MIPCOM markaðurinn fer fram í Cannes í Frakklandi þessa vikuna, en þar koma saman helstu fyrirtæki á heimsvísu til að selja, sýna og kaupa nýtt sjónvarpsefni af öllum toga. Sagafilm tekur nú þátt í markaðinum í tuttugasta sinn og kynnir þar fjölda verkefna.
Alþjóðleg útgáfa stiklu þáttaraðarinnar Stella Blómkvist hefur verið opinberuð. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Símann og norrænu efnisveituna Viaplay. Red Arrow annast alþjóðlega sölu.
Þáttaröðin Stella Blómkvist kemur í Sjónvarp Símans í nóvember næstkomandi. Stikla þáttanna, sem eru sex talsins og verða allir fáanlegir í einu, er komin út.
Kvikmyndin Out of Thin Air var frumsýnd í gærkvöldi í Bíó Paradís í Reykjavík, en myndin fjallar um hvarf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. RÚV segir frá og ræðir við stjórnanda myndarinnar, Dylan Howitt.
Framleiðslu þáttaraðarinnar Flateyjargátan, er byggjast á bók Viktors Arnars Ingólfssonar, hefur verið slegið á frest þar sem ekki fékkst úthlutun úr Kvikmyndasjóði.
Umsögn um heimildamyndina Out of Thin Air birtist á vef Screen International í gær, en myndin er nú sýnd á Sheffield hátíðinni. Útkoman er sögð heillandi og áhugaverður þriller.
Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.
Samruni framleiðslufyrirtækjanna Sagafilm og GunHil tók formlega gildi um mánaðamótin síðustu Viðskiptablaðið ræðir við Hilmar Sigurðsson forstjóra Sagafilm um stöðuna og verkefnin framundan.
Myndin hefst á hinni dramatísku sögu af hvarfi Guðmundar Einarssonar og svo Geirfinns Einarssonar árið 1974. Síðan víkur sögu til þeirra sex ungmenna sem handtekin voru fyrir að hafa ráðið þeim bana. Byggt er á fyrstu handar frásögn þeirra sem upplifðu þessi mál.
Norræna streymisveitan Viaplay hefur fjárfest í þáttaröðinni Stellu Blómkvist sem Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þetta er í fyrsta sinn sem Viaplay tekur þátt í íslensku sjónvarpsverkefni.
Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.
Þættirnir Líf eftir dauðann verða frumsýndir á RÚV um páskana, en þar leikur Björn Jörundur Friðbjörnsson miðaldra poppara sem á að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, en allt fer úr skorðum þegar móðir hans deyr. Leikstjóri er Vera Sölvadóttir og semur hún einnig handrit ásamt Lindu Vilhjálmsdóttur. Stikla verksins hefur verið opinberuð.
Guðný Guðjónsdóttir, fráfarandi forstjóri Sagafilm, segir í samtali við Viðskiptablaðið að íslenski kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn hafi upplifað gríðarlegan vöxt undanfarinn áratug. Hún segir árangurinn helgast af ýmsum þáttum, einkum endurgreiðslukerfi stjórnvalda, og að á komandi árum muni reyna meira á skapandi hugsun, tækni og aðlögunarhæfni í iðnaðinum.
The New York Times hefur tekið saman lista yfir bestu bandarísku og alþjóðlegu þáttaraðir ársins og er Rétt 3 að finna í síðarnefnda hópnum ásamt með þáttum á borð við Happy Valley, Catastrophe og Gomorrah.
Framleiðslufyrirtækin Sagafilm og GunHil munu sameina krafta sína frá 1. janúar 2017. Guðný Guðjónsdóttir sem stýrt hefur Sagafilm undanfarin ár lætur af störfum að eigin ósk og Hilmar Sigurðsson framkvæmdastjóri GunHil og annar stofnenda, tekur við sem forstjóri Sagafilm.
