásgríms á  kvikmyndir og íslenska kvikmyndaheiminn.

„Reykjavík“ verðlaunuð í Varna

Reykjavík Ásgríms Sverrissonar hlaut verðlaun gagnrýnenda á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Love is Folly í Varna Búlgaríu sem lýkur nú um helgina.

Bréf frá Mannheim-Heidelberg

Við Ingvar Þórðarson framleiðandi fylgdum Reykjavík á kvikmyndahátíðina í Mannheim og Heidelberg og það var mikil skemmtun og góð. Þetta er gamalgróin hátíð, 65 ára gömul og því með elstu hátíðum heimsins. Hún leggur áherslu á nýjar alþjóðlegar kvikmyndir, uppgötvanir. Heimamenn á báðum stöðum láta sig sannarlega ekki vanta og sýna innlifun og áhuga.

Heimildamyndin „Dagur í lífi þjóðar“ frumsýnd á RÚV í kvöld

Heimildamyndin Dagur í lífi þjóðar eftir Ásgrím Sverrisson er sýnd í kvöld kl. 20:45 í RÚV í tengslum við hálfrar aldar afmæli Sjónvarpsins. Í myndinni fjallar fjöldi Íslendinga um atvik úr lífi sínu þann 30. september 2015, fyrir sléttu ári síðan.

Ásgrímur Sverrrisson í viðtali við Cinema Scandinavia um „Reykjavík“: Rómantíkin í bíóinu

Ásgrímur Sverrisson leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Reykjavík er í viðtali við kvikmyndavefinn Cinema Scandinavia þar sem hann ræðir um mynd sína, hugmyndirnar að baki henni sem og stöðuna í kvikmyndabransanum almennt.

Pjatt um „Reykjavík“: Speglar á skemmtilegan og raunverulegan hátt samskipti kynjanna

Þórunn Antonía Magnúsdóttir skrifar á Pjatt.is um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar og segir meðal annars að tónlist, leikur og mynd blandist svo fallega saman að útkoman verði alveg frábær.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR