Hér er smá leikur að tölum þar sem bornar eru saman ýmsar lykiltölur aðsóknar í Danmörku og á Íslandi á því herrans ári 2023. Lengi lifi Friðrik konungur tíundi og heill sé forseta vorum og fósturjörð!
Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2023. Kosningu lýkur á gamlársdag kl. 14 og verða úrslit þá kynnt.
Sýningar hefjast á morgun í Danmörku á nýjustu kvikmynd Dags Kára, Hygge. Um er að ræða danska útgáfu af ítölsku kvikmyndinni Perfetti Sconosciuti, líkt og Villibráð var íslenska útgáfan af sama verki.
"Ég vil að lokum grátbiðja ykkur um að fara á myndina með einhverjum sem ykkur þykir afskaplega skemmtilegur og vara ykkur við því að taka makann með ef sambandið er ekki á góðum stað," segir Guðrún Elsa Bragadóttir meðal annars í Lestinni á Rás 1 um Villibráð Elsu Maríu Jakobsdóttur.
Tyrfingur Tyrfingsson, annar handritshöfunda hinnar íslensku bíómyndar Villibráðar, segist vera steinhissa á vinsældum myndarinnar. Hann segist í viðtali við Fréttablaðið fyrst og fremst hafa skrifað handritið fyrir vini sína og svo hafi komið í ljós að almenningur sé jafn óvandaður.
"Ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi í mörg ár," segir Helgi Snær Sigurðsson hjá Morgunblaðinu um Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur.
Kvikmyndin Villibráð verður frumsýnd í kvikmyndahúsum landsins á þrettándanum. Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri og Hilmar Guðjónsson, einn af aðalleikurunum, ræddu um myndina í Morgunútvarpinu á Rás 2.
Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri og Tyrfingur Tyrfingsson handritshöfundur ræddu við Lestina um mynd sína Villibráð, sem væntanleg er í bíó þann 6. janúar.
Von er á allt að tíu íslenskum bíómyndum og fimm nýjum þáttaröðum á árinu 2022. Heimildamyndir í framleiðslu eru á fjórða tuginn, en óljóst hve margar koma út á árinu.