Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason vann til verðlauna á Arctic Open kvikmyndahátíðinni sem fór fram dagana 6. – 9. desember í borginni Arkhangelsk í Rússlandi.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands og Danmerkur. Tilnefningar voru kynntar í dag.
Vetrarbræður, hin dansk/íslenska kvikmynd Hlyns Pálmasonar, vann nýverið til tvennra verðlauna. Hún var valin besta kvikmyndin á Molodist - alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kænugarði í Úkraínu og Hlynur Pálmason var valinn besti leikstjórinn á Transilvaníu kvikmyndahátíðinni í Cluj-Napoca í Rúmeníu.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hlaut aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Vilnius í Litháen sem lauk um helgina. Elliott Crosset Hove var einnig valinn besti leikarinn.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar heldur áfram að gera það gott en í fyrrakvöld hlaut hún dönsku Bodil-verðlaunin sem besta kvikmynd síðasta árs. Bodil-verðlaunin eru ein elstu kvikmyndaverðlaun Evrópu en þau voru fyrst veitt árið 1948. Samtök kvikmyndagagnrýnenda í Danmörku veita verðlaunin.
Hlynur Pálmason, leikstjóri dansk/íslensku kvikmyndarinnar Vetrarbræður tók við Dreyer verðlaununum við hátíðlega athöfn þann 21. febrúar. Dreyer verðlaunin eru veitt af Carl Th. Dreyer Minningarsjóðnum til ungra kvikmyndaleikstjóra eða annarra listamanna innan kvikmyndabransans sem sýna fram á framúrskarandi listræna hæfni. Verðlaunin innihalda 50.000 danskra króna í verðlaunafé.
Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar átti gærkvöldið á dönsku Robert kvikmyndaverðlaununum sem Danska kvikmyndaakademían veitir. Myndin hlaut alls níu verðlaun, þar á meðal sem mynd ársins og leikstjóri ársins.
Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason hlaut aðalverðlaun Angers Premiers Plans hátíðarinnar í Frakklandi sem leggur áherslu á fyrstu verk leikstjóra. Þá hlaut stuttmyndin Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur nemendaverðlaun hátíðarinnar, en myndin er útskriftarverkefni hennar frá Danska kvikmyndaskólanum.
Kvikmyndirnar Andið eðlilega, Undir trénu, Svanurinn og Vetrarbræður ásamt þáttaröðinni Stellu Blómkvist og stuttmyndunum Frelsun og Cut taka þátt í Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 26. janúar til 5. febrúar.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar fær alls 15 tilnefningar til Robert-verðlaunanna sem Danska kvikmyndaakademían veitir. Underverden, sem meðal annars er framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, fær 14 tilnefningar.
Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.
Maria Von Hausswolff tökumaður Vetrarbræðra hlaut verðlaun fyrir bestu myndatökuna á Camerimage hátíðinni í Póllandi sem helguð er kvikmyndatöku. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hlaut þrenn verðlaun á Thessaloniki International Film Festival í Grikklandi sem lauk um helgina. Myndin hlaut einnig verðlaun í Sevilla á Spáni og La Roche-sur-Yon í Frakklandi fyrir skemmstu. Alls eru alþjóðleg verðlaun myndarinnar nú 11 talsins.
"Lúmskt dáleiðandi og sérviskuleg bíómynd," skrifar Tómas Valgeirsson í Fréttablaðið um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar. "Hún er ekki gerð fyrir hvern sem er en hún er vel þess virði að líta á," bætir hann við.
Hlynur Pálmason hlaut rétt í þessu aðalverðlaun CPH:PIX hátíðarinnar í Kaupmannahöfn fyrir frumraun sína Vetrarbræður. 11 upprennandi leikstjórar voru tilnefndir, en verðlaunin nema sex þúsund evrum, um 743 þúsund krónum. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Myndin hefur fengið afbragðs dóma í dönskum miðlum.
"Vetrarbræður inniheldur eitthvert pönk, einhverja rödd, sem ég fagna að sé komin inn í íslenskt kvikmyndasamhengi," skrifar Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðið um myndina. Hún gefur henni fjórar stjörnur.
Jónas Reynir Sveinsson skrifar í Starafugl um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar og segir meðal annars: "Persónurnar í Vetrarbræðrum tala dönsku en Hlynur tjáir sig með tungumálinu sem talað er í landi kvikmyndarinnar. Og hann talar með sinni eigin rödd."
Rúmlega 30 þúsund gestir hafa nú sé Undir trénu eftir fjórðu sýningarhelgi. Myndin er áfram í öðru sæti aðsóknarlistans. Vetrarbræður fer mjög rólega af stað en hún var frumsýnd á RIFF um helgina.