Þáttaröðin Réttur 3 (Case) er aðgengileg meira en 50 milljón áhorfendum Netflix í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Skandinavíu. Guðný Guðjónsdóttir forstjóri Sagafilm segir þetta til marks um að íslensk sjónvarpsþáttagerð eigi alla möguleika á að fá alþjóðlega sölu og dreifingu, en innlend fjármögnun sé flöskuháls.
Réttur 3 (Case) í leikstjórn Baldvins Z og eftir handriti Þorleifs Arnarssonar og Andra Óttarssonar, er nú fáanleg á Netflix í Bandaríkjunum og Skandinavíu. Vefurinn Eurodrama skrifar umsögn um þættina og segir þá sennilega merkasta framlag til norræna spennuþáttaformsins síðan Brúin kom út.
Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur gefið vilyrði fyrir því að framleiða prufuþátt eða „pilot“ fyrir bandaríska útgáfu af íslensku spennuþáttaröðinni Rétti sem sýnd var á Stöð 2.
Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 hefur keypt sýningarréttinn að þáttaröðinni Réttur 3 sem Baldvin Z leikstýrði. Þáttaröðin verður sýnd á sérstakri VOD rás stöðvarinnar, Walter Presents, sem sérhæfir sig í þáttaröðum á erlendum tungumálum.
Bandaríska áskriftastöðin TBS hefur óskað eftir svokölluðum „pilot“ eða prufuþætti af amerísku útgáfunni af Heimsendi, íslenskri sjónvarpsþáttaröð í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Þættirnir eru byggðir á handriti Jonathan Ames eftir íslensku þáttunum. Með aðalhlutverkin í „pilot“-þættinum fara leikararnir Hamish Linklater og Wanda Sykes.
Heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið verður frumsýnd á fyrstu mánuðum næsta árs, en Sagafilm vinnur um þessar mundir að framleiðslu hennar ásamt Mosaic Films í Bretlandi, BBC, RÚV og bandarísku efnisveitunni Netflix.
Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Vala Halldórsdóttir þróunarstjóri Plain Vanilla hafa tekið sæti í stjórn Sagafilm. Fyrirtækið, hvers verk hlutu alls 15 tilnefningar til Edduverðlauna á dögunum, undirbýr nú gerð leikinnar þáttaraðar fyrir Skjáinn sem og kvikmyndar sem byggð verður á Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason. Þá verða tækjaleigan Luxor og Sagaevents eftirleiðis reknar sem sér einingar.
Tónsporið úr sjónvarpsþáttaröðinni Rétti, sem sýnd var á Stöð 2 í lok síðasta árs, hefur nú verið gefið út og er aðgengilegt í gegnum allar helstu alþjóðlegu stafrænu veitur eins og Spotify, iTunes og Amazon. Þættirnir, sem voru samtals 9 talsins, voru framleiddir af Sagafilm í leikstjórn Baldvins Z.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vann um nýliðna helgi til FIPA verðlaunanna sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Réttur, sem var nýlega sýnd á Stöð 2. FIPA hátíðin verðlaunar sjónvarpsþætti á hverju ári og fór fram í 29. sinn 19.-24. janúar í Biarritz í Frakklandi.
Þýska sölufyrirtækið Red Arrow International mun annast alþjóðlega sölu á þáttaröðinni Réttur 3 sem Sagafilm framleiðir og Baldvin Z leikstýrir. Sýningum á þáttaröðinni er nýlokið á Stöð 2.
Töluverður umsnúningur varð á rekstri Sagafilm á síðasta ári. Félagið tapaði 53 milljónum króna, samanborið við 66 milljóna króna hagnað árið 2013. Velta Sagafilm-samstæðunnar nam 938 milljónum króna, samanborið við 2.485 milljóna króna veltu árið 2013.
Guðný Guðjónsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Sagafilm en hún hefur gegnt starfi framkvæmdarstjóra félagsins frá árinu 2013 og fjármálastjóra frá 2007. Hún tekur við stöðunni af Ragnari Agnarssyni sem tekur stöðu stjórnarformanns. Þá tekur Þórhallur Gunnarsson sæti í stjórn og Steinarr Logi Nesheim mun stýra auglýsingaframleiðslu.
Tökur hófust í gær á þriðju umferð þáttaraðarinnar Réttur. Baldvin Z leikstýrir eftir handriti Þorleifs Arnarssonar og Andra Óttarssonar. Sagafilm framleiðir en um 200 leikarar og fimmtíu manna tökulið vinnur að verkefninu. Tökur standa fram í júlí.
Kjartan Þór Þórðarson er í viðtali við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðins í tilefni stofnunar Sagafilm Nordic í Stokkhólmi á síðasta ári. Kjartan segir stefnuna vera að stækka markaðinn með samstarfi við alþjóðlega framleiðendur.
Norðurlöndin þurfa að auka framboð á dreifingarleiðum fyrir leikið sjónvarpsefni til að mæta betur auknu framboði á slíku efni sem framleitt er í miklum mæli á svæðinu og á háum standard. Þetta kom fram á ráðstefnunni TV Drama Vision sem fram fer á yfirstandandi Gautaborgarhátíð.
Þriðja serían af sakamálaþáttunum Réttur hefst á Stöð 2 í haust og mun Baldvin Z leikstýra þáttunum. Handritið skrifa þeir Þorleifur Örn Arnarson og Andri Óttarsson. Sagafilm framleiðir.
Velta Sagafilm jókst um næstum 150% milli áranna 2012 og 2013 vegna mikilla umsvifa í erlendum verkefnum. Hagnaður minnkar þó um þriðjung á sama tímabili.
Sjónvarpsserían Ástríður 2 er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna, Prix Europa sem er stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. Þáttaröðin er framleidd af Sagafilm fyrir Stöð 2.
Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime ætlar að endurgera sjónvarpsþáttaröð Ragnars Bragasonar, Heimsendi, sem sýndur var á Stöð 2 fyrir þremur árum. Jonathan Ames, höfundur sjónvarpsþáttanna Bored to Death, hefur verið fenginn til að skrifa handrit að bandarísku útgáfunni. RÚV segir frá og vísar í frétt Hollywood Reporter í gærkvöldi.
Auglýsing tryggingafélagsins Sjóvá með kettinum Jóa í aðalhlutverki vann í vikunni alþjóðleg verðlaun EPICA. Guðjón Jónsson var leikstjóri, Ágúst Jakobsson tökumaður. Auglýsingin er framleidd af Sagafilm.
Kjartan Þór verður yfir Sagafilm Nordic, Ragnar Agnarsson verður forstjóri á Íslandi, Guðný Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri. 60% tekna erlendis frá á þessu ári.
Segist ekki vita hvaðan 10 milljónir í verðlaunafé komi, en segir jafnframt að kostun sé ekki heimil á RÚV og það sé með ólíkindum ef nota eigi skattfé almennings með þessum hætti. Löngu ljóst að Íslandsspil útvegar verðlaunafé. Kostun heimil á RÚV til áramóta, eftir það gilda takmarkanir skv. nýjum lögum.
Tökur á kvikmyndinni Pawn Sacrifice (Peðfórn) í leikstjórn Edward Zwick (Blood Diamond, The Last Samurai ofl.) eru hafnar og fara að hluta fram hér á landi. Myndin fjallar um hið sögulega "einvígi aldarinnar" þegar Boris Spassky og Bobby Fischer mættust í Reykjavík sumarið 1972 og kepptu um heimsmeistaratitilinn í skák.
Sjónvarpsserían Pressa III er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna Prix Europa 2013 sem besta evrópska dramaserían. Óskar Jónasson leikstýrði þáttaröðinni. Vísir greinir frá, sjá nánar...
Tökur á kvikmynd leikstjórans Christophers Nolan, Interstellar, eru hafnar og fara fram við Svínafellsjökul. Rúmlega 300 manna tökulið vinnur við myndina hér á landi...