Tvær umsagnir um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hafa birst í Kanada þar sem myndin var sýnd á Toronto hátíðinni. Hjá BriefTake fær hún þrjár og hálfa stjörnu og er sögð einstakt afrek. We Live Entartainment segir hana ískalda en seiðandi tilraun sem tekst vel til með að þræða gegnum jarðsprengjusvæði karlmennsku og einangrunar.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar verður opnunarmynd RIFF 2017, en Íslandsfrumsýningin verður í Háskólabíói fimmtudaginn 28. september kl. 18. Daginn eftir hefjast almennar sýningar á myndinni með íslenskum texta. Hlynur, Anton Máni Svansson framleiðandi og Maria von Hausswolff tökumaður verða viðstödd fyrstu sýninguna þar og svara spurningum í kjölfarið. Íslenskt plakat myndarinnar sem og stikla hafa verið opinberuð.
Steve Gravestock dagskrárstjóri hjá Toronto hátíðinni fer yfir þær norrænu myndir sem taka þátt í hátíðinni nú í september. Hann telur úrvalið einstaklega gott að þessu sinni og segir að líklega muni þetta ár fara í annála fyrir gæði norrænna mynda. Þrjár íslenskar myndir, Undir trénu, Svanurinn og Vetrarbræður, verða sýndar á hátíðinni.
Svanurinn, fyrsta bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, verður opnunarmynd Discovery hluta Toronto hátíðarinnar. Vetrarbræður, bíómyndarfrumraunHlyns Pálmasonar, mun sömuleiðis taka þátt í Discovery hluta hátíðarinnar.
New Europe Film Sales kynnir þrjár myndir íslenskra leikstjóra í Haugasundi dagana 19.-25. ágúst næstkomandi. Þetta eru Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason, Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Héraðið eftir Grím Hákonarson sem fer í tökur eftir áramót og er væntanleg ári síðar.
Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hlaut í dag verðlaun Alþjóðasamtaka gagnrýnenda, FIPRESCI, á MFF T-Mobile Nowe Horyzonty hátíðinni í Wroclaw í Póllandi. Fyrr í dag var tilkynnt um fern verðlaun myndarinnar í Locarno. Það er því ljóst að myndin fer af stað með látum á hátíðarúntinum.
Þær fréttir voru að berast að Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hefði fengið verðlaun Europa Cinemas, verðlaun ungmennadómefndar og sérstaka viðurkenningu frá dómnefnd kirkjunnar á Locarno hátíðinni. Fyrr í dag var Elliott Crosset Hove valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.
"Sumt í úrvinnslu og leik er afar sannfærandi, en þunn frásögn og vandræðalegir hugarflugskaflar gera það að verkum að myndin verður ekki að sterkri heild," segir Allan Hunter hjá Screen um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar. Hann spáir því að myndin muni vekja áhuga þeirra hátíða sem leggja áherslu á nýtt hæfileikafólk.
Jessica Kiang skrifar í Variety um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar og segir hana einstaklega frumlega og gefa góð fyrirheit, auk þess að skera sig frá öðrum nýlegum norrænum myndum með sínu sérstæða andrúmslofti.
John Bleasdale skrifar á vefinn Cinevue um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar, nú á Locarno hátíðinni. Bleasdale segir myndina djarfa, kalda og dimma með slettum af húmor inná milli en nokkuð vanti uppá söguna.
Vassilis Economou skrifar í Cineuropa um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd á Locarno hátíðinni. Hann segir myndina sterka frumraun sem sé bæði myndrænt og frásagnarlega einstök.
Stikla Vetrarbræða (Vinterbrödre) fyrstu bíómyndar Hlyns Pálmasonar, hefur verið opinberuð og má skoða hana hér. Myndin, sem er dönsk/íslensk framleiðsla, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno í dag.
Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.
Sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu á væntanlegri bíómyndarfrumraun Hlyns Pálmasonar, Vetrarbræðrum. Myndin mun taka þátt í keppni á Locarno hátíðinni sem hefst í byrjun ágúst. Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson hjá Join Motion Pictures meðframleiða.
Screen fer yfir þær myndir sem miðillinn telur líklegar til að taka þátt í Cannes hátíðinni í maí. Meðal myndanna eru Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason sem er dönsk/íslensk samframleiðsla.
Níu íslensk kvikmyndaverkefni á mismunandi stigum framleiðsluferlis verða hluti af alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, sem fer fram 20.-26. ágúst í Noregi. Verkefnin sem um ræðir eru Tryggðarpantur, War is Over,The Wind Blew On, Vetrarbræður, East by Eleven, The Damned, Martröð, Pale Star og The Wall.
Tökum á Vetrarbræðrum (Vinterbrödre), fyrstu bíómynd Hlyns Pálmasonar er lokið. Þær fóru fram á sex vikum í Faxe í Danmörku. Framleiðendur kynna nú myndina í Cannes en gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd undir lok árs.
Hlynur Pálmason, sem útskrifaðist af leikstjórnarbraut Danska kvikmyndaskólans 2013, hefur tökur í fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd á næstu dögum. Myndin verður gerð í Danmörku og kallast Vinterbrödre, en verkefnið hefur fengið styrk frá Dönsku kvikmyndastofnuninni (DFI) uppá fimm milljónir danskra króna eða rúmar 95 milljónir króna. Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures er meðframleiðandi